Stjórnskipunarlög

Siv Friðleifsdóttir mælti fyrir frumvarpi 25. febrúar um breytingu á stjórnskipunarlögum þar sem gert er ráð fyrir að þingmenn sem verða ráðherrar þurfi að segja af sér þingsæti á meðan þeir gegna ráðherradómi.  Hér er um mjög brýnt mál að ræða vegna óheyrilegs "ráðherraræðis" á kostnað þingræðisins, að því marki að þingræðið er ekki nema að nafninu til. Ég sé fyrri mér þann dag að ráðherrum sé boðið til þinghússins af forseta þingsins að flytja mál eða boðaðir af þinginu til að svara fyrirspurnum. Alþingi mun þá standa undir nafni sem sjálfstætt löggjafarvald en ekki sem stimpilpúði fyrir framkvæmdavaldið eins og það er allt og oft, og nánast alltaf.

Hvað um það, frumvarpið er hér og umræðan um það er hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt V. Warén

Ég er mjög sammála þessu frumvarpi og oft hefur þessari hugmynd verið skotið á loft af Siv.  Það er hins vegar athyglivert, að ég minnist þess ekki að hún hafi fjallað um þetta á þingi, þau skipti sem hún hefur sjálf verið í ríkisstjórn.  Hefði þá, að mínu mati, átt að vera henni léttara að koms þessu í gegn um þingið. 

Fróðlegt væri að vita hvers vegna þetta er henni meira hjartans mál þegar hún sjálf er utan ráðuneytis. 

Benedikt V. Warén, 3.3.2010 kl. 04:09

2 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Þór.

Þetta er gott og nauðsynlegt skerf að minnka vald framkvæmdavaldsins og auka vald þingsins með því að ráðherrar eigi ekki sæti á Alþingi.

Eins og þú lýsir að samskipti þings og ráðherra eigi að vera, það þarf ekki að breyta stjórnarskránni til þess að svo megi vera.

Stjórnarskráin gerir í raun ráð fyrir að ráðherrar sitji ekki á þingi.

Stjórnarskráin gerir í raun ráð fyrir að ráherrar séu ekki þingmenn.

Með því að ráðherrar hverfi úr þingsal og að ráðherrar séu ekki kosnir á þing áður en þeir verða ráðherrar þá hefur náðst að skilja að löggjafarvaldið og framkvæmdavaldið.

Með því mundi vald þingsins aukast mjög mikið.

Það eina sem þá væri eftir er að taka skipun dómara úr höndum framkvæmdavaldsins.

Þá værum við komin með verulegar réttarbætur og búin að vinda ofanaf þeirri miklu samþjöppun valds sem átt hefur sér síðustu háfla öld að koma öllum völdum í hendur formanna þeirra flokka sem sitja í ríkisstjórn á hverjum tíma.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 3.3.2010 kl. 09:58

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Fínt mál.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 3.3.2010 kl. 15:57

4 Smámynd: Björn Birgisson

Þessi breyting mun ekki kosta þjóðina minna en 120 milljónir. Höfum við efni á því?

Björn Birgisson, 3.3.2010 kl. 19:16

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hvernig fæst sú upphæð?

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 3.3.2010 kl. 19:56

6 Smámynd: Björn Birgisson

Tólf sinnum 10 milljónir. Ef ráðherrar eru tólf, þarf 12 nýja þingmenn, sem hver um sig kostar kannski 10 milljónir á ári. Ráðherrarnir halda auðvitað öllu sínu. Ef Ragna og Gylfi halda áfram lækkar upphæðin í 10 X 10 milljónir.

Björn Birgisson, 3.3.2010 kl. 21:01

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Spurning hvort e-h markvert vinnst á móti.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.3.2010 kl. 14:36

8 Smámynd: Björn Birgisson

Annað. Við þetta eykst fallþungi stjórnarliða verulega á þingi. 10-12 nýjir þingmenn, auk þess sem ráðherrarnir hafa þar að sjálfsögðu sitt málfrelsi. Þá vill minnihlutinn eitthvað á móti. Hann mun heimta meiri peninga í sérfræðiaðstoð og fleira skylt.

Björn Birgisson, 4.3.2010 kl. 15:04

9 Smámynd: Þór Saari

Varðandi það sem Björn er að segja þá kostar þetta aukalega en hér er um mikilvægar umbætur að ræða sem gera þingræðið virkt, það skiptir máli.  Einræði og/eða fáræði kostar minna, en bara þar til afglöpin koma í ljós.  Það er hins vegar ekki gert ráð fyrir að ráðherrarnir starfi áfram sem þingmenn. Þeir myndu væntanlega mæla fyrir málum ráðuneyta sinna og svara fyrirspurnum en annars vera nokkurs konar gestir þingsins.

Þór Saari, 4.3.2010 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband