5.4.2009 | 20:48
Rannsókn bankahrunsins
Það er algert grundvallaratriði að bankahrunið verði rannsakað ofan í kjölin undir stjórn óháðra erlendra sérfræðinga. Það er ekki nóg að Eva Joly aðstoði við rannsóknina, hún þarf að stjórna henni.
ICESAVE reikningarnir, Kaupthing Edge reikningarnir og lántökur bankanna í Seðlabankanum bera greinilega keim af stórfelldu fjársvikamáli. Það má vel reikna með að starfsemi fjármálafyrirtækjanna allavega tvö síðust árin fyrir hrunið hafi verið drifin áfram sem svikamylla en ekki sem eðlileg bankastarfsemi.
Það þarf að rannaska hvað varð um alla fjármunina sem voru lagðir inn á þessa reikninga og hvað varð um lánin sem fengin voru í Seðlabankanum, Það þarf að sækja þessa fjármuni og skila þeim til réttmætra eigenda og svo þarf að gera eigendur og stjórnendur bankanna persónulega ábyrga fyrir því sem upp á vantar. Að því loknu þarf að semja um það sem útaf stendur m.t.t. neyðarástands og reyna að fá þær skuldir felldar niður.
Þessi nálgun er auk þess nauðsynleg ef Ísland og íslendingar ætla sér einhvern tímann að endurheimta orðspor sitt á alþjóðavettvangi og verða aftur þjóð meðal þjóða í Evrópu, en ekki það afskrifaða og ótrúverðuga vandræðaríki sem það er í dag.
Ef þetta verður ekki gert verður öllum þessum kostnaði velt yfir á almenning í landinu og það er skuld sem við stöndum ekki undir, ekki sem einstaklingar og ekki sem þjóð, nema að skera hér niður samfélagssáttmálann í ræmur sem sennilega verður aldrei hægt að byggja á aftur. Börn okkar og barnabörn munu ekki fá viðeigandi menntun eða heilbrigðisþjónustu, stoðkerfi samfélagsins munu smátt og smátt skemmast og Ísland verður enn eitt "vandræðahagkerfið" á pari við önnur þróunarríki.
Borgarahreyfingin - þjóðin á þing, er eina stjórnmálaaflið sem tekur stöðu með almenningi í þessu máli. Merkið því X við O í komandi kosningum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:50 | Facebook
Athugasemdir
Þór,
varðandi þar sem þú segir, "...drifin áfram sem svikamylla..." þá er ég sammála. Ef ég man rétt þá var stofnað til Icesave reikninga í Hollandi í maí 2008 þegar útséð var að Landsbankinn var kominn í alger þrot með innlán. Það var engin ástæða fyrir Landsbankann að halda að hægt væri að standa undir því sem lofað var. Ég er hissa á því langlundargeði sem Hollendingar hafa sýnt með því að senda málið ekki yfir til Interpol og lýsa eftir Landbankamönnum sem glæpamönnum.
Kristján Gunnarsson (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 22:54
Þór.
Ég er hjartanlega sammála þér. Þeir skulu fá að borga sem stofnuðu til skuldanna. Svo dugar náttúrulega ekkert annað en Interpol á þetta ræningjasamfélag sem hér hefur verið komið á. Þeir eru þegar teknir til við að grafa undan Evu og þeim sem hjálpa henni.
Torfi Hjartarson (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 23:15
Að ríkisstjórn okkar Íslendinga skildi taka þá afstöðu að vernda fáeina bankamenn fyrir fólki og fyrirtækjum sem þeir féflettu og gera síðan okkur, þjóðina, fjárhags og siðferðilega ábyrga, er eitthvað sem ég get ekki sama hvað ég reyni, skilið.
Aftur á móti gæti ég fyllilega skilið og stutt ef stjórnvöld gerðu allt sem í þeirra valdi stæði til að sparifjáreigendur icesave og kaupþing edge endurheimtu fé sitt, eða gætu dregið þá til ábyrgðar sem tóku við sparifénu en geta ekki gert grein fyrir því hvar það er, eða það sem verra er, hafa kannski sólundað því í vonlausar fjárfestingar viðskiptafélaga sinna.
Ég get ekki, vill ekki, og ætla ekki að borga af hrað minnkandi launum mínum kröfuhöfum Björgúlfa, Jón Ásgeira, Hreiðars, Ólafa Ólafssona, Finns og allra hina N1 Fl- grúpp Exlíkkista delana. Ég segi nei, hingað og ekki lengra.
Það á að skattpína okkur, skera niður velferðarþjónustuna okkar, gera okkur að atvinnulausum gjaldþrota þurfalingum, ræna restini af sjálfsvirðinu okkar með "aðstoð" í formi afskrifta og greiðsluaðlögunar. Og það er látið í það skína að þegar við getum ekki lengur borgað skuldirnar munu þær falla á samferðamenn okkar, og við megum bara glíma við það sakbitin sem eftir er ævinar að nágranar okkar og vinir þurftu að greiða lánin okkar. Og það eru samlandar okkar sem gera okkur þetta með aðstoð ríkisins. Hvað er hægt að kalla þetta?
Er einhver sem í alvöruni ætlar að veita fjórflokkaskrímslinu umboð til að svívirða okkur áfram, einhver?
Ef einhverjum sárnar þetta þá má kannski bæta því við að það er kerfið sem spillir fólkinu sem í því starfar. Það hafa bara ekki allir áttað sig á því ennþá, en margir samt, og þeim fjölgar á hverjum degi. Ég ætla að kjósa Borgarahreyfinguna.
Toni (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 02:00
Og varðandi icesave og ýmsa aðra fjármálagjörninga bankana, þá eru þessir bankamenn með starfsábyrgðartryggingu í gegnum vís að ég held, sem endurtryggir hjá loyds í London. Ef það er ekki kaldhæðni að breskt tryggingafélag þurfi kannski á endanum að greiða þetta allt saman, hvað er þá kaldhæðni?
Eva Joly verður að fá allan okkar stuðning, þ.e.a.s. þjóðarinnar, því að margir öflugir aðilar munu gera allt til að ófrægja hana og hennar störf.
Toni (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 02:16
Mæltu manna heilastur. Blessaður sýslumaðurinn er of mikið krútt í þetta verkefni.
Doddi D (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 11:12
Eins og mælt frá mínu hjarta.
Ekki aðeins þarf rannsóknin að vera undir stjórn útlendra sérfræðinga heldur einnig á þeirra ábyrgð. Óháðir útlendir sérfræðingar þurfa með öðrum orðum að ábyrgjast niðurstöður rannsóknarinnar.
Rómverji (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 11:46
Mikið hrikalega er ég sammála.
Þórdís (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 11:54
Ég tel að ráðning Evu hafi aukið bjartsýni hjá þjóðini. Ég er þér sammála það þarf að auka vald hennar.
Offari, 6.4.2009 kl. 16:23
Já, það væri öruggara að óháð fólk stýrði rannsókninni á bönkum glæpanna og hvar milljarðarnir eru núna faldir. Við eigum ekkert að borga fyrir bankaglæpi. Og verðum við samt þvinguð, getum við kannski flutt úr landi.
EE elle (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 16:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.