Framboð á landsvísu, lifi X-O

Það hafðist þó ekki séu nema sjö vikur liðnar frá stofnun hreyfingarinnar. Borgarahreyfingin - þjóðin á þing mun bjóða fram í öllum kjördæmum. Ótrúleg eljusemi og dugnaður ásamt kjarkmiklu fólki sem þorði að stíga fram og vera með. Það voru ófá símtölin við væntanlega frambjóðendur sem hættu við vegna ótta við atvinnumissi þar af voru a.m.k. þrír sem vinna í banka. En nógu margir voru til í að fara alla leið. Þakka ykkur fyrir. Þetta er frábær hópur.

Það sem við í Borgarahreyfingunni munum gera er að breyta þessu samfélagi ótta, þöggunar, spillingar og leyndar í heilbrigðara, opnara, heiðarlegra og lýðræðislegra samfélag. Ef við fáum til þess stuðning. Fylgist með og takið þátt, það vantar alltaf sjálfboðaliða. Heiðarlega fólkið sem núverandi stjórnvöld vilja láta borga skuldir auðmanna hefur sagt nei og ætlar að ná fram raunverulegum breytingum. Kynnið ykkur stefnumálin á XO.is. Þjóðin á þing. X-O.

Reykjavík Norður

1.  Þráinn Bertelsson, rithöfundur.

2.  Katrín S. Baldursdóttir, listakona.

3.  Jóhann Kristjánsson, rekstrarhagfræðingur.

4.  Anna B. Saari, kennari.

5.  Sigurður Hr. Sigurðsson, hljóðmaður.

Reykjavík Suður

1.  Birgitta Jónsdóttir, skáld.

2.  Baldvin Jónsson, námsmaður.

3.  Sigurlaug Ragnarsdóttir, listfræðingur.

4.  Hannes I. Guðmundsson, lögfræðingur.

5.  Hallfríður Þórarinsdóttir, mannfræðingur.

Suðvestur (Kraginn)

1.  Þór Saari, hagfræðingur.

2.  Valgeir Skagfjörð, leikari.

3.  Ingifríður R. Skúladóttir, vörustjóri.

4.  Ragnheiður Fossdal, líffræðingur.

5.  Sigríður Hermannsdóttir, líffræðingur.

Norðvestur (NV)

1.  Gunnar Sigurðsson, leikstjóri.

2.  Lilja Skaftadóttir, framkvæmdastjóri.

3.  Guðmundur A. Skúlason, rekstrarfræðingur.

4.  Ingibjörg S. Hagalín, húsmóðir.

5.  Þeyr Guðmundsson, verkamaður.

Norðaustur (NA)

1.  Herbert Sveinbjörnsson, kvikm.g.maður.

2.  Björk Sigurgeirsdóttir, framkvæmdastjóri.

3.  Hjálmar Hjálmarsson, leikari.

4.  Ragnhildur A. Hjartardóttir, námsmaður.

5.  Rakel Sigurgeirsdóttir, kennari.

Suður

1.  Margrét Tryggvadóttir, ritstj./rithöfundur.

2.  Jón Kr. Arnarson, verkefnastjóri.

3.  Hildur Harðardóttir, leiðsögumaður.

4.  Ragnar Þór Ingólfsson, verslunarmaður.

5.  Þórhildur Rúnarsdóttir, sérfræðingur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er flott Þór, ég er í Kraganum. Mér líst mjög vel á þetta!!

sandkassi (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 00:10

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er líka í Kraganum og mun ég kjósa Borgarahreyfinguna. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.4.2009 kl. 02:42

3 Smámynd: Arnór Valdimarsson

Til hamingju félagi, þetta er glæsilegt. Þið eigið heiður skilinn.

Sérstaklega þegar það kemur betur og betur í ljós hvernig 4flokkarnir hafa matað krókinn og unnið gegn öllu líðræði á landinu sér til hagsbóta. Og cóað með hvor öðrum og falið spillinguna. 

X-O. 

Arnór Valdimarsson, 13.4.2009 kl. 03:03

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 13.4.2009 kl. 03:39

5 identicon

Þar sem ég er í RVK suður fer mitt atkvæði til Birgittu

Mr;Magoo (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 21:35

6 Smámynd: Þór Saari

Sæll Magoo.

Því er vel varið, Birgitta er mjög fær og alveg frábær manneskja.

Þór Saari, 13.4.2009 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband