Stjórnlagaþing og Sjálfstæðisflokkur

Það er í raun alveg með ólíkindum hvernig Sjálfstæðisflokkurinn leggst gegn öllum lýðræðisumbótum og beitir hiklaust fyrir sig stanslausum runum af hálfsannleik og blekkingum. Eftir það sem á undan er gengið finnst mér einfaldlega bíræfið af Sjálfstæðismönnum að láta yfir höfuð sjá sig í Alþingishúsinu.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur með sinni firrtu hugmyndafræði og blekkingum svikið almenning (og þar með aðra Sjálfstæðismenn), mokað undir spillingu, staðið í vegi fyrir alvöru rannsókn á efnahagshruninu, og nú vilja þeir stöðva framgang endurskoðunar stjórnarskrárinnar, endurskoðunar sem myndi færa völd frá hálf-ónýtu Alþingi, gjörspilltu framkvæmdavaldi og fúnu dómskerfi til fólksins.

Það að Alþingi njóti trausts 13% þjóðarinnar er einmitt vegna veru Sjálfstæðisflokksins þar, flokks sem hélt meirihlutavöldum í 18 ár og var arkítektinn að stórfenglegasta hruni íslensks efnahagslífs í sögunni. Og þeir gera sér enga grein fyrir því.

Samstaða - bandalag grasrótarhópa var með borgarafund um persónukjör í Iðnó þann 26. febrúar þar sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins var sá eini í pallborði stjórnmálamanna sem var alfarið á móti persónukjöri. Ekki gat hann fært nein málefnaleg rök fyrir máli sínu en þrástagaðist við það að Sjálfstæðisflokkurinn vildi ekki persónukjör.

Það er náttúrulega í sjálfu sér furðulegt að stjórnmálaflokkur í lýðræðisríki skuli vera alfarið á móti því að aðrir flokkar fái heimild til að leyfa kjósendum að ráða sjálfir uppröðun á lista viðkomandi framboðs, en afstaða Sjálfstæðisflokksins var skýr. "Við viljum ekki að aðrir flokkar megi þetta".

Í spjalli að fundinum loknum raun rann upp fyrir mér eins og mörgum öðrum að á bak við þessa afstöðu er í raun mjög djúptæð fasísk hugsun. Hugsun sem gefur í raun ekkert fyrir það sem öðrum finnst og aðrir vilja. Þessi hugsun endurspeglast svo í framgöngu Sjálfstæðisflokksins í stjórnarskrármálinu og er hugsun valdsins sem öllu þarf að ráða, valdsins sem er algerlega yfir aðra hafið, valdsins sem hefur rústað Íslandi, valdsins hvers hugsun er í raun mannfyrirlitning.

Tilhugsunin um að þessi flokkur muni hugsanlega komst aftur í ríkisstjórn veldur því að mér rennur kalt vatn milli skinns og hörunds.


mbl.is Tekist á um stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hermann Bjarnason

Já, þetta er allt með eindemum, sjá: http://herbja.blog.is

Hermann Bjarnason, 18.3.2009 kl. 01:38

2 identicon

Segjum tvö ! Ég fæ alveg sömu tilfinningu af þeirri hugsun að þessi flokkur komist aftur til valda. Í gegn um tíðina hefur þessi flokkur látið eins og hann sé réttborinn til valda. Það er búið að planta dyggum fylgjendum flokksins í allar æðstu stöður í þjóðfélaginu. Þessu verður að breyta ef það á að verða einhver framtíð á Íslandi. Ég er farin að óttast að fólk muni flýja land ef þessi flokkur verði í stjórn eftir kosningar. Síðustu daga hafa þrjár manneskjur sagt þetta við mig og ég er svolítið hugsi vegna þess.

Ein þeirra er einstæð móðir með tvö börn og þegar ég reyndi að mótmæla máttleysislega að vísu, þá sagðist hún vera búin að fá nóg. Og ef spillingarflokkurinn kemst til valda þá er þetta búið. Þá verður ekki líft á Íslandi sagði hún.

Ég held að fleiri séu þeirrar skoðunar. En Íslendingar eru skrýtnar spírur. Þeir sem vinna á daginn, lesa ekki blöð og eiga ekki tölvu--og grilla á kvöldin, þeir kjósa flokkinn.

Ína (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 01:49

3 identicon

Til hvers stjórnlagaþing? Er þá ekki bara best að reka Alþingi heim? Varla nauðsinlegt að hafa tvöfalt kerfi, eða eru peningarnir farnir að vaxa á trjánum.? Já og hver er spillingaflokkurinn? Framsókn? Mér finnst gæta talsverðs hroka í skrifum Ínu hér á undan að þeir sem kjósa ákveðinn flokk séu kjánar, en þá sennilega ekki hún. Það fer hinns vegar hrollur um mig ef VG á að stjórna landinu næstu árin.

haukur gunnarsson (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 08:28

4 identicon

Það fer mikill kuldahrollur um mig og væntanlega allt hugsandi fólk, við þá óhuggulegu tilhugsun að hinn ólýðræðislegi blekkingaflokkur og arkitektar efnahagshrunsins , Sjálfstæðisflokkurinn eigi hugsanlega eftir að fara með völd í þjóðfélaginu á ný. Þeir sem ætla sér að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í komandi alþyngiskosningum eru tæplega komnir út úr moldarkofunum. 

Stefán (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 10:16

5 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Sjálfstæðismönnum og Samfylkingu munaði ekkert um að leggja út 11.000 milljónir í sjóð 9 í Glitni til að bjarga mannorði Illuga Gunnarssonar en sjá ofsjónum vegna kostnaðar við stjórnlagaþing.  Hugmyndir okkar framsóknarmanna um stjórnlagaþing næsta vetur sem kláraði endurskoðun, eða gerð nýrrar stjórnarskrár sem borin yrði undir þjóðina samhliða sveitarstjórnarkosningum þótti of dýr.  Samt beittu fulltrúar VG og Samfylkingar sér fyrir breytingum sem leiða til enn meiri kostnaðar, allt að tveggja ára stjórnlagaþing er óþarft. 

Það blasir við að fræðaíhaldið á Suðurgötunni, Reykjavíkuríhaldið við Austurvöll ásamt íhaldsflokknum í öllu sínu veldi gera allt til að leggja stein í götu stjórnlagaþings.  Þeir eru hræddir við að missa áhrif og völd til fólksins í landinu.

G. Valdimar Valdemarsson, 18.3.2009 kl. 11:48

6 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Ég skal svara því...... það er mikilvægt til að skapa sátt í samfélaginu.

G. Valdimar Valdemarsson, 18.3.2009 kl. 12:10

7 identicon

Illugi Gunnarsson hefur mikið á samviskunni og það mætti vera meiri umræða um hans afglöp varðandi Sjóð 9.

Stefán (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 14:25

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ef þið ætlið að eiga einhverja möguleika, þá ráðlegg ég ykkur að blanda ykkur í umræðuna um úrlausnir í efnahagsmálum og því sem brýnast ber að sinna. Forgangsröðunin er algerlega á haus hjá ykkur.  Þetta skoðast því bara sem lýðskrum og bergmál af stefnu annarra flokka.  Svolítið í anda Ástþórs Magnússonar.  Fólki er skítsama um kosningafyrirkomulag og stjórnarskrárbreytingar framtíðarinnar. Den tid den sorg. Hvað ætlið þið að gera svo fyrirtækin skrimti í gegnum þetta? Hvernig ætlið þið að vinna á þessari fjármálahelför sem blasir við? Hvernig ætlið þið að tryggja það að fólk haldi þaki yfir höfðum sér og svelti ekki?  Hvað hugsið þið, þegar þið lítið í augun á Íslensku barni nú? "Þetta barn þarf stjórnlagaþing fyrst og fremst."???

Jón Steinar Ragnarsson, 18.3.2009 kl. 18:39

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Eru ekki allir í þessari hreyfingu prýðilega sáttir við lénsskipulagið í sjávarútvegi okkar? Tugþúsundum tonna er hent í sjóinn í "besta fiskveiðkerfi í heimi." Og fiskimennirnir sem leigja sér kvóta koma bara með verðmætasta fiskinn í land, en þurfa samt að borga með sér ef verðið hefur fallið örlítið frá deginum áður.

Kvótagreifarnir sem selja aflaheimildir safna sér digrum sjóðum í skattaparadísum en skuldsetja útgerðirnar að sama skapi. Og nú eiga skattgreiðendur að taka við afskrifuðum skuldum þessara óskabarna sinna.

Árni Gunnarsson, 18.3.2009 kl. 23:34

10 Smámynd: Þór Saari

Sæll Árni.

Hvet þig til að lesa stefnuskrána. Liður 10 í II. kafla segir  "Allar náttúruauðlindir verði í þjóðareigu og óheimilt að framselja þær nema tímabundið og þá aðeins með viðurkenndum gagnsæjum aðferðum þar sem fyllsta jafnræðis og arðs er gætt."

Þar höfum við það.

Og Jón Steinar. Lestu I. hluta stefnuskrárinnar. Það er allt þar.

Þór Saari, 18.3.2009 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband