Kosningasjónvarpið

Flestir sem ég hef hitt eru sammála um að kosningasjónvarpið í gær hafi verið frekar slappt og dapurlegt að sjá hvernig fjórflokkurinn getur hreinlega ekki komið sér upp úr sínum gömlu hjólförum og lofað almenningi því að takast á við vandann.

Valkostirnir sem þeir buðu upp á voru áframhaldandi moðsuða sem er opin í báða enda með það fyrir augum að styggja ekki hugsanlegan samstarfsflokk eftir komandi kosningar eða sérhagsmunahóp fyrir kosningar. Meira að segja verðtryggingin er orðin að skiptimynt í pólitískum hráskinnaleik og almannahagsmunir fara fyrir róða sem aldrei fyrr.

Orðræða VG var um margt ótrúleg og alhæfingar SJS um stöðugleika og krónu eru fjarri öllum raunveruleika. Bjarni Benediktsson var að því er virtist algerlega úti að aka lofaði tugþúsundum starfa með tilheyrandi handasveiflum og svipaður var Framsóknarmaðurinn, algerlega uppiskroppa með hugmyndir og gekk algerlega í takt við Sjálfstæðisflokkinn varðandi náttúrueyðingu og mengandi iðnað. Hvers vegna er það svo að þetta fólk getur ekki skilið að mestu verðmæti Íslands eru einmitt þau sem þeir vilja eyðileggja.

Jóhanna potaði og otaði sínum fingri að Bjarna en því miður er ESB aðildin að verða að einhverjum trúarbrögðum þar sem öllu virðist til fórnandi til að fá að vera með. Ástþór var með hressilega spretti en hefur fengið full mikið að láni úr smiðju Borgarahreyfingarinnar. Hann hefur þó eins og við rétt fyrir sér að því leiti að stjórnskipan Íslands er að miklu leiti hrunin og það þarf að ráðast í gagngerar og róttækar lýðræðisumbætur.

Sjálfur varð ég fljótt hissa hvað umræðan féll strax í sinn gamla staðnaða farveg. Tæknimennirnir sem glitti í í myrkrinu voru farnir að geispa eftir þrjár mínútur og ég sjálfur gat ekki annað en skellt upp úr á stundum þegar ég heyrði í þeim vösku varðsveinum fjórflokkakerfisins tipla á tánum í kringum hvert umræðuefnið á fætur öðru. Fjórflokkurinn mun ekki breyta neinu að gagni fyrir almenning og vonandi koma kjósendur auga á það. Annars munu þeir enn einu sinni framselja vald sitt til fjögurra ára til manna sem munu gróflega misnota það.

Það mun Borgarhreyfingin ekki gera, við erum heimilin, við erum almenningur, Borgarhreyfingin - þjóðin á þing, XO.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Æjj ég veit ekki Þór, ég held bara að það treystir enginn neinum núorðið, hver höndin upp á móti annarri, og fer versnandi, þetta eru svo ekki sé meira sagt athyglisverðir tímar framundan.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 4.4.2009 kl. 23:40

2 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Það var eiginlega bara sorglegt hvað þáttastjórnendur leyfðu gömlu flokksjöxlunum að blaðra endalaust sömu gömlu frasana en þögguðu á sama tíma niður í ykkur hinum. Mér fannst ansi gott eitt commentið á einhverju blogginu: "fjórflokkurinn hefur búið um sig í hausnum á fjölmiðlum". Fjölmiðlar eru með jafn mikið pólitískt stockholm syndrome og fylgjendur flokksmaskínunnar.

Annars verður fróðlegt að sjá hvað Michael Hudson hefur fram að færa í Silfrinu á morgun. Það hefði þurft að láta forsvarsmenn "Flokkanna" lesa eitthvað af greinum hans upphátt fyrir þjóðina þarna í gær. Þá hefðu umræðurnar örugglega þróast á allt annan og uppbyggilegri hátt.

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 4.4.2009 kl. 23:42

3 Smámynd: Sigurður Hrellir

Já, þessi þáttur var því miður hvorki skemmtilegur né upplýsandi. Eiginlega var hann eins og endursýnt efni frá kosningunum 2007. Annars varð ég vitni að sorglegri uppákomu fyrir utan myndverið í RÚV áður en þátturinn fór í loftið. Þar var Sævar Cicielski mættur snyrtilegur til fara og vildi fá að vera með enda með löglegt framboð upp á vasann. Það fékk hann því miður ekki og voru verðir settir við dyrnar til þess að varna honum inngöngu. Ríkisvaldið eyðilagði líf hans og reynir enn að setja honum stólinn fyrir dyrnar. Hvers vegna fékk Ástþór að vera með en ekki Sævar?

Sigurður Hrellir, 5.4.2009 kl. 02:06

4 identicon

Verð því miður að segja að ekki jókst tiltrú mín á þínum flokki. Enginn afgerandi stefnumál og ef þau voru einhver voru þau nákvæmlega þau sömu og er hjá hinum flokkum. Fáranlegt að halda því fram að krónan sé ónýtt. Við VERÐUM að lifa með henni næstu vikur. Það er því miður staðreynd. Og meir að segja sum stefnumál sem þú varst með varstu ekki alveg sannfærður um. Þannig að það er frekar hart af þér að vera gagnrýna aðra miðað við þína lélegu frammistöðu...

jóhann (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 12:00

5 identicon

Hafa ber í huga að kjaftaþættir ráðast af getur stjórnendanna.

Sá ekki þáttinn en miðað við það sem sést hefur til þessara "kjaftakerlinga" sem stjórna viðtalsþáttum á RÚV þá geta þessir þætti ekki orðið góðir.

Gildir þá einu hversu góðir og mælskir gestirnir eru og hvert málefnið er sem rætt er. 

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 13:34

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já, þessi þáttur var því miður hvorki skemmtilegur né upplýsandi. Eiginlega var hann eins og endursýnt efni frá kosningunum 2007. Annars varð ég vitni að sorglegri uppákomu fyrir utan myndverið í RÚV áður en þátturinn fór í loftið. Þar var Sævar Cicielski mættur snyrtilegur til fara og vildi fá að vera með enda með löglegt framboð upp á vasann. Það fékk hann því miður ekki og voru verðir settir við dyrnar til þess að varna honum inngöngu. Ríkisvaldið eyðilagði líf hans og reynir enn að setja honum stólinn fyrir dyrnar. Hvers vegna fékk Ástþór að vera með en ekki Sævar?

góð spurning og væri gott ef henni væri svarað af þeim sem ráða.  Erum við ekki að tala um lýðræðisleg vinnubrögð?

Þú stóðst þig annars mjög vel að mínu mati og ég óska þér alls góðs.  Ég er að vísu í Frjálslynda flokknum og mun gefa þeim mitt atkvæði, vegna þess að ég hef trú á málefnum þeirra, þið eruð að minu mati með mjög sambærilegan málflutning og þess vegna óska ég ykkur alls góðs í komandi kosningum.   Megið góð málefni og heiðarleiki vinna þessar kosningar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.4.2009 kl. 16:04

7 identicon

Þór. Þú varst eins og ferskur vorvindur innan um þessa "kuldabola" frá fjórflökkunum, en á heildina litð var þetta ósköp fyrirsjáanleg umræða. Mér fannst skelfilegur málflutningur Steingríms varðandi krónuna og Jóhanna er með strjörnur í augum gagnvart Evrópusambandinu. 

Haraldur Aðalbjörn Haraldsson (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 19:41

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Mér þótti vænt um að þú skyldir taka þann kúrs í stóriðjumálunum sem þú gerðir vegna þess að ekki hefur verið að sjá að Borgaralhreyfingin haldi þeirri umræðu mjög á lofti. Ég tel að þú sért einhver besti talsmaður þíns framboðs.

Ómar Ragnarsson, 5.4.2009 kl. 20:34

9 Smámynd: Þór Saari

Sæll Ómar.

Borgarahreyfingin hefur sem slík ekki stefnu í stóriðjumálum en stefnan í auðlindamálum er að það verði aðeins heimilt að framleigja auðlindir tímabundið og þá aðeins með viðurkenndum gagnsæjum aðferðum þar sem fyllsta jafnræðis og arðs er gætt. Þetta hefur ekki verið stefna núverandi né fyrrververandi ríkisstjórnar og það gefur auga leið að lítt arðbærar virkjanaframkvæmdir fyrir álversstaxta njóta ekki náðar hjá okkur.

Það var hins vegar málflutningur Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks sem gekk alveg fram af mér og það er greinilegt að báðir flokkarnir eru frekar lítið raunveruleikatengdir þegar kemur að stöðu atvinnumála. Bjarni Ben lofaði tuttugu þúsund störfum í áliðnaði og Sigmundur einhverjum þúsundum. M.v. stöðu áliðnaðar í heiminum og stöðu orkufyrirtækja til að reisa nýjar virkjanir þá er það dagljóst að af því verður ekki. Málflutningur þeirra heitir á mannamáli að blekkja fólk og er enn ein staðfestingin á að stór hluti stjórnmálamanna skautar létt og hiklaust í kringum sannleikann. Hér voru það leiðtogar tveggja flokka sem lögðu línuna og hún er sú að segja hvað sem er, ef það hljómar vel. Raunveruleikinn er aukaatriði.

Þór Saari, 5.4.2009 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband