Framsóknarleiðtogi í málmvinnslu.

Það eru athyglisverð starfsheitin á framsóknarmönnunum í NA-kjördæmi. Tveir efstu eru þingmenn sem leitt hafa þjóðina fram að brún hengiflugs í efnahagsmálum og munu ef fjandinn fær að ráða halda áfram fram af með 20 prósenta fallhlífinni. Í næstu þremur sætum er að því er virðist saklaust fólk sem hefur það eitt til saka unnið að . . . . . . jæja. En hvað er leiðtogi í málmvinnslu? Hugmyndaflugið tekur heldur betur á rás . . . . .  vá hvað slík manneskja gæti ekki gert á þingi innan um alla lögfræðingana og sjallana sem eru steyptir úr sama blýinu. "Fylgið mér, þér blýhólkar . . . .  ég mun gera yður frjálsa". Hugsanleg ríkisstjórn sem samanstendur af þessu einvalaliði, úff, þetta er nú bara alveg geggjað. 
mbl.is Birkir Jón sigurvegari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Manni er alveg fyrirmunað að skilja að fólk sé að klappa fyrir þeim sem sigldu okkur í strand.

Birgitta Jónsdóttir, 15.3.2009 kl. 22:53

2 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

að fólki átti að standa þarna...:)

Birgitta Jónsdóttir, 15.3.2009 kl. 22:53

3 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Höskuldur kom á þing fyrir tveim árum svo hann hefur nú ekki leitt þjóðina fram af hengifluginu.

Birkir hefur ekki verið ráðherra enn sem komið er.

Beindu kröftum þínum frekar að Illuga sem sat í lánanefnd K.B og í sjóð ) í Glitni.

Það hefur enginn af gömlu flokkunum endurnýjað sit lið eins og Framsóknarflokkurinn

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 15.3.2009 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband