Þáttaka í stjórnmálum

Í ljósi þess að það eru til fjölmargir frasar um mikilvægi lýðræðis og skyldu borgaranna til þáttöku vil ég einfaldlega velta því upp hvort það að velja sama hlutinn aftur og aftur án þess að fá neitt nema sömu niðurstöðuna sé sjálfsblekking á jaðri geðveiki. Fjórflokkurinn, hmmmm..... Þið skiljið hvað ég á við, ekki satt.

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ég ræddi við nokkra sjálfstæðismenn um helgina. Þeir áttu það allir sameiginlegt að hafa misst traust á sínum flokki, ætla að skila auðu og finnst ekkert koma í staðinn. En ég hef líka hitt nokkra sem trúa því að flokkurinn sé ofsóttur af kommúnistum og anarkistum og ætla að standa vörð um völd flokksins. Ég hef hins vegar fengið meira en nóg af spillingunni og ætla að berjast með borgarahreyfingunni. Ég get þá sagt við börnin mín og barnabörn að ég hafi loks staðið upp og í það minnsta reynt.

Arinbjörn Kúld, 16.3.2009 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband