Tilmæli um "Tilmæli" Seðlabanka, Fjármálaeftirlits og ríkisstjórnar Íslands

Hugleysi ríkisstjórnarinnar (í þessu tilfelli með Steingrím J. í broddi fylkingar) og embættismanna kerfisins er orðið slíkt að þeir þora ekki lengur að tala íslensku og hafa nú gefið út fyrirmæli sem heita tilmæli. Það tók rúma viku af samkrulli og leynimakki ríkisstjórnarinnar, fjármálafyrirtækja og þeirra embættismanna sem settu Ísland á hausinn árið 2008 (já þeirra í Seðlabankanum, Fjármálaeftirlitinu og Viðskiptaráðuneytinu), að komast að niðurstöðu um hvernig mætti áfram láta almenning halda uppi fjármálafyrirtækjum landsins. Nú skal sjálfur Hæstiréttur hunsaður og dómur hans um ólögmætar gengistryggingar sniðgenginn með slíkum yfirgangi að réttarríkið hefur verið vanað.

Þótt menn þori ekki að nefna það þá er hér í raun um einhvers konar valdarán að ræða, þar sem framkvæmdavaldið undir forystu ríkisstjórnarinnar og með dyggum stuðningi embættismanna fyrrgreindra stofnana (sem nú eftir afglöp fyrri ára þurfa að koma sér í mjúkinn hjá stjórnvöldum), hefur afnumið niðurstöðu máls sem farið hefur lögbundna leið gegnum dómskerfið og alla leið í Hæstarétt. Þetta er niðurstaða mín eftir að hafa setið sameiginlegan fund efnahags- og skattanefndar og viðskiptanefndar í morgun þar sem fulltrúar alræðisins þeir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra, Arnór Sighvatsson aðstoðar-seðlabankastjóri, Gunnar Andersen forstjóri Fjármálaeftirlitsins og Ragnar Hafliðason aðstoðarforstjóri þess mættu á fundinn ásamt herskara lögfræðinga. Á fundinn komu einnig fulltrúi AGS Franek Roswadowski og fulltrúar Hagsmunasamtaka Heimilanna þau Friðrik Ó. Friðriksson, Andrea Ólafsdóttir og Marinó G. Njálsson og Talsmaður neytenda Tryggvi Gíslason. Áður hafði ég setið fundi með þessum mönnum um dómana sjálfa þann 21. júní, með fulltrúum fjármálafyrirtækja þann 23. júní og með sömu embættismönnum og einnig forsætis- og fjármálaráðherra þann 24. júní.

Þrátt fyrir ítrekaðar spurningar þá tókst þessari hersveit embættismannakerfisins ekki að rökstyðja, hvorki lagalega né á efnahagslegum forsendum að hin s.k. "Tilmæli" þeirra um að fjármálafyrirtæki megi rukka ólögmæta vexti væru á einhvern hátt rökrétt, nema þá út frá því að "Tilmælin" væru einhvern vegin holl fyrir fjármálafyrirtækin. Ekki fengust þeir heldur til að nefna nöfn þeirra lögfræðinga sem þeir byggja álit sitt á og er hér með lýst eftir þeim. Í raun stóð ekki steinn yfir steini í málflutningi þeirra og var átakanlegt að sjá þessa annars ágætu menn, sem ég þekki suma af ágætis samstarfi, vera komna í þessa vonlausu stöðu en samt verja hið óverjanlega. Það stjórnkerfi er alvarlega sjúkt sem getur sett svona ferli af stað og þeir sem stjórna, í þessu tilfelli SJS og JS ásamt AGS geta ekki annað en verið annað tveggja, tiltölulega skeytingarlaus um almannahag að eðlisfari eða þá algerlega hornmáluð vegna eigin valdaþrár sem er svo nærð af ægivaldi samherjans AGS. (Sjá einnig grein Írisar Erlingsdóttur á Huffington Post "Is Iceland a Totalitarian State").

Það að tvær mikilvægustu stofnanir efnahagslífsins skuli gefa út "Tilmæli" sem eiga að skikka skuldugt fólk til að halda áfram að borga af lánum sem dæmd hafa verið ólögleg, til fyrirtækja sem munu að öllum líkindum fara á hausinn svo fólkið fær aldrei peningana til baka, er með slíkum ólíkindum að engu tali tekur. Hvernig voga þeir sér að gefa fjármálafyrirtækjum slíkt skotleyfi á almenning. Slík framkoma viðgengst erlendis en aðeins hjá mafíum og öðrum slíkum glæpaklíkum, og svo nú hjá íslenskum stjórnvöldum.

Það er greinilegt að fjármálakerfið er í raun á síðasta snúning og við blasir sennilega annað bankahrun, þar sem algert aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar við að reyna að finna skynsamlega lausn ræður ríkjum. Hér mun hægja á og óvissa og stopp ráða ríkjum næstu mánuði, alveg eins og frá október 2008 til 20. janúar 2009 þegar almenningur hóf mótmæli við Alþingishúsið og hætti ekki fyrr en ríkisstjórnin var farin frá sex dögum síðar. Íslenskt efnahagslíf og íslenskur almenningur þolir ekki annað slíkt tímabil.

Fjármálakerfið er of stórt, um nær 40% m.v. umsvifin í hagkerfinu, og of laskað til að bera sig lengur á sömu forsendum og virðist mér og fleirum, að yfirlýsingar ráðherra um ríkistryggðar innstæður í bönkum séu einnig í raun marklausar. Ríkissjóður (þ.e. fjármálaráðherra) á einfaldlega ekki lengur til þá fjármuni sem þarf til að tryggja innstæður í bönkum og getur ekki fengið þá lánaða neins staðar annars staðar heldur. Það er einboðið að fá það upp á yfirborðið frá sjálfum fjármálaráðherra hvernig hann ætlar sér að standa við það að tryggja allar innstæður með nánast gjaldþrota og rúinn trausti ríkissjóð.

Það er verið að eyðileggja íslenskt samfélag samkvæmt fyrirmælum frá AGS og með dyggum stuðningi ríkisstjórnarinnar og embættismannakerfisins. Þetta er ekkert nýtt og hefur gerst víða um heim þar sem AGS hefur komið inn og mætt vanhæfu og siðferðilega gjaldþrota embættismannakerfi og stjórnkerfi. Þó oft hafi ég sjálfur gagnrýnt íslenska stjórnsýslu sem og stjórnkerfið í heild hef ég ekki fyrr en nú gert mér almennilega grein fyrir algeru máttleysi þess. Máttleysi sem stafar af þeirri úrkynjun sem spillt fjórflokkakerfi til margra áratuga hefur leitt yfir þjóðina (sem á þó einnig sína sök því hún gat víst kosið annað). Þjóðarskútan er að sökkva og það eina sem embættismenn og ráðherrar bjóða upp á eru teskeiðar til að ausa með og heimta svo að hljómsveitin spili áfram.

Verið er að slátra velfeðrarkerfinu, heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu og samgöngukerfinu vegna kröfu AGS um niðurskurð í ríkisfjármálum. Auðlindirnar verða svo seldar upp í skuldirnar eins og segir í samstarfsyfirlýsingu AGS og ríkisstjórnarinnar sem er undirskrifuð af Steingrími J. ". . .  moving of energy resources in to tradeable sectors. . . " Allt tal VG um auðlindir í þjóðareigu er því marklaust, algerlega marklaust og stefna VG og Samfylkingar er að orku auðlindirnar skuli færðar í einkaeigu. Vatnið er svo næst, eða hvers vegna halda menn að það taki svona lnagan tíma að semja frumvarp um ný vatnalög í iðnaðarráðuneytinu. Það er einfaldlega vegna þess að verið er að takast á um eignarhaldið og að kröfu AGS verður vatnið einkvætt.

Í tilefni þess að "Tilmæli" eru orðin vinsæl og m.t.t. ofantalinna atriða sem og m.v. þær upplýsingar sem ég hef frá störfum mínum sem þingmaður og sem hagfræðingur þá mæli ég sjálfur til um eftirfarandi:

Tilmæli mín til skuldara allra gengistryggðra lána eru að borga ekki krónu meir af þeim en segir í upprunalegri greiðsluáætlun og að snúa sér til Hagsmunasamtaka heimilanna um nánari útfærslu á því. Ef um miklar ofgreiðslur er að ræða þá að hætta alveg að borga þar til ofgreiðslurnar hafa verið nákvæmlega reiknaðar út og endurgreiddar með vöxtum samkvæmt 18. gr. vaxtalaga eða höfuðstóll lækkaður á sömu forsendum. 

Tilmæli mín til alls almennings eru að krefjast breytinga á ríkistjórninni þar sem skipstjóri og stýrimenn þjóðarskútunnar eru komin á aldur, þrotin kröftum og hugrekki og algerlega úrræðalaus.

Hvað varðar innstæður í bönkum þá eru komnar upp miklar efasemdir um getu ríkisins til að standa undir loforðum SJS um að þær séu tryggðar.

Tilmæli mín varðandi sparifé fólks eru því að menn hafi vara á sér og reyni að finna fjármálastofnun sem stendur utan við þá firringu sem enn er í gangi í mestum hluta fjármálakerfisins. Hér er ekki um auðugan garð að gresja en þó má benda á að Hreyfingin skiptir við Sparisjóð Strandamanna og einnig hefur Sparisjóður Þingeyinga staðið utan við vitleysuna.

Tilmæli mín til ríkisstjórnarinnar og Alþingismanna eru að leitað verði allra leiða til að ráða fram úr þessum vanda með hagsmuni almennings að leiðarljósi og skoðaðar verði t.d. þær hugmyndir sem ég setti fram í síðustu bloggfærslu minni þann 28. júní síðastliðinn.

Þrátt fyrir allt sem á undan er gengið er Hrunið enn ekki yfirstaðið. Stjórnmálin eru að molna í sundur, fjármálakerfið mun kikna, vegið er alvarlega að Hæstarétti og þar með réttarríkinu og síðast kemur væntanlega akademían þar sem skjóli fílabeinsturnsins verður svipt brott og allir gervi-fræðimennirnir og gervi-háskólarnir fá pokann sinn.

Tilmæli mín vegna alls þess sem framundan er, eru að menn haldi ró sinni og athygli og gefist aldrei upp á því að berjast fyrir réttlátri og sanngjarnri niðurstöðu mála. Það eru enn tvö erfið ár framundan þar sem endurreisn efnahagslífsins er ekki nema einn hluti af stóru endurreisninni. Til að sú endurreisn megi verða þarf samtakamátt og fjölda. Annars tekst hún ekki.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr.  Mikið er ég sammála þér í þessarri færslu. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.7.2010 kl. 02:23

2 identicon

,,Tilmæli mín varðandi sparifé fólks eru því að menn hafi vara á sér og reyni að finna fjármálastofnun sem stendur utan við þá firringu sem enn er í gangi í mestum hluta fjármálakerfisins. Hér er ekki um auðugan garð að gresja en þó má benda á að Hreyfingin skiptir við Sparisjóð Strandamanna og einnig hefur Sparisjóður Þingeyinga staðið utan við vitleysuna."

Er þetta rétt hjá þér ?

Eru ekki allir sparisjóðir landsins í sömu klípu og aðrar fjármaálstofnanir ?

Það er yfirvaldið, alþingi íslendinga ?

JR (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 02:28

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þú segir nokkuð Þór. Bylting og alger endurskipulagning samfélagsins er óhjákvæmileg virðist vera. Hef verið sannfærður um það lengi. Só bí it!

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 6.7.2010 kl. 02:51

4 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Mjög góð færsla Þór.

Gunnar Skúli Ármannsson, 6.7.2010 kl. 03:28

5 Smámynd: Dingli

Þór, hefur núverandi ríkisstjórn ekki barist fyrir því að vatnið verði í eigu þjóðarinnar? Kom ekki Sjálfstæðisflokkurinn í veg fyrir að hægt væri að ljúka þingstörfum þar til málinu var frestað? Töluðu ekki þingmenn xD ekki nær stanslaust sólahringum saman til að stöðva auðlindafrumvarpið í tíð minnihlutastjórnarinnar, þar sem alleiðinlegasti apaköttur alþingis, Birgir Ármannsson kom nær hundraðsinnum upp til að ræða fundarstjórn forseta, störf þingsins og hvaðeina annað sem hann gat búið til?

Þessi vesalings stjórn sem nú situr á nóg, þó landráðum Sjallanna sé ekki klínt á hana líka.

Dingli, 6.7.2010 kl. 05:55

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

                              

                                 Heyr heyr lifi byltingin!

Sigurður Haraldsson, 6.7.2010 kl. 08:29

7 identicon

Spennandi!  Ég er búinn ad kaupa poppkorn!  Gaman, gaman!!

Jahá! (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 08:41

8 Smámynd: Margrét Tryggvadóttir

Dingli, þetta er að hluta til rétt hjá þér en ekki alveg. Iðnaðarráðherra klúðraði alveg að koma fram með nýtt frumvarp sem á að koma í staðinn fyrir vatnalögin frá 2006 þrátt fyrir að svokölluð vatnalaganefnd 2 hafi skilað af sér frumvarpsdrögum 1. desember s.l. Ráðherrann hefur því haft nægan tíma til að leggja frumvarpið fram og/eða gera breytingar á því ef hún er ekki sátt við það. Að mínu mati er það ófyrirgefanlegt að halda ekki betur á spöðunum þegar um er að ræða grunnréttindi eins og vatnið og á svona tímum. Við höfum ekki hugmynd um hverjir verða við stjórnvölinn þegar þriðja frestunin á vatnalögunum rennur út.

Margrét Tryggvadóttir, 6.7.2010 kl. 09:01

9 identicon

Hárrétt. Búðin mín sem fór á hausinn hér um árið af því ég rak hana svo fjandi illa - nú er ég búin að reikna út hvað ég hefði þurft að leggja á söluvarninginn til að fara ekki á hliðina og hef þegar beðið Gylfa, FME og Seðlabankann um að skikka alla sem áttu viðskipti við mig um að gjöra svo vel að senda mér greíðslu fyrir mismuninum hið snarasta. Or else...

ísa skvísa (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 09:40

10 identicon

flottur pistill og sannarlega réttur og rökfærður vel :-)

Gretar Eir (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 09:45

11 Smámynd: Fríða Eyland

Það er verið að eyðileggja íslenskt samfélag samkvæmt fyrirmælum frá AGS og með dyggum stuðningi ríkisstjórnarinnar og embættismannakerfisins. Þetta er ekkert nýtt og hefur gerst víða um heim þar sem AGS hefur komið inn og mætt vanhæfu og siðferðilega gjaldþrota embættismannakerfi og stjórnkerfi.

Fríða Eyland, 6.7.2010 kl. 10:15

12 Smámynd: Fríða Eyland

Takk fyrir að koma með sannleikann

Fríða Eyland, 6.7.2010 kl. 10:15

13 identicon

Takk fyrir góða grein.

Sigurður (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 10:28

14 Smámynd: Edda Karlsdóttir

Vá! Það setur að mér hroll þegar ég les þetta hjá þér. Til þess að allt fari ekki í lúkurnar á AGS og öðrum ræningjum þá legg ég til að það verði reynt að koma þessari algjörlega vanhæfu ríkisstjórn frá hið snarasta. Það eina sem hún hefur komið til leiðar er að dýpka kreppuna og koma fólki í meiri vandræði en þurft hefði. Við þurfum að losna við AGS og ríkisstjórn STRAX!

Edda Karlsdóttir, 6.7.2010 kl. 10:33

15 Smámynd: Dingli

Margrét, auðvitað er það rétt sem þú segir, og ég vissi þetta raunar. Mér blöskraði bara gjörsamlega að hlusta á "Sjálfstæðismenn"?  gera það sem þeir gátu til að stöðva framgang máls sem tryggja á yfirráð þjóðarinnar á auðlind sem getur orðið dýrmætust allra auðlinda, hreint drykkjarvatn.

Hvers vegna iðnarráðherrunni hélst svona illa á, vekur mér svo aftur illar grunsemdir. 

ísa skvísa, indislegur samanburður hjá þér. Fáðu þér strax dráttarbíl og tíndu upp gjaldeyrislánalausu-drossíurnar sem nískupúkarnir notuðu til að versla við Baug og  koma þér á hausinn. Þú hefur nú þegar fært sterk rök fyrir því að þú eigir þessar dósir og 8 millur að auki hjá öllum sem óku framhjá. 

Dingli, 6.7.2010 kl. 10:56

16 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sammála kjarnyrtri samantekt.  Þú kannt svo sannarlega að tala íslensku Þór, öðrum stjórnmálamönnum betur. 

Ein athugasemd, þú skrifar; "Slík framkoma viðgengst erlendis en aðeins hjá mafíum og öðrum slíkum glæpaklíkum, og svo nú hjá íslenskum stjórnvöldum."samkvæmt mínum heimildum eiga Mafían og Hells Angels það sameiginlegt að ef þau kúga þig til að þiggja þeirra vernd, geturðu verið nokkuð öruggur með að þau koma ekki í bakið á þér, slíku heiðursmannasamkomulagi er ekki fyrir að fara hjá íslenskum stjórnvöldum.

Magnús Sigurðsson, 6.7.2010 kl. 11:09

17 identicon

Hvað haldið þið, myndi þessi vanstjórn viðgangast innan ESB?

Bjarni (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 11:25

18 identicon

Takk fyrir góðan pistil.

Það er kominn tími til að við gerum eitthvað sjálf og hættum að vera undirlægjur

og kokgleypa allt sem að okkur er rétt.

Hvar annarstaðar á vesturlöndum væri Hæsti réttur hundsaður.

Höfum við yfir höfuð einhver mannréttindi?

Ég vil benda á, að Hæstiréttur á að vera endanlegur.

Hæstiréttur er lokaniðurstaðan og það á ekki að samþykkja tilmælin em Seðlabankann og fjár-

málaeftirlitiðgaf út. Það þarf ekki að segja okkur að stjórnin hafi ekki verið með 

puttana í þessum "tilmælum"

þá er verr komið fyrir okkur en nokkru sinni fyrr.

Eitt enn, ef svona heldur áfam verða alli farnir úr landi sem geta.Og flóttinn er hafinn!!!!

Það er bara að kaupa sér miða aðra leið og skilja allt draslið eftir,enda ekkert sem heldur í duglegt fólk.

(Skuldirnar verða einnig skildar eftit)

stína (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 11:29

19 identicon

Sæll,

Eru menn ekki að gleyma sér í populismanum?  Fólk tók gengistryggð lán þótt flestir vissu um áhættuna sem því fylgdi vegna þess að vextirnir voru lægri.  Það er hins vegar ósanngjarnt samningsaðilinn, lánveitendurnir (bankarnir) virðast hafa tekið stöðu gegn krónunni og veikt hana þannig að lánin urðu áhagstæðari. Það var ósanngjarnt.  Það leiðréttist með dómi Hæstaréttar.

Nú æpa margir að ekki eigi að greiða nema samningsvextina sem algengt var að væri 2-3%. Þá enda þeir sem tóku slík lán í þeirri stöðu að borga vexti lægri heldur en verðbólga og lánin rýrna.  Það er ósanngjarnt.  Ekki bara gagnavart gagnaðilanum heldur gagnvart öllu kerfinu án þess að ég fari út í að sýna fram á þörfina á innspýtingu á skattfé inn í lánastofnanir til að halda þeim starfhæfum með tilliti til eiginfjárhlutfalls.  Það dugir ekki bara að segja þetta fellur á erlenda kröfuhafa og þess vegna er allt í lagi að þetta sé ósanngjarnt.  Hlutirnir eru annað hvort sanngjarnir eða ósanngjarnir og tvenns lags ósanngirni býr ekki til sanngirni.

Þá komum við að vandamálinu sem þú ræðir um.  Hver er til þess bær að skera úr um hvernig fara eigi með uppgjörið.  Lögformlega er það ekki Seðlabankinn, kannski FME en án vafa eru dómstólar til þess bærir.  Þess vegna ber yfirvöldum að búa þannig um hnútana að hægt sé að flýta þeirri meðferð en afskipti annara stofnanna s.s. Alþingis, ráðuneyta eða annara stofnanna má þó ekki vera með þeim hætti að það kunni að hafa nokkur áhrif á dómstólana.  Þangað til niðurstaða dómstólana liggur fyrir getur þú Þór minn og aðrir popúlistar baðað ykkur í sviðsljósinu og kallað aðra stjórnmálamenn og embættismenn ljótum nöfnum.  Ekki gleyma því þó að niðurstaðan verður að vera sanngjörn.

Það er að mínu mati er jafn ábyrgðarlaust að vekja hjá fólki vonir sem ekki ganga eftir eins og að reyna finna sanngirnislausn á veikum lagalegum grunni.  Ég þori hins vegar að leggja fellhýsið mitt (sem er með erlendu láni) undir á þá niðurstöðu að dómstólar lögjafni út frá 18. gr. vaxtalaga (sem á við um endurkröfurnar), noti eðli máls eða vísi í samningalögin um forsendubrest og komi til að láta samningsvexti Seðlabanka gilda eða almenna verðtryggingu (í stað hinnar ógildu) verðtryggingar.   Leggur einhver undir á móti?  Ég treysti mér til að rökstyðja það í löngu og leiðinlegu máli.  Þangað til dómstólar rata á réttu leiðina finnst mér að menn eigi að hafa sig hæga.

Eyjólfur (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 13:05

20 identicon

Fyrst ber að þakka frábær skrif þingmanns.

Það að AGS ætli að einkavæða vatnið er ekkert nýtt.

Þei gerðu það sama í Argentínu og þar var það Bectel sem keypti upp monoply-ið

Upphæðin sem þeir ætla svo að "lána" okkur er nákvæmlega upphæðin sem erlendir aðilar eiga inni í íslensku kerfisvillunni og munu allir taka úr á 45 mínútum er gjaldeyrishöftum verður aflétt.

Eyjólfur (19).

Þú veður enn um í muninum á lögum og réttlæti.

Bankarnir gerðu sér grein fyrir því sem þeir ætluðu að gera og reyndu að fá Dabba til að setja inn fyrir sig lögleysu í lögin um erlend lán.

Þegar svo kemst upp um þá er einvörðungu hægt að láta gilda lagabundinn samning sem eftir stendur í bílasamningunum. Ósanngjarnt er það ekki vegna neytendalaga sem setja og styðja réttinn á þessum lágu vöxtum sem eftir standa.

Bankarnir eru eftir sem áður að reyna (nú með stuðningi stjórnarinnar) að halda í sama "cashflow" þó að útreikningarnir séu lög-leysa hin mesta.

Vertryggingin er ennþá lögleg... þó að hún sé að vissulega siðlaus.

Mundu svo að Jóhanna sat á þingi og í flokki við völd þegar verðtryggingunni var komið á fyrir rúmum 30 árum....

Það allra versta við það að henda AGS út er það að þá verðum við að nota okkar egin peninga og eini staðurinn sem þeir í raun finnast (í öðru en mínus á pappírssnepli) er í lífeyrissjóðunum..... þeir verða s.s. þjóðnýttir.

Það er því miður rétt (eins og fram kemur hér að ofan (18)) að eina leiðin fyrir almenning út úr ruglinu er að flytja úr landi og reyna við sama tækifæri að koma því litla sem þeir eiga undan með sér.

Þeir sem að halda að allt leysist með undirsskrift í ESB eru líka að vaða í villu og svima...

Lítið sem ekkert í lána og bankaumhverfinu breytirs þar sem erlendir bankar eru ekki hér og vilja ekkert með okkur hafa, ergo, við fáum ekki lánað hjá þeim...

Skatta og hafta-stefna er líka einkamál hvers ríkis svo að ekkert er bókað í þeim málum að vöruverð lækki....

Sannleikurinn er sár... svöðusár.

Lifið heil!

Óskar.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 14:25

21 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Hafðu þökk fyrir þína baráttu Þór.

Guðmundur St Ragnarsson, 6.7.2010 kl. 17:05

22 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Burt með spillinguna.  Burt með vanhæfa ríkisstjórn.  Burt með fjórflokkinn eins og hann leggur sig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.7.2010 kl. 17:23

23 Smámynd: Dingli

Eyjólfur, er það ósanngjarnt að þeir sem komu fram við viðskiptavinina sem bráð, megi undir míga? Í skjóli ríkisstjórna Sjallana fengu þjófagengin að stela öllu sem þau vildu af fórnarlömbunum með fölsuðum reikningum og kostnaði. Fréttir af framkomu kaupleigufyrirtækjana við þá sem lentu í vanskilum er landsfræg og líktist helst því að taka þrjóta af lífi öðrum til viðvörunar.

Það eina sem er ósanngjarnt er að stjórnendur glæpafélaganna gang lausir. 

Dingli, 6.7.2010 kl. 18:29

24 identicon

Burt burt burt?........thad sem landsmenn eru nú ad skoda eru afleidingar theirra EIGIN heimsku.  Hvad var fólk ad hugsa thegar thad kaus Sjálfstaedisflokk og Framsóknarflokk í kosningum eftir kosningum THRÁTT FYRIR ad thessir flokkar unnu augljóslega og fyrir opnum tjöldum GEGN HAGSMUNUM ALMENNINGS.

1. KVÓTAKERFID = GEGN HAGSMUNUM ALMENNINGS, FYRIR SÉRHAGSMUNI

2. EINKAVINAVAEDING RÍKISBANKA = GEGN HAGSMUNUM ALMENNINGS, FYRIR SÉRHAGSMUNI

3. SALA TIL EINKAADILJA Á NÁTTÚRUAUDLINDUM = GEGN HAGSMUNUM ALMENNINGS, FYRIR SÉRHAGSMUNI

Thessi stada er landsmönnum sjálfum ad kenna......SÉRSTAKLEGA THEIM SEM KUSU D & B.

Nú er svo komid ad kreppan er farin ad síast inn og samfélagid ad verda óthyrmilega vart vid ömurlegt ástand og hringlandahátt stjórnvalda og eru líkurnar 100% á ad ástandid versni og algert hrun á fasteignamarkadinum er nú yfirvofandi.  

Thad verdur ad tala um hlutina eins og their eru.  Thad verdur ad thora.  Allir stjórnmálamenn vilja halda í svindlkerfid.  Hvad hefur fólkid annars gert í sambandi vid kvótakerfid sem hefur frá thví var komid á grafid undan sidferdi og efnahag thjódarinnar?  

EKKERT!  

Athugasemd (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 19:27

25 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Þór - það er lofsvert að til eru þingmenn sem þora að segja sannleikann. Slíkt hefur ekki sést lengi enda er Hreyfingin andvari nýrra tíma.

Auðvitað getur fólk hrópað um áhættu líkt og ágætur Eyjólfur gerir hér að ofan. Sá hinn sami virðist gleyma því að gerð hefur verið könnun um fjármálalæsi Íslendinga og kom hún afgerandi illa út. Íslendingar hafa ekki mikið vit á þessum hlutum almennt en hvar hinsvegar ráðlagt að taka þessi lán á sínum tíma. Það er svo hvers og eins að hrópa til um hvað er sanngjarnt og hvað ekki. Er sanngjarnt að blekkja fólk?

Ef fólk hættir nú að hugsa bara um sitt eigið pungsveitta veski og hugar að almannahag þá virkilega má sjá von um betri tíma.

Stærstur hluti stjórnmálamanna (sem hafa það að ævistafi að vera stjórnmálamenn) hugsa um sig og sinn eigin hag. Þeir hringa sig utan um flokk sem veitir þeim aðhald og vernd - ef þeir haga sér sem skyldi. Almenningur er oft ekkert ólíkur. Horfir á sitt og sína og lokar augunum fast til að sjá ekki það sem gerist í kringum þá.

Sem betur fer er komin önnur tíð. Það eru komnir stjórnmálamenn sem segja frá hlutum eins og þeir eru. Það er risin upp hópur fólks sem hrópar á réttlæti.

Báðir þessir hópar þurfa að stækka til muna!

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 6.7.2010 kl. 20:36

26 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er skammarlegt að glæpamennirnir í fjármálastofnunum landsins skuli sitja enn að störfum sínum. Við erum að tala um einstaklinga sem hafa ekki bara ólögmæta samningsgerð á samviskunni, heldur hafa brot þeirra leitt af sér fjárhagslegt afhroð og upplausn þúsunda fjölskyldna ásamt því að kosta a.m.k. nokkur mannslíf. Nýjasta útspil eða öllu heldur biðleikur þeirra stofnana sem eiga að hafa eftirlit með sakborningunum, felst öðru fremur í því að slá skjaldborg um glæpahreiðrin.

Við búum því miður í bananalýðveldi. Kannski nýtt hugtak væri meira viðeigandi: álbræðslunýlenda.

Íslensk stjórnvöld boða úr vasa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þá kornflexpakkahagfræði að ólöglegar skuldir eins verði einhvernveginn skuldir annara, eins og fyrir töfra, og reyna þannig að etja lánþegum ólíkra lánsforma saman til að stýra spunanum. Fjármálastöðugleika sé ógnað ef eingöngu verði farið eftir löglegum samningsskilmálum, en hvað með samfélagslegan stöðugleika? Makróhagfræðingar og þeirra líkar hljóta að búa í draumaheimi ef þeir átta sig ekki á því að samfélagsstyrkur er nauðsynleg forsenda fjármálastöðugleika, án samfélagsins væri ekkert fjármálakerfi og engin hagfræði.

Skítt með stöðugleikastöðnun AGS-helferðarinnar. Framferði fjármálafyrirtækja og sjálfskipaðra gæslumanna þeirra er beinlínis orðið ógn við þjóðaröryggi.

Rís upp íslenska þjóð og gríp til varna!

Guðmundur Ásgeirsson, 6.7.2010 kl. 21:06

27 identicon

"Rís upp íslenska þjóð og gríp til varna!"

Ókeij....hvad viltu ad thjódin geri nákvaemlega í varnarskyni? 

Gudmundur, ég hef svolítid verid ad fylgjast med Mbl-bloggi thínu.  Ágaett blogg.  Hefur thú lesid bókina: How I Found Freedom in an Unfree World ?

Ef ekki thá er haegt ad lesa hana ókeypis online: http://www.richardstephenson.net/richard/freedom_in_an_unfree_world.pdf

Thessi YOUTUBE kappi er á sömu bylgjulengd og thú....a.m.k. hvad vardar hvernig bankar starfa: http://www.youtube.com/user/lorax2013

Athugasemd (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 21:38

28 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Takk fyrir jákvæð ummæli "Athugasemd". Það myndi samt gleðja mig enn meira ef þú kæmir fram undir réttu nafni þínu.

Ég get ekki svarað því nákvæmlega hver er besta lausnin, en ég tek virkan þátt í leitinni að slíkum lausnum, ásamt öðru fólki sem hefur svipaðan áhuga. Ef þú ert að fiska eftir ákalli um byltingu, þá vona ég að bara að enginn meiðist og að skemmdirnar verði litlar, annars hef ég lítið um það að segja ég er sjálfur oftast rólegur. Oftast. ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 6.7.2010 kl. 21:46

29 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Þú óskráði maður (ég á alltaf bágt með að svara þeim sem ekki þora að láta nafn síns getið) það er fólk að rísa upp. Mæta á mótmæli. Skrifa greinar. Láta í sér heyra. Og eru ekki að fela sig á bak við nafnleysi. Komdu fram undir nafni og lát í þér heyra vinur (eða vina). Allir geta falið sig og sett linka hér á síðurnar - en það er ekki til upphefðar þótt síður sé.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 6.7.2010 kl. 21:48

30 identicon

Heimspekilegar vangaveltur um nöfn:

http://www.dr.dk/Tema/skandalekunst/Topfire/hornsleth.htm

Dokumentarfilmen 'Hornsleth Projekt' om Kristian von Hornsleths rejse til Uganda   (1:34:25) 

Athugasemd (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 22:12

31 identicon

Takk fyrir þetta Þór, súper grein og í tíma töluð.

Guðmundur F Jónsson (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 22:32

32 identicon

Þetta er partur af vitleysunni!

 Jóhönnu Sigurðardóttur, Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra, Gylfa Magnússysi efnahags og

viðskiptaráðherra og Má Guðmundssyni seðlabankastjóra. Þetta er stuttur úrdráttur úr skjalinu en það

er hægt að nálgast á www.island.is

Letter of Intent

Reykjavik, April 7, 2010

Mr. Dominique Strauss-Kahn

Managing Director

International Monetary Fund

Washington D.C., 20431

U.S.A.

Dear Mr. Strauss-Kahn:

Bls. 1

4. “We believe that the policies set forth in this and previous letters are adequate to achieve

the objectives of our program. We stand ready to take any further measures that may become

appropriate for this purpose. We will consult with the Fund on the adoption of any such measures

and in advance of revisions to the policies contained in this letter, in accordance with the Fund’s

policies on such consultation. “

4. “Við trúum að áætlun okkar sem sett er fram í þessu bréfi (viljayfirlýsingu) og fyrri bréfum

(viljayfirlýsingum) séu nægjanlegar til þess að ná fram takmarki okkar í (AGS) ferlinu. Við erum

reiðubúin til þess að gera allt sem þarf til þess að koma áætlunum okkar áfram. Við komum til

með að ráðfæra okkur við sjóðinn (AGS) áður en til slíks kemur og áður en einhverjar breytingar

eiga sér stað á áætlunum sem nefndar eru í þessu bréfi(viljayfirlýsingu) í fullri samvinnu við

stefnu sjóðsins(AGS) og verklagsreglur.

Bls. 6

15.”……By end-June 2010 the non bank financial institutions and HFF will present business

plans to the FME….. We remain committed to no absorption of losses and no public assets

will be used to rehabilitate the non bank financial institutions.

15.“……Fyrir lok júní 2010 skila fjármálastofnanir(ekki bankar) og Íbúðarlánasjóður viðskipta

áætlunum til Fjármálaeftirlitsins….. Við erum staðráðin í því að ekkert verður gefið eftir og

engum eigum ríkisins verður fórnað til þess að hjálpa fjármálastofnunum (ekki bönkum).

Bls. 8

18. “The government will also take steps to facilitate restructuring without absorbing any private

sector losses….. We emphasize that with this refined framework in place, there will be no further

extensions of the moratorium on foreclosures, and we will allow it to expire on schedule at end-

October 2010. “

18.”Ríkisstjórnin ætlar einnig að bjóða uppá ýmis (skulda)úrræði, þó án þess að taka á sig tap

einkageirans…..Við leggjum áherslu á að með þessari velgerðu rammaáætlun, þá verða engar

frekari eftirgjafir þegar banni við nauðungarsölum verður aflétt og banninu verður ekki framlengt

þegar það rennur út í lok okróber 2010”

 

Guðmundur F Jónsson (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 22:35

33 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Öflug færsla!

Sigurður Þórðarson, 7.7.2010 kl. 00:21

34 identicon

Þór og Lilja þora að tjá sig út fyrir boxið . Þór mig langar að koma með eina spurningu af hverju eru lýfeyrissjóðirnir ekki lagðir niður í núverandi mynd og bankarnir líka á sama tíma Til hvers þurfum við banka og lífeyrissjóði þegar við höfum seðlabanka sem getur haldið utan um peningastreymi allra þegna landsins. Af hverju er ég að borga 10 % af mínum launum í einhvern lífeyrissj sem bæði launþegi og eigandi einkafirmans  ( ath ekki ehf ) + tryggingargjald = 50 % skattheimta . Eins og staðan er í dag hirða bankarnir þann litla hagnað sem verður til í peningaflæðinu og allur minn þvingaði sparnaður fer beint á bál lífeyrissjóðanna .helst vildi ég geta stofnað einkareykninga hjá seðlabanka fyrir hvoru tveggja.

solo (IP-tala skráð) 7.7.2010 kl. 01:41

35 Smámynd: Inga Sæland Ástvaldsdóttir

Ég gæti ekki verið meira sammála þér Þór. Takk fyrir þessa góðu og hreinskilnu færslu, hún sýnir að til eru menn þó á þingi sé sem þora að koma fram og sýna heiðarleika í starfi sínu. Það er því miður ekki mikið að slíku fólki að finna á okkar ágæta Alþingi. Ég er með spurningu sem ég yrði afar glöð með ef þú gætir svarað.

Hvað eiga bankarnir mikið af peningum í dag?

Inga Sæland Ástvaldsdóttir, 7.7.2010 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband