7.4.2009 | 11:13
Hvalveiðar í sátt
Hvernig væri nú að sjávarútvegsráðherra SJS sýndi smá hugmyndaflug og byði hvalveiðileyfin til sölu á E-Bay. Þannig fengist hagkvæmasta niðurstaða sem væri einnig gegnsæ og fyllsta jafnræðis væri gætt.
Kristján Loftsson gæti keypt leyfi og drepið hvali, náttúrverndarsinnar gætu keypt leyfi og verndað hvali. Allir sætu við sama borð og arðurinn af auðlindinni rynni til allrar þjóðarinnar.
Lifi hagfræðin!
Borgarahreyfingin - þjóðin á þing, boðar róttæka skynsemi, XO.is
Leggja til veiðigjald fyrir hvalveiðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Hagfræðingur með lýðræðis- og stjórnmálavitund sem gerir kröfu um virka þátttöku í samfélaginu.
Er þingmaður í SV kjördæmi (kraganum) fyrir Hreyfinguna og er einnig í stjórn Samtaka um lýðræði og almannahag.
Netfang: saari@centrum.is
Nýjustu færslur
- 3.9.2010 Fjármál stjórnmálaflokka eftir hrun
- 2.9.2010 Ríkisstjórnin og stjórnskipulegt kennitöluflakk
- 30.8.2010 Fjórflokkurinn og Hrunið
- 23.8.2010 Lýðræðis"umbætur" og sannleiksást Steingríms Joð.
- 22.8.2010 Fasteignasala í alkuli
- 7.7.2010 Gengistryggð lán, er til lausn? Uppfærð útgáfa.
- 6.7.2010 Tilmæli um "Tilmæli" Seðlabanka, Fjármálaeftirlits og ríkisst...
- 28.6.2010 Gengistryggð lán, er til lausn?
- 9.6.2010 Stjórnlagaþing sem virkar ekki
- 9.6.2010 Vandi heimilana enn óleystur
Tenglar
Eldri greinar
- Hálfsannleikur í stjórnsýslunni
- Lyfjakostnaður á Íslandi
- Hægri grænt - er það hægt?
- Stríð fyrir þig, anno 2003
Mínir tenglar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- ace
- ak72
- amadeus
- andresm
- arikuld
- baldvinj
- bergursig
- birgitta
- bogi
- einarbb
- einari
- fridrikof
- gesturgudjonsson
- gutti
- hildurhelgas
- hilmardui
- huxa
- ibb
- ingolfurasgeirjohannesson
- jonthorolafsson
- kreppan
- lehamzdr
- leifur
- liljaskaft
- lillo
- olii
- ragnar73
- savar
- siggi-hrellir
- sigurduringi
- sigurjon
- skessa
- steinig
- svanurg
- tbs
- tharfagreinir
- thj41
- valli57
- vefrett
- vilhjalmurarnason
- vistarband
- alla
- malacai
- annamargretb
- arinol
- axelpetur
- astajonsdottir
- skrekkur
- launafolk
- bjarnimax
- brjann
- gattin
- ding
- dansige
- draumur
- gustichef
- eskil
- fridaeyland
- killjoker
- gerdurpalma112
- morgunn
- elnino
- bofs
- bogason
- kallisnae
- muggi69
- gudrunkatrin
- gusg
- gudrunaegis
- topplistinn
- skulablogg
- gug2410
- morgunblogg
- haddi9001
- haugur
- kht
- hjorturgud
- hlynurh
- minos
- hordurvald
- daliaa
- isleifur
- fun
- svartur
- johannesthor
- kuriguri
- jonarni
- jonfinnbogason
- jonarnarson
- jonl
- jon-o-vilhjalmsson
- kaffistofuumraedan
- katrinsnaeholm
- askja
- krisjons
- larahanna
- wonderwoman
- bidda
- markusth
- mynd
- iceland
- rafng
- raggig
- isafold
- rosaadalsteinsdottir
- ruth777
- runarf
- duddi9
- joklamus
- siggus10
- ohyes
- siggith
- athena
- summi
- spurs
- svatli
- stormsker
- isspiss
- tryggvigunnarhansen
- kreppuvaktin
- varmarsamtokin
- vest1
- mingo
- villidenni
- thorsteinnhelgi
Athugasemdir
god hugmynd! mer likar thessi hugsunarhattur :)
halla (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 11:20
Hvað fólk skipar þessa nefnd ?
eitthvað er nú ekki alveg í lagi með þetta held ég
hanes (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 11:33
Ég er algerlega sammála þér!
Héðinn Björnsson, 7.4.2009 kl. 11:39
Fanta góð hugmynd.
Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 13:15
Það var svo sem auðvitað að hámentaður hagfræðingur kæmi með svona heimska tillögu.
Gefum okkur að hvalfriðunarsinna kaupi hér hvalveiði leyfi í stórum stíl í nokkur ár. Teluru að sá peningur sem kæmi fyrir það myndi tuga fyrir þeirri tekjuskerðingu sem amenningur, fyrirtæki og ríkissjóður verður fyrir minnkandi fiskveiðum? Hvalurinn tekur sitt æti og spyr engan að
kiddi (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 13:29
Frábær hugmynd.
Sigurður Haukur Gíslason, 7.4.2009 kl. 14:51
Kiddi: Ef það er svona tryllingslegur ávinningur af hvalveiðum eins og hvalalobbýið vill meina þá verða þeir varla í erfiðleikum með að yfirbjóða einhverja friðunarhippa. Eða hvað?
Ágætis hugmynd.
bjarki (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 15:36
Kiddi,
ertu ekki að fatta jókið?
sandkassi (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 20:18
Flóttamaður, pandabjörn, páfagaukur eða bara hvalur, falur. Hæstbjóðandi ræður hvort viðkomandi "einstaklingur" lifir eða deyr.
Snilld...
-------------------------------
p.s. Þú stóðst þig afar vel í sjónvarpinu, Þór. Vona að þeir, sem kunna að bjóða í þig, setji þig á válistann og verndi.
Hildur Helga Sigurðardóttir, 7.4.2009 kl. 21:14
Það mætti setja kvóta á álftir og ísbirni.
sandkassi (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 21:57
Frábær hugmynd, að selja réttinn til veiða á Ebay.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.4.2009 kl. 02:30
Mér finnst þetta afleit hugmynd. Þú tilheyrir samtökum um lýðræði, en þessi aðferðafræði byggir frekar á auðræði, sá sem er ríkastur hann á að ráða því hvað er gert og hvað ekki, ekki mjög lýðræðislegt. Nei, lýðræðislega kjörnir fulltrúar fólksins eiga að stýra þessu en ekki peningar. Ef svona auðlindastýring er síðan færð yfir á aðrar auðlindir þá sést enn betur hve grunn þessi hugsun er. Ef við stýrðum fiskveiðum við Ísland með þessum hætti þá gæti handhafi kvótans ákveðið að veiða ekkert. Hvað myndi það þýða fyrir eðlilegt atvinnulíf og búsetu í landinu? Sérðu þjóðina fyrir þér athafna- og iðjulausa vesalinga sem lifa á framlögum frá ríkinu, sem sjálft lifir á auðlindaleigu? Þetta er innantómt rugl.
Jón Egilsson (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 17:22
Sæll Jón.
Það eru nokkrar meginvillur í hugsuninni hjá þér.
Það er þegar búið að ákveða að veiða hvali og þá er bara eftir að ákveða hver fær að gera það. Á að afhenda auðlindina án endurgjalds til vina, ættingja, flokksfélaga og hagsmunaðila sem svo selja hana áfram úr byggðalaginu eða á tryggja hagkvæmustu niðurstöðu. Svo lengi sem hagkvæmt er að veiða hvali þá verður boðið í veiðileyfin. Þeir sem engin leyfi fá snúa sér þá að einhverju öðru en fá líka auðlindarentuna með hinum.
Ef kaupandi kvótans ákveður að veiða ekkert þá fæst samt auðlinarenta og stofnin byggist frekar upp. Fleiri leyfi verða til sölu næsta ár o.s.frv. Að auki myndi hann þurfa að bjóða meira en hinir sem vildu veiða fiskinn, verka hann og selja, þ.e.a.s. arðurinn til þjóðarinnar yrði einfaldlega meiri. Mér er heldur ekki kunnugt um að aðrir vinnufærir utan þessa 7,500 sem vinna við fiskveiðar og vinnslu séu alla jafna athafna- og iðjulausir þótt þeir vinni ekki í greininni.
Eðlilegt atvinnulíf og búseta hefur einmitt átt undir högg að sækja vegna kerfisins sem við búum við þar sem fólkið í sjávarplássunum á ekki séns að kaupa sér kvóta.
Og varðandi lýðræðið þá hefur þjóðin einfaldlega aldrei fegnið að kjósa um núverandi kerfi í beinni kosningu.
Þór Saari, 9.4.2009 kl. 18:00
Sæll Þór, takk fyrir svarið, mér finnst þetta áhugaverð umræða.
Mér finnst þú stilla þessu upp á þann veg að einu verðmætin sem um ræðir séu endurgjaldið fyrir auðindina. Þú leiðir hjá þér hina einu sönnu "auðlindarentu" en það er sú verðmætasköpun sem á sér stað við nýtingu auðlindarinnar og flæði þeirra verðmæta um hagkerfið. Ef auðlindin er ekki nýtt en auðlindagjald þó greitt þá er ekki um neitt flæði verðmæta um hagkerfið að ræða. Eingöngu greiðsla frá leigutaka til ríkis og úthlutun þaðan til almennings. Atvinnugreinin virkar þá ekki sem undirstaða í hagkerfinu.
Það eru takmörk fyrir því hvað hægt er að geyma mikil verðmæti í ónýttri lifandi auðlind, hvalastofn er ekki eins og olíulind sem bíður þolinmóð eftir því að verða nýtt. Uppbygging stofna í hafinu er háð mun fleiri þáttum en sókn og engin trygging fyrir endalausri uppbyggingu auðlindarinnar þó sókn sé engin.
Varðandi fjölda þeirra sem eru háðir sókn á miðin, þá sleppurðu vel að tiltaka bara þá sem hafa beina atvinnu af veiðum og vinnslu. Meirihluti vinnandi manna í öllum sjávarplássum vinnur ekki beint við veiðar og vinnslu, heldur tengd og afleidd störf. Ég er hræddur um að byggð við strendur legðist nánast af um leið og veiðar legðust af. Þetta er undirstaðan.
Ég held reyndar að hugmynd þín geti gengið upp ef veiðiskylda hvíli á þeim sem býður hæst.
Jón Egilsson (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 22:35
Jón! Það eru líka afleidd störf í hvalaskoðun og ferðaþjónustu. Eru þau minna virði en afleidd störf við hvalveiðar?
Sigurður Haukur Gíslason, 10.4.2009 kl. 01:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.