Talað við kjósendur

Nokkur smá en mikilvæg skilaboð til allra landsmanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég smellti þessu upp hjá mér.

sandkassi (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 18:44

2 identicon

Takk fyrir þetta.

Kolla (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 21:52

3 Smámynd: Þór Saari

Sæl Sigurbjörg.

Segðu mér hvert kjördæmið er og ég skal segja þér frá okkar fólki þar. Einnig bendi ég á að við erum í framboði til þess að ná fram grundvallarbreytingum og munum svo hætta, m.a. þeirri breytingu að engin sitji á þingi meira en tvö kjörtímabil, m.a. þeirri breytingu að vægi þjóðaratkvæðagreiðslna verði aukið og auðveldað. Það eina sem við vitum er að ef við kjósum ekki breytingar þá breytist ekkert. Þú sýnist nú ekki sérlega gömul og grá og því síður ófær um að komast á kjörstað, og það skiptir náttúrulega mest máli, ekki gera ekki neitt.

Þór Saari, 14.4.2009 kl. 00:21

4 identicon

Góðan daginn.

Baldvin Baldvinsson

Reyðarfirði.

Mikið ósköp væri gaman ef það yrðu nú þær breytingar sem þið viljið taka upp, en ég er nú þannig að ég efast um alla hluti. Það hefur alltaf verið þannig með mannskepnuna frá því að hún komst á kopp og sá að það var hægt að drottna yfir henni með ýmsum hætti. Þá fóru að koma faraóar og einvaldsherrar útum allar trissur og þessir menn sáu að það var hægt að drottna yfir lýðnum og knésetja hann að geðþótta fárra manna. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og margar styrjaldir verið háðar og meira segja við uppá litla Íslandi grotum yfir því á tyllidögum að hafa unnið eitthver þorskastríð við Breta. En ég segi þetta vegna þess að í tímans rás hefur mannskepnan ekki sýnt þann þroska að geta neitað sér um völd komist hún til þeirra. Þeim finnst þeir svo óumræðilegar merkilegar að þær vilja alltaf byggja sér minnisvarða með einhverjum hætti. Frægasta dæmi þessarar fávisku er Davíð greyið og Sjálfstæðisflokkurinn með síðustu 17 árin í stjórnarsetu. Þarna réðu ríkjum valdasjúkir og gráðugir menn. Það er dæmi sem við verðum að forðast og allar þær tillögur sem við erum að heyra í dag hafa hljómað svo oft áður, en það er aldrei gerður nokkur skapaðans hlutur til að rétta kjör þeirra sem á þurfa að halda. Þetta segi ég vegna þess að þegar t.d. verðtyggingar ógeðið var sett á um 1980 um svipað leyti og tvö núll voru skorin aftan af krónunni, þá hafði fólk ekki neina möguleika fyrir 1980 gátu menn valið hjá t.d. Húsnæðismálstjórn "het húb ekki það þá" hvort þeir fengu lánin með vöxtum eða verðtryggð. Faðir minn heitinn sem var nú svolítill reiknishaus sagði þá að þetta dæmi með verðtryggingu gæti aldrei gengið upp. Og síðan þá hef ég tekið mörg verðtryggð lán og lán með okurvöxtum til skemmri tíma og það skal segjast hér á þessari síðu að ég hef borgað öll mín vaxtalán en ekkert verðtryggt lán nema með því að fá skuldbreytingar og meiri skuldbreytingar. Það hafa margir talað fagurlega í gegnum tíðina til að komast til valda en þegar þeir hafa sest að kjötkötlunum hefur verrið minna um efndir.

Ég vildi óska að hvert ykkar orð væri satt og rétt en þið hafið ekki komist til valda enn og ef svo verður þá hef ég bara lúmskan grun um að þið færuð sömu leið og hinir því eftir allt erum við öll eins inn við beinið og hjötun slá með svipuðum hætti hér og Thailandi.
Gangi ykkur samt sem allra best í komandi kosningum.

Kveðja 

Baldvin Baldvinsson
Langþreyttur í Íslenskum húmör stjórnmálamanna.

Baldvin Baldvinsson (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 10:13

5 identicon

Baldvin,

Borgarahreyfingin er eini flokkurinn sem er ekki með neitt smjaður. Þess vegna ætla ég að kjósa þá.

sandkassi (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 11:10

6 identicon

Baldvin ég vona að þér finnist borgarahreyfingin það trúverðug að þú ætlir að kjósa hana. Því þó þú sért kominn með ógeð á stjórnmálunum þá styður þú þennan viðbjóð sem er búinn að eiga sér stað undanfarin ár með að setja ekki traust þitt á nýja hreyfingu. Því þetta virðist vera eina leiðin til að knúa fram breytingar, þ.e. kosningar nema þá helst allsherjar bylting.

Jóhann Gunnar (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 14:47

7 identicon

Sæll Þór,

Ég styð Borgarahreyfinguna, en geri athugasemdir við þessa auglýsingu sem er fín í sjálfu sér. Það sem mér finnst vanta í auglýsinguna sem og málflutning Borgarahreyfingarinnar almennt, eru skýrar tillögur að lausnum. Nú er stefnan skýr og aðgengileg - fyrir þá sem gera sér far um að lesa stefnuskrár. Það gera það bara ekki allir.

Í auglýsingunni er talað um breytingar og þeir sem ætla að sýna óánægju sína með auðum seðli eða kjósa ekki, hvattir til að kjósa XO. Meinið er bara að allt tal um breytingar skapar óöryggi hjá fólki, nema það sem koma eigi í staðinn sé þeim mun skýrara. Helst þarf það að komast fyrir í einni málsgrein.

Af hverju er tillaga Framsóknar & Co um 20% niðurfellingu skulda svona vinsæl? Af því að það er hægt að vísa til hennar í fáum orðum: "20% niðufelling skulda"... 3 orð. Menn hafa meira að segja gengið lengra og tala nú um "Leiðréttinguna". Það hljómar sanngjarnt, ekki satt? Af hverju á ég að gjalda þess að lánin mín hækkuðu? Er ekki eðlilegt að þau séu leiðrétt? o.s.frv.

Það sem ég á við, er að það nægir ekki að tala um breytingar, sérstaklega þessa dagana, án þess að tala jafnframt um hver hin nýja staða verður. Með eins hnitmiðuðum hætti og mögulegt er.

Kv.

Helgi Þór (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband