25.1.2010 | 19:36
Meira um Samfylkingu, Icesave og blekkingar.
Fyrri færsla mín um þessi mál hefur vakið mikla athygli og farið víða. Helsta gagnrýnin hefur snúið að því að ég svari ekki upplýsingum Vilhjálms málefnalega og að ég sé með dylgjur í hans garð og annarra. Ég mun því reyna að gera grein fyrir þessu tvennu.
Hvað varðar merkingarleysi upplýsinga Vilhjálms þá skiptir hlutfall Iceasve skuldbindinganna afskaplega litlu (í raun engu) máli þar sem það eru heildarskuldirnar sem þarf að greiða og þær hafa þegar (án Icesave) náð óviðráðanlegum hæðum. Eingöngu vaxtakostnaður af skuldum ríkissjóðs nemur um 32% af öllum tekjum og mér er ekki kunnugt um að nokkur ríkisstjórn nokkurs staðar hafi látið sig dreyma um að standa undir svoleiðis stöðu. Afborganirnar er að öllu jöfnu hægt að endurfjármagna en ef tekin eru lán fyrir vöxtum líka þá blasir við s.k. skuldagildra (e. debt trap) sem er staða sem yfirleitt ekki vinnst úr. Þannig að Icesave sem viðbót við aðrar skuldir er kornið sem fyllir mælinn, sem að mínu mati og margar annarra er þó yfirfullur fyrir. Það að skuldir Íslands séu orðnar óviðráðanlegar er ekkert nýtt og búið að fjalla um það víða m.a. í skýrslum AGS og í nefndum og ræðum á Alþingi og allar spár um hugsanlegan hagvöxt og afgang af viðskiptajöfnuði til að standa undir þeim eru ævintýralega óraunhæfar. Icesave fylgja gríðarlega vaxtagreiðslur (yfir 100 milljónir kr. á dag, eða um 40 milljarðar á ári) og öll óvissan í kringum endurgreiðslur, bæði í tíma og umfangi, úr þrotabúi Landsbankans gerir það að verkum að mjög erfitt er að halda því fram að skuldbindingin sé ákveðin uphæð. M.a. þess vegna var unnið svo hart í því að fá inn fyrirvara um greiðslubyrðina í lögunum frá í sumar. Umræðurnar á þingi varpa svo gríðarlega góðu ljósi á málið þar sem þær voru ekki ómálefnalegt þingmannakarp nema í undantekningartilvikum.
Hvað dylgjurnar varðar þá stendur allt það sem ég sagði um tengsl Heimis Más við Samfylkinguna sem og þær fréttastofur sem tilheyra sömu samsteypu. Erfitt er að dylgja um Björgólf Thor en hvað varðar viðskiptatengsl hans og Vilhjálms sem og Vilhjálms sjálfs þá læt ég fylgja með neðangreindar upplýsingar úr gagnagrunni Jóns Jósefs. Þar fyrir neðan er svo Facebook færsla frá Sigurlaugu Ragnarsdóttur um frekari tengsl Vilhjálms, Samfylkingarinnar og framlög stórfyrirtækja til Samfylkingarinnar. Hvað varðar framlög til einstakra þingmanna má benda á ný útkomnar upplýsingar frá ríkisendurskoðenda þar sem m.a. kemur fram að formaður Allsherjarnefndar Alþingis, þeirrar nefndar sem m.a. hefur að gera með lýðræðisumbætur (valddreifingu) og frumvarp Lilju Móses. um samningsveð (sem fjármálafyrirtæki eru á móti) hefur þegið milljónir á milljónir ofan frá stórfyrirtækjum, þ.á.m. Landsbankanum en frumvarp Lilju er fast í þeirri nefnd.
Hér eru svo viðskiptatengsl gagnaverseigandanna (Verne), Björgólfs Thor, Vilhjálms og fleiri (14 tenglar). Að öllu jöfnu er ekkert athugavert við að eiga í fyrirtæki, einu eða fleiri en það sem kemur fram hér að neðan er óneitanlega forvitnilegt.
http://it-cons.com/mt/e_2009346_65439.png
http://it-cons.com/mt/e_2009346_65490.png
http://it-cons.com/mt/e_2009346_65525.png
http://it-cons.com/mt/e_2009346_65549.png
http://it-cons.com/mt/e_2009346_79287.png
http://it-cons.com/mt/e_2009346_79453.png
http://it-cons.com/mt/e_20093461_65490.png
http://it-cons.com/mt/e_20093462_65490.png
http://it-cons.com/mt/e_20093463_65549.png
http://it-cons.com/mt/e_20093464_65525.png
http://it-cons.com/mt/e_20093465_65439.png
http://it-cons.com/mt/f_2009346_65371.png
http://it-cons.com/mt/h_10911131112.png
http://it-cons.com/mt/files_6206070960.png
Hér fyrir neðan er svo færsla Sigurlaugar um tengsl Vilhjálms sjálfs við ýmis fyrirtæki:
Hluthafar Verne Holding er Björgólfur Thor Björgólfsson, sem áður var einn aðaleigandi Landsbankans og Straums Burðarás. Minna hefur farið fyrir því að náinn viðskiptafélagi, Björgólfs Thors, Vilhjálmur Þorsteinsson er einn af forvígismönnum fyrirtækisins og er Vilhjálmur áhrifamaður innan Samfylkingarinnar.
Þá er hægt að rekja tengsl Vilhjálms inn í öll þau fyrirtæki sem styrktu Samfylkinguna árið 2007
Sjá;
Tengsl Vilhjálms og Verne Holdings og Milestone: http://www.litlaisland.net/corruption/draw/302/65/
Tengsl Vilhjálms, FL - Group og Novator / Novator Credit Luxemburg: http://www.litlaisland.net/corruption/draw/302/299/
Vilhjálmur og Excista: http://www.litlaisland.net/corruption/draw/302/29/
Vilhjálmur og Straumur Burðarás:http://www.litlaisland.net/corruption/draw/302/22/
Vilhjálmur og Björgólfur Thor: http://www.litlaisland.net/corruption/draw/302/2/
Tengsl Vilhjálms, Jón Ásgeirs, Ocrahópsins og Verne Holdings http://www.litlaisland.net/corruption/draw/302/247/
Vilhjálmur, Glitnir, Verner Holdings og Geysir Green: http://www.litlaisland.net/corruption/draw/302/36/
Vilhjálmur og Kaupþing: http://www.litlaisland.net/corruption/draw/302/25/
Vilhjálmur og Teymi: http://www.litlaisland.net/corruption/draw/302/77/
Vilhjálmur og Eimskip: http://www.litlaisland.net/corruption/draw/302/57/
Vilhjálmur og Ker hf: http://www.litlaisland.net/corruption/draw/302/48/
Vilhjálmur og Landsbanki Íslands: http://www.litlaisland.net/corruption/draw/302/19/
Vilhjálmur og Samvinnutryggingar:http://www.litlaisland.net/corruption/draw/302/110/
Vilhjálmur og Samfylkingin: http://www.litlaisland.net/corruption/draw/302/18/
Heimir Már er fjölmiðlamaður á vegum 365 miðla:
Vilhjálmur og 365 miðlar: http://www.litlaisland.net/corruption/draw/302/37/
Styrkir til Samfylkingarinnar 2007:
* Actavis hf. 3.000.000
* Baugur Group hf. 3.000.000
* Eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga 1.000.000
* Eimskipafélag Íslands 1.000.000
* Exista ehf. 3.000.000
* Eykt ehf. 1.000.000
* FL-Group hf. 3.000.000
* Glitnir 3.500.000
* Kaupþing 5.000.000
* Ker hf. 3.000.000
* Landsbanki Íslands 4.000.000
* Milestone 1.500.000
* Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis 1.000.000
* Straumur Burðarás fjárfestingabanki 1.500.000
* Teymi ehf. 1.500.000
Athugið svo hverja ríkisstjórnin hefur valið sér til fulltingis:
Ingvi Örn Kristinsson var aðstoðarmaður félagsmálaráðherra Árna Páls Árnasonar, en hann var framkvæmdastjóri Verðbréfasviðs Landsbankans. Einnig starfar hann sem ráðgjafi Forsætisráðherra.
Benedikt Stefánsson var í Greiningardeild Landsbankans og er núna aðstoðarmaður Gylfa Magnússonar Efnahags- og Viðskiptaráðherra.
Björn Rúnar er skrifstofustjóri í Viðskiptaráðuneytinu. Hann var forstöðumaður í Greiningardeild Landsbankans
Edda Rós er núna fulltrúi Íslands í AGS í gegnum Samfylkinguna. Hún var forstöðumaður Greiningardeildar Landsbankans
Arnar Guðmundsson var í Greiningardeild Landsbankans. Hann er núna aðstoðarmaður Katrínar Júlíusdóttur Iðnaðarráðherra.
Með svo marga bankamenn í farteskinu, og einnig hafandi í huga að fyrir kosningar kom í ljós að Samfó var sá flokkur sem hafði fengið næstmest í gjafafé frá bönkunum og eigendum þeirra; er ekki þá einfaldlega ljóst hverra hagsmuna stjórnendur Samfó, eru að leitast til með að vera?
Áhugavert einnig, að allir þessir aðstoðarmenn, eru fyrrum starfsmenn Björgólfsfeðga.
Er ormagryfjan kannski að opnast?
Svo mörg voru þau orð, takk fyrir þetta Sigurlaug Ragnarsdóttir.
Það er e.t.v. til marks um hvað fjölmiðlar á Íslandi hafa sofnað fast að ég sem þingmaður þarf að standa í e.k. rannsóknarblaðamennsku til að upplýsa almenning. Ég veit til þess að ofangreindum upplýsingum hefur þegar verið að einhverju leiti komið á framfæri við fjölmiðla og hvet alla lesendur til að miðla þessu sem víðast og krefjast umræðu um þessi mál.
Svo ég endurtaki lokaorð mín frá í gær: "Það sorglega er þó að mitt í þessu eru svo vesalings Vinstri Grænir sem halda að þau séu í vinstri og grænni stjórn."
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
,,Fyrri færsla mín um þessi mál hefur vakið mikla athygli og farið víða. "
Þetta er málið með þig Þór Saari !
Þér er alveg sama um hvort þú ert að gera eitthvað af viti eða sanngirni, bara að það fari víða og veki athygli !
Ekki er hægt að segja að þú dettir úr ,,háum söðli" !
JR (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 20:21
JR, teldu upp á 10000000 og Vilhjálmur verður ekki kominn til jarðar....
Gunnar Skúli Ármannsson, 25.1.2010 kl. 20:33
Sennilega er rétt að halda til haga að einkaþjónn, blaðafulltrúi og almanatengill Björgólfsfeðga, Ásgeir Friðgeirsson gekk úr mjíkum þingstól Samfylkingarinnar til að hlýða kalli mammons og Icesave. Vonandi hafa þau tengsl við flokkinn ekki verið til neins skaða fyrir þá feðga.
http://www.hvitbok.vg/Profilar/AsgeirFridgeirsson/
http://www.althingi.is/vefur/thmstorf.html?kennitala=2510584589
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 20:35
Eldgamla Ísafold, ástkæra fósturmold .............
Reborn, I have been told .............
Björn Birgisson, 25.1.2010 kl. 21:47
Ég sé Þór að þú ert að vinna fyrir kaupinu, sem skiptir mig máli því ég kaus þig inná þing.
Annars er þetta mjög áhugaverð samatekt yfir kvöldteinu - frá manni sem þorir, en lætur ekki beygja sig.
Vaxtagreiðslurnar eru 40 þúsund millljónir á ári (40.000.000.000 KR).
Ef ég miða við að annar hver íslendingur frá 1 til 100 ára (við erum svo langlíf hér) sé að störfum, þá segir reiknivélin mín að viðkomandi greiði rúmlega 22 þúsund krónur á mánuði í vaxtagreiðslur af vanskilaskuld Landsbankans (tekið af skattagreiðslum hverskonar auðvitað). Og þá eru afborganir eftir af höfuðstól hverju sinni.
Sumsé annar hver íslendingur greiðir þetta mánaðarlega í vexti um ókomin ár.
Því spyr ég í lokin : 1. Hvernig gátu nokkrir einstaklingar sett eitt aumt hlutafélag svona á hausinn ? 2. Var þetta "Tær snilld” eða “hinn fullkomni aumingjaskapur” ? 3. Er ekki kominn tími til að finna þessa Icesave peninga alla því ekki hefur sést til þeirra hér ?
Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 21:58
Áfram svona.
Þetta er nefnilega málið! Og þarf að ræða aftur og aftur. Hvar er spillingin?
Jón Ásgeir (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 22:02
Þetta er svo rakin þvæla að manni fallast hendur.
Hvað er þingmaðurinn nákvæmlega að ásaka mig um? Að hafa verið í stjórnum ýmissa fyrirtækja á mínum 25 ára ferli á sviði upplýsingatækni? Hvaða fyrirtæki er það nákvæmlega sem Þór Saari er svona uppsigað við? Landsteinar Strengur? Opin Kerfi? Skýrr?
Þessar kraðaksmyndir á "Litla Íslandi" eru hlægilegar, eins og hver maður sér sem lítur á þær. Ég er til dæmis tengdur Exista í gegn um Verne Holdings, sem tengist Novator, sem er svo tengt Kaupþingi, sem er svo tengt Exista. Álíka gáfuleg eru "tengsl" mín við Ker, Samvinnutryggingar, Eimskip, o.s.frv. - fyrirtæki sem ég hef aldrei komið nálægt.
En synd mín virðist sem sagt vera sú að vera óháður stjórnarmaður (og formaður) í Verne Holdings, beðinn um það vorið 2007 af tveimur stærstu hluthöfum félagsins, sem eru vanir að vinna með mér í stjórn CCP (þar sem ég hef verið sem fulltrúi frumkvöðlanna í félaginu síðan 2003). Hvor hluthafi í Verne tilnefndi tvo menn í stjórn og ég er sá fimmti, oddamaður. Ég hef aldrei þegið grænan eyri frá Novator né átt neina hagsmuni í því fyrirtæki.
Svo er nú orðið hálf einkennilegt ástand þegar maður - ósköp venjulegur borgari úti í bæ sem finnst gaman að blogga - þarf að vera að sverja af sér einhver upplogin tengsl, sem þingmaður ver miklum tíma og krafti í að klína á mann. Allt af því að ég er ósammála honum um Icesave, eða eitthvað. Er þetta nýja Ísland, sem stjórnast af skapofsa, bráðræði, dylgjum og vænisýki?
Ég verð hreinlega að velta því fyrir mér hvort þingmaður sem lætur svona gagnvart fólki úti í bæ sé alveg með fúlle femm.
Vilhjálmur Þorsteinsson, 25.1.2010 kl. 22:02
En Vilhjálmur, þú svarar engu með veru þín báðu megin borðsins. Ég held að mörgum þyki það ekki nýtt Ísland að viðhafa sömu aðferðir í spillingunni og áður, bara núna með Samfylkingu þar sem áður var SjálfstæðisFL.
Rósa (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 22:13
Þeir er hallast að Samfylkingunni vilja ekki viðurkenna spillingu hennar sama hve oft þeim er bent á þær staðreyndir.
Halla Rut , 25.1.2010 kl. 22:18
Vilhjálmur Þorsteinsson er gáfaður og vel gerður maður. Margir, lakar innréttaðir, þola illa slíka menn. Dæmin sanna það.
Björn Birgisson, 25.1.2010 kl. 22:19
Elsku Rósa, hvað ertu að tala um? Báðu megin hvaða borðs? Ég kannast bara ekkert við það að hafa komið nálægt einhverjum ákvörðunum fyrirtækja um að styrkja Samfylkinguna.
Hver á nákvæmlega að vera hliðstæðan við mál FL Group sem styrkti Sjálfstæðisflokkinn um 30 milljónir eða hvað það var? Ef menn eru að dylgja svona þá eiga þeir að hafa manndóm í sér til að segja hreint út hvað þeir eru að meina.
Eina fyrirtækið á ofangreindum styrktarlista sem ég hef eitthvað komið nálægt (öðru vísi en sem viðskiptavinur) er Straumur-Burðarás, þar sem ég sat í nokkra mánuði í varastjórn - og það var 2008 en ekki 2007. Og ég var aldrei boðaður á fund og þáði ekki krónu fyrir þá varastjórnarsetu.
Vilhjálmur Þorsteinsson, 25.1.2010 kl. 22:37
Ég sé að Þór Saari fær það óþvegið frá athafnamanninum Vilhjálmi.
Það er alveg kristaltært hvernig hann ítrekað gerir lítið úr þeim staðreyndum sem Þór birtir og klekkir síðan út með því að hugsanlega sé hann ekki heill heilsu. Valdmanns- og umvöndunartónninn er alveg skýr. Vilhjálmur talar niður.
Mér finst þetta vera mjög ósmekklegt.
Kann að vera að þingmenn flestir séu undir svona svívirðingum frá vel tengdum athafnamönnum í viðskiptalífinu og bogni síðan ? Það er einhver ástæða fyrir því hvernig komið er fyrir okkur hér. Þetta er mjög líklega ein þeirra.
Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 22:37
Ef Vilhjálmur er í viðskiptum með Björgúlf Thor í tengslum við gagnaver á Suðurnesjum, og á sama tíma, einn af helstu ráðgjöfum Samfylkingarinnar í iðnaðar- og nýsköpunarmálum, þá situr hann báðum megin borðs.
Rósa (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 22:43
Hvað ætli almennir flokksmenn Samfylkingarinnar segi núna - Sættir sómakært fólk sig við að "jafnaðarmannaflokkurinn" sinn standi í einhverju bixi með þessu pakki sem hefur komið þjóðinni á hausinn. Mér heyrðist á foramanni Iðnaðarefndar að taldi vænlegt að veita fyrirtæki viðskiptafélaganna Björgólfs Thors og Vilhjálms Þorsteinssonar sérstakan skattaafslátt og ívilnanir vegna þess að líkur væru á því að fyrirtæki þess fyrrnefnda væri mögulega að fara út úr verkefninu.
Hvað varðar gáfur Vilhjálms Þorsteinssonar, þá hefur hann misnotað þær til að afvegaleiða þjóðina um alvarleika Icesave samninganna.
Sigurjón Þórðarson, 25.1.2010 kl. 22:52
Efa ekki eina mínútu að Vilhjálmur er afar gáfaður og vandaður maður. Hann er augljóslega í vondum félagsskap. Hann lítur einfaldlega nákvæmlega eins út og svo margir aðrir sem voru trommaðir á brott fyrir ári og voru tengdir Sjálfstæðisflokknum. Svo kallaðir flokksgæðingar eða flokksdindlar sem gátu stundað sjálftöku peninga og tækifæra tengdum kerfinu var sagt. Þess vegna var svokallað "Nýja Ísland" eitthvað sem fólki leist svo fjandi vel á fyrir kosningar, en því miður ekkert bólar á. Einhverra hluta vegna virðist ástandið fara versnandi ef eitthvað er. Einkavinavæðingar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna er örugglega meiri á einu ári en hefur þekkst í Íslandssögunni. Sumir slíkir hafa þurft að hrökklast úr embættum þegar þjóðin hefur komist að hinu sanna, þrátt fyrir heiðarlegar tilraunir stjórnarflokkana til að reyna að fela sóðaskapinn. Dýrasta og heimskasta einkavinavæðing sögunnar var gerð af hinum staðfasta jarðfræðinema Steingrími J. þegar hann réði óhæfan stúdentinn Svavar Gestsson sem formann Icesave samninganefndarinnar. Með því olli Steingrímur þjóðinni mun meiri skaða en þeir sem stofnuðu til Icesave reikningsins, enda ekki ólöglega að staðið svo best er vitað. Ef Vilhjálmur hefði heitið Jón Jónsson og verið flokksgæðingur Sjálfstæðisflokksins á þeirra valdatíð, með allt það sama í bakpokanum og Vilhjálmur hefur, þá væri örugglega látið hátt með spillingarsamsæriskenningar og þess vegna ýmislegt verra hjá Samfylkingarliðum og fjölmiðlunum þeirra kenndum við Baug, og það þó svo að "Nýja Ísland" hefði ekki verið til. Ekki myndi skemma ef Jón væri afar afkastamikil pólitísk spunakerling Sjálfstæðisflokksins sem væri að reyna að neyða þjóðina til að taka á sig skuldir sem hún á nákvæmlega ekkert í, sem og allir vita, vegna þess að það væri falinn inngangseyrir þjóðarinnar í alþjóðafasistasamtök hægriflokka sem hún samkvæmt könnunum hefur engan áhuga á að ganga í.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 22:56
Þetta er svo stórkostleg jörðun á Þóri Saari að ég held svei mér að fáir þingmenn hafi þurft að þola annað eins.
Þorsteinn Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 23:35
Vilhjálmur, ef þú álítur Þór ekki með „fúlle femm“ þá værir þú ekki að hafa fyrir því að hafa þetta fyrir því að hvítþvo sjálfan þig af þeim staðreyndum sem hér eru dregnar fram. Það að klikkja út með jafnbarnalega niðrandi athugasemdum og þeim sem þú viðhefur í þeirri viðleitni að reyna að varpa rýrð á vitræna heilbrigði manna segir meira um þig en þá sem þú talar til.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 26.1.2010 kl. 00:01
Rakel, þingmaðurinn er búinn að skrifa tvær langar bloggfærslur um mig, með einmitt engum "staðreyndum" heldur óljósum dylgjum um eitthvað misjafnt sem ég á að hafa á samviskunni, en sem mér er ekki ljóst hvað er nákvæmlega (annað en að vera ósammála honum um Icesave). Þó það nú væri að maður endaði á því að svara þessu rugli, langlundargeðið er ekki endalaust.
Þú getur kannski útskýrt fyrir mér út á hvað þetta upphlaup gengur? Hver er glæpurinn? Endilega segja það skýrt og greinilega.
Vilhjálmur Þorsteinsson, 26.1.2010 kl. 00:15
Er það ekki augljóst, pabbi?
Þú dirfist nefnilega að hafa of vinsæla bloggsíðu.
Þorsteinn (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 00:59
Ég ætla að byrja á því að taka af allan vafa varðandi það að ég get aðeins svarað fyrir mig en ekki Þór. Hann hefur þegar lagt sig fram um að benda á að útreikningar þínir varðandi Icesave-skuldbindingarnar eru alvarlega litaðir. Sú ábending er fyllilega réttlætanleg þar sem þessir útreikningar þínir rötuðu á visir.is fyrir tilstuðlan fréttamanns sem allir sem vilja vita það leiðir taum þeirra sem hafa það að markmiði að leiða þjóðina undir Icesave-skuldaklafann.
Bjarni Kristjánsson fer vandlega yfir skekkjuna í útreikningum þínum hér og ber saman við útreikninga Jóns Danílessonar. Af þeim samanburði, nákvæmum skýringum hans á forsendum ykkar beggja svo og útreikningum hans sjálfs finnst mér auðsýnt að Þór hefur rétt fyrir sér varðandi það að þú hafir í frammi blekkingar.
Þá er það spurningin hvers vegna? En áður en ég kem að þeirri hlið málsins ætla ég að skjóta því inn hér að ég las bloggið þitt reglulega sl. vetur svo og athugasemdir þínar á bloggum annarra sem ég tók mark á. Mig minnir að til að byrja með hafi ég rekist á eitt og eitt blogg frá þér sem ég gat tekið undir með en þegar frá leið var það einhver ómálefnanlegur hroki sem fældi mig frá því.
Til að vera alveg heiðarleg ætla ég að undirstrika það að það var ekki bara vegna þess að ég var oftast ósammála þér heldur ekki síður sú tilhneiging þín að „leiðrétta“ skoðanir annarra og efast aldrei um réttmæti þinna eigin skoðana eða þitt eigið ágæti.
Ég geri mér þess vegna litlar vonir um að ég geti leitt þig í sannleikann um það sem spurningarnar sem þú beinir til mín snúast um. Hvað þá að ég geti opnað augu þín fyrir því sem mér og greinilega fleirum þykir liggja í augum uppi varðandi það hvers vegna útreikningar þínir á Icesave-skuldbindingunum snúist um það að reikna þær skuldir niður. Það er a.m.k. allmargt sem hnígur að því að það sé einmitt það sem útreikningar þínir snúist um.
Mér finnst það líka í hæsta máta dularfullt að þú skulir ekki sjá neitt samhengi á milli þess, sem bæði Þór og aðrir sem hafa tekið undir skoðanir hans hafa bent á að hljóti að vera á milli niðurstaðnanna í útreikningum þínum varðandi Icesave og áberandi hagsmunatengsl þín inn í þá blokk sem vill umfram allt að þjóðin beygi sig undir Icesave-skuldbindingarnar.
Ég vona að þér finnist þetta nógu skýrt og greinilegt.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 26.1.2010 kl. 00:59
Í okkar litla samfélagi þá er við flest tengd einhverjum "málsaðila". Blameringarnar hérna eru ómálefnalegar, ómaklegar og í hefðbundnum stíl íslenskrar þrætubókar. Ég hallist frekar að rökum Þórs um greiðslugetu en það er virðingarvert hvernig Vilhjálms leitast við að rökstyðja skoðanir sínar og leiðrétta málflutning sinn ef við á. Reynum að auka skilning okkar á Icesave áhættunni með málefnalegri umræðu og rökum um nauðsynlega fyrirvara, greiðslugetu, forgangsverkefni og valkosti í stöðunni.
NN (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 01:31
Glæpurinn er enginn Vilhjálmur, þetta fjallar um annað sem við köllum fagmennsku. Fagmaður verður að átta sig á því hvenær hann/hún er ekki fær um að gefa hlutlægt álit. Þá segir viðkomandi sig frá álitsgjöfinni eða bendir á ástæður fyrir vanhæfi sínu.
Nú er svo komið að vitnað er í þín skrif í fréttum Stöðvar 2, þá er það óheppilegt að þú skulir kynna þig sem forritara og bloggara.
Þetta er málefnaleg gagnrýni frá minni hendi samkvæmt leikreglum í minni heimasveit. Nú,
Ég er hræddur um að enginn hafi sakað þig um "glæp" í þessari umræðu. Ég hef aftur á móti bent þér á að taka meira mið af hagfræðingum, ég gæti bent þér á nokkra slíka, Jón Dan er einn, Lilja Mósesdóttir er annar, Gunnar Tómasson og Þór Saarí eru einnig hagfræðingar með umtalsverða reynslu af skuldastýringarmálum annarra ríkja.
Ég hef átt mjög erfitt með að skilja það sem ég hef lesið eftir þig þar sem að mér hafa þótt forsendur þínar furðulegar óraunveruleikakenndar með mikla Samfylkingar-slagsíðu. Síðast þegar ég kíkti inn á bloggið hjá þér á þessa færslu hér þá undraðist ég að þú skyldir vera tilbúin að gefa út svo afgerandi mat meðan að ekki lágu fyrir góðir og gildir skuldaþolsútreikningar;
http://vthorsteinsson.blog.is/blog/vthorsteinsson/entry/973776/
Eins og sést þá gerðu fleiri athugasemdir meðal annars Gunnar Tómasson hagfræðingur.
Ég persónulega vil gera athugasemd við að þú skulir koma fyrir sem metnaðarfullur álitsgjafi í efnahags og endurreisnarmálum þjóðarinnar án þess að taka fram öll þessi hagsmunatengsl sem verður einfaldlega ekki horft framhjá.
Mig varðar t.d. ekkert um álit Björgúlfs Thors eða Jóns Ásgeirs á skuldaþolsmálum þjóðarinnar aka heimilanna í landinu, en mig varðar um þegar að menn koma ekki hreint fram með sín hagsmunatengsl.
sandkassi (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 03:06
Ég dáist að því að Vilhjálmur skuli nenna að svara þessu bloggi. Það sem hér er verið að stunda eru sannkallaðar nornaveiðar. Það er verið að drepa málefnalega umræðu í hræðsluáróðri. Bush hefði sjálfur orðið stoltur af hræðsluáróðrinum sem gengur yfir Ísland. Hér veður uppi fólk sem heldur að þetta sé eitt stórt samsæri, engum sé treystandi sem hafi komið nálægt neinum viðskiptum í gegnum tíðina, og úr því verður allt annað en uppbyggileg umræða.
Í hræðsluáróðrinum er ríkisstjórnin að ná nýjum hæðum, enda svo oft búin að halda því fram að Ísland verði einangrað og vísað út úr öllu alþjóðlegu samstarfi ef ekki verið samið um IceSave, allt til þess að æra óstöðugan. Það er búið að rýra svo trúverðugleika allra að anarkisti hefði verið stoltur af árangrinum. Sannleikurinn er ekki lengur til í svona umhverfi spuna og ótta.
Nú vantar þjóðin standi í lappirnar og meti málefnalega hver staðan sé. Vilhjálmur dirfist að ríða á vaðið með sína sýn. Það er virðingarvert en hann uppsker hér ekkert annað en rógburð og tilhæfulausar ásakanir. Íslendingar mega ekki við frekari niðurrifsstarfsemi. Höfum það sem sannarra reynist, frekan en það sem betur hljómar.
heidar (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 06:19
Gaman að sjá að Ingvi Örn ogEdda Rós skulu verðlaunuð á þennan hátt. Eda var með 7millur á mánuði hjá Glittni og Ingvi með 5 hjá Landsbanknum.Mánuði fyrir hrun var allt í fínu standi að þeirra mati . Topp fólk, eða hvað ?
jonas (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 07:39
Ég fæ ekki betur séð en sá sem kallar sig "heiðar" hafi tæplega haft fyrir því að lesa bloggfærsluna hvað þá að glugga í fylgiskjöl með henni sem hann gerir hér þó stórkallalegar athugasemd við.
Sigurður Þórðarson, 26.1.2010 kl. 09:16
@jonas
Þór Saari er að dreifa óskoðað gömlum rangfærslum sem birtust upphaflega í bréfi frá vogunarsjóðnum Boreas Capital. Hann verður ekki meiri maður fyrir að taka þátt í dreifingunni á þessu, heldur minni ef eitthvað er.
En ég verð að biðja Þór Saari að hætta nú andartak að dylgja og taka sér tíma í að útskýra hvaða tengsl og í hvaða mynd sem hann hefur birt í þessari færslu gera orð Vilhjálms Þorsteinssonar eða persónu hans tortryggilega? Af hverju á saklaus maður að þurfa að bera af sér dylgjur og aðdróttanir sem hent er fram með fjölda mynda sem í raun sýna hve langsótt bullið er þegar rýnt er í þær. Við skulum því snúa sönnunarbyrðinni eins og hún á að snúa og Þór Saari gefst nú kostur á að vísa í viðkomandi myndir og útskýra lið fyrir lið hvað sé óeðilegt en biðjast afsökunar ella.
Arnar (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 09:51
Jr, Vilhjálmur, Hákon, heidar og Arnar, hvað hefðu þessar tengingar Vilhjálms við Bjöggana annarsvegar og svo Samfylkinguna hinsvegar heitið í ykkar munni ef þið hefðuð verið að horfa á það sama nema bara að "Vilhjálmur" hefði verið Sjálfstæðismaður???????????
Hvað hefðuð þið kallað það ef að það hefði verið Framsóknarmaður sem var að reyna að ljúga gagnaver Bjöggana í gegnum Alþingi með aðstoð iðnaðarráðherra og annara Samfylkingarmanna????????
Ég kalla þetta bara skítasukk og lít á mannin sem ómarktækann og ég tel Samfylkinguna stórhættulega þjóðinni og alla hennar ráðgjafa, en svona lítum við þetta mismunandi augum, allt eftir uppáhalds litnum okkar en ekki því sem um er rætt hverju sinni.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 26.1.2010 kl. 10:41
Það var eins mig grunaði, að þegar beðið er um að segja hreint út hver glæpurinn sé, sem búið er að eyða tveimur löngum bloggfærslum í að dylgja um, þá koma engin svör. Stórmannlegt það, en kannski á pari á þessum golfvelli.
Varðandi útreikninga á Icesave, sem þessi sárindi snúast greinilega um þegar öllu er á botninn hvolft: Lesandi síðu minnar benti mér á grein Jóns Daníelssonar, sem reiknar út talsvert hærri upphæð Icesave-skuldbindinga en aðrir (Seðlabanki, fjármálaráðuneyti, AGS, Icesave-reiknir mbl.is). Ég kynnti mér útreikninga Jóns, fann þar ýmislegt sem ég taldi athugavert, og setti athugasemdir mínar inn í Excel-skjal hans, lið fyrir lið. Póstaði svo báðum skjölunum, því upphaflega og mínu með athugasemdum, á bloggsíðu minni, hverjum sem er til niðurhals, og opnaði fyrir umræðu, efnislegar athugasemdir og skýringar. Tilgangurinn með þessu er einungis sá að reyna að komast að sem réttastri niðurstöðu, enda er ekki hægt að rífast lengi um stærðfræði, ef menn eru sammála um forsendurnar.
Nú hefur umræðan leitt til þess að ýmislegt er að skýrast betur og ég er m.a. í sambandi við Bjarna Kristjánsson, sem skilur málið mjög vel, og fleiri sem eru öflugir reiknimeistarar á þessu sviði. Menn eru að skiptast á líkönum og uppfærslum þessa sólarhringana og vonandi verður niðurstaðan eitthvað sem flestir geta sæst á. Það er markmiðið og ekkert annað. Ég ítreka að líkönin eru birt opinberlega á vefnum og það munu síðan allir geta komið með málefnalegar athugasemdir, ef þeir telja rangfarið með eitthvað.
Að ég hafi einhverja persónulega hagsmuni af því að Icesave verði samþykkt er fráleitt. Mér finnst Icesave ömurlegt mál og hef lýst því á blogginu mínu að Landsbankinn hafi verið hroðalega illa rekinn (af hverjum 4 krónum sem lánaðar voru endurheimtist ein!), auk þess sem FME var sofandi, meðan Seðlabankinn afnam bindiskyldu af erlendum innlánum til að hvetja bankana til að "gefa í". Allt hið grátlegasta, eins og mig grunar að skýrsla rannsóknarnefndar muni leiða enn skýrar í ljós.
Spurningin er hins vegar hvernig hagsmunir okkar (þ.á.m. barnanna minna sem eru bæði að fara inn á vinnumarkaðinn á næstu árum) verði best varðir þegar litið er til heildarmyndarinnar og til lengri tíma. Mín greining á því, sem byggir á þeirri þekkingu og reynslu sem ég hef, er að það sé affarasælla að vinna sig út úr vandanum í samvinnu við alþjóðasamfélagið heldur en í stríði við það. Og við lifum í lýðræðisþjóðfélagi þar sem fólk verður að sætta sig við að ekki séu allir sömu skoðunar, heldur sé tekist á í rökræðu - sem verður að vera málefnaleg ef hún á að skila árangri.
Ég vona að Þór Saari þoli slíka málefnalega rökræðu, en það að vaða í manninn (ad hominem) bendir alla jafna til þess að rökin skorti.
Vilhjálmur Þorsteinsson, 26.1.2010 kl. 11:13
@Högni Jóhann
Til að eiga eðlilega og upplýsta umræðu um stjórnmál, viðskipti og efnahagsmál er lágmarkskrafa að fólk njóti sannmælis og að tekist sé á við rök og sjónarmið án þess að beita dylgjum gagnvart einstaklingum. Mín bjargfasta sannfæring er sú að það sama eigi við um alla, óháð stjórnmálaskoðunum og þykir leitt ef þú ert ósammála því.
Um "þessar tengingar" sem þú nefnir svo myndi ég ekkert segja sama hver á í hlut því hún liggur fyrir og er löngu staðfest. Vilhjálmur var stjórnarmaður í CCP að beiðni frumkvöðlanna og búinn að vera í nokkur ár þegar Novator keypti hlut Brúar. Þegar bandaríski sjóðurinn General Catalyst Partners keypti einnig stóran hlut í CCP var Vilhjálmur, fulltrúi frumkvöðlanna og smærri eigenda, beðinn að sitja áfram í stjórn og gerast hlutlaus stjórnarformaður á milli tveggja stórra blokka. Þegar stærstu eigendur CCP stofna fyrirtæki um gagnaver fengu þeir Vilhjálm til að stýra stjórn þess í ljósi fyrri reynslu af honum sem hlutlausum stjórnarformann. Þú getur raunar farið hringinn í kringum landið og leitað vitnisburða um hæfileika og heiðarleika Vilhjálms við stjórnun þeirra fyrirtækja sem hann hefur komið nálægt ef þú hefur einhvern áhuga á því.
Gagnver Verne Holding er ekkert "gagnaver Bjögganna" enda nýr kjölfestufjárfestir Wellcome Trust. Heimildarlögin um ívilnanir vegna þessarar uppbyggingar rétt eins og annarrar sambærilegrar á undan eru nú til umfjöllunar á Alþingi og þar verður málið afgreitt með lýðræðislegum hætti eftir að hafa fengið umsagnir fjölda aðila. Loks verður samningur að komast gegnum nálarauga eftirlitsstofnunar EFTA. Hvorki Vilhjálmur né Samfylkingin hefur nein tök á veita einhverjar óeðilegar ívilnanir því ferlið er allt uppi á borðum og grandskoðað af eftirlitsaðilum.
Þér er velkomið að opinbera hér þankagang þinn, innræti eða hvað annað en mér þykir samt miður að staðfestingu þína á því að hvorki staðreyndir né réttur einstaklinga til að njóta sannmælis sé ofar einhverskonar pólitískri blindu byggðri á "uppáhalds litnum okkar". Ég vil heldur halda mig það sem um er rætt hverju sinni og trúi því að aðeins þannig þokumst við áfram í endurreisn þessa samfélags.
Arnar (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 11:14
Gaman að sjá hversu mikill athafnamaður Vilhjálmur er, það væri óskandi að við ættum fleiri slíka borgara en ekki lágkúru Þingmenn sem aldrei hafa gert nokkurn skapaðan hlut í verðmætasköpun í þágu Þjóðarinnar. Því miður er ekki hægt að gagnrýna menn sem aldrei hafa gert neitt. Hvað með þetta tengslanet, það tengist allt með einum eða öðrum hætti í viðskiptaneti 300þús manna Þjóðar! Vilhjálmur segir eitt og Jón Dan annað og væri þá ekki gáfulegt að fyrir hálauna Ríkisstarfsmann eins og þig Herra Saari að kynna þér þessar greiningar þeirra um væntanlega skuldastöðu vegna Icesave II, verði sá samningur samþykktur. Eins og Davíð, fyrrverandi Seðlabankastjóri, benti á í staksteinum í morgun þá er þetta lán (1milljaður Evra) sem Seðlabankinn tók og á að greiðast í des á næsta ári ekkert vandamál enda var þeim peningum ekki eytt eða sett í hlutabréf eins og flestir gerðu á þessum tíma heldur keypti Davíð Þýsk Ríkisskuldabréf fyrir þessa peninga og þessvegna er hagnaður af þessu láni Seðlabankans þar sem vextir á þýskum Ríkisskuldabréfum hafa lækkað síðan að Davíð keypti þau. Þú ættir kannski að hrósa fyrrverandi Seðlabankastjóra fyrir það verk Herra Saari?
ragnar (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 11:15
Biðjast afsökunar? Þór Saari? Veistu hvað þú ert að biðja um Arnar?
Þór Saari hinn alvitri er með hlutina á hreinu og kann þetta allt saman. Hann þarf ekki að biðjast afsökunar. Hann einbeitir sér að öðrum og merkilegri hlutum en staðreyndum og sannleikanum og selur sannfæringu sína hæstbjóðanda hverju sinni.
Svoleiðis menn biðjast ekki afsökunar.
nn (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 11:51
Það verður forvitnilegt, Vilhjámur, að sjá þá útkomu sem skipti ykkar og Bjarna á reiknilíkönum leiða til.
Ég ætla ekki að fara að stunda "ad hominem". En, ég ítreka beiðni mína um, að þú svarir spurningu minni, sem ég hef margoft komið fram með:
Hvernig á Ísland, með stórtjónaða greiðslugetu, að geta borgað?
Stjórtjónuð greiðslugeta þíðir á mannamáli, að við getum ekki staðið undir skuldum, sem við annars gætum staðið undir.
Greiðslugeta Breta, þó einnig tjónuð, er minna tjónuð, og því er það engin endileg vísbending um að við getum borgað, þó bent sé á að Bretar geti það.
----------------------------------
Þetta er mergurinn málsins.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 26.1.2010 kl. 12:39
Vilhjálmur - lengri útgáfa af spurningu minni er undir þinni eigin bloggfærslu:
Greiðslubyrði af erlendum lánum - sjónvarpsútgáfa
Eftir lestur þeirra ávirðinga sem á eru bornar á þig hér - virðist helst að það sé verið að segja, að umfjöllun þín sé áróður.
Augljóslega ert þú ósammála því. En, á þennan veg, skil ég umkvartanir þeirra er hér skrifa.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 26.1.2010 kl. 12:42
Ekki láta svona við hann Villa grey... hann er bara nerd sem vingaðist við vitlausa menn og ákvað þá að hætta vera nerd og verða alltíeinu stjórnarmaður. Hann er búinn að hreinsa vinskapinn við þessa kalla margoft áður. T.d. í commentinu að neðan.
Þar segir Vilhjálmur:
“Baldvin, smá athugasemd vegna orða þinna um meinta “vinnuveitandann” Björgólf Thor, af því að í andrúmslofti dagsins finnst einhverjum svona lagað skipta máli. Ég er stjórnarformaður CCP fyrir hönd frumkvöðlanna í því félagi. Tveir aðrir stórir hluthafar eru Novator og General Catalyst Partners, og fulltrúar þeirra eru í stjórn félagsins ásamt mér. Verne Holdings, sem reisir gagnaver í Keflavík, er í eigu þessara sömu tveggja hluthafa og þeir báðu mig að vera stjórnarformaður þar einnig, enda vanir mér sem hlutlausum “milligöngumanni” og þekkja minn stíl. Þar með er það upptalið. Ég er því ekkert sérstaklega tengdur Björgólfi Thor, þekki hann ekki persónulega, og er ekki á launum frá honum eða Novator.”
Tekið af:
http://vthorsteinsson.blog.is/blog/vthorsteinsson/entry/786943/
Mikael Í. (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 12:55
Augljóslega er það virkilega skrýtna við alla þessa færslu að Þór Saari... er þingmaður.
Þingmaður sem stundar fullkomlega ábyrgðarlausar og rakalausar persónuárásir á fólk sem er í öðrum flokki en hans og reiknar öðruvísi en hann, og birtir opinberlega.
Þetta er... svo ótrúlega langt fyrir neðan það sem átti að vera virðing þingmanns. Ég er ekki gamall en ég sé það samt að þetta er nýtt. Eitthvað svona er nýtt.
Ég er ansi hræddur um að skilgreining á þingmanni sé einfaldlega að breytast. Þingmenn eru bloggarar. Illa upplýstir, fúlir, með slæma stafsetningu og vænissýki. Þeir eru í einu orði orðin algjör fífl og ekki að fela það.
Þetta er einum of skýr skilningur á Alþingi fyrir minn smekk...
Þorsteinn (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 13:25
Arnar, gangaver Bjöggana er Bjöggana og var það klárlega þegar þeir reyndu að ljúga því með aðstoð Samfylkingarráðherra og Vilhjálm sem ráðgjafa að þeir væru að koma með fé erlendis frá.
Ég var að skoða þessar samtengingar útfrá því sem kallað hefur verið gamla og nýja Ísland og þið nokkrir ráðist að Þór fyrir að koma Fram með þessar tengingar og viljið umræðu um málið en takið lítið sem ekkert þátt í henni eins og þú sérð ef að þú lítur yfir hér að ofan heldur haldið ykkur við það að reyna að rífast við Þór, ég vil slíta eins marga og hægt er frá "björgunaraðgerðum" af þeim sem höfðu ráð undir rifi hverju fyrir hrun.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 26.1.2010 kl. 13:27
Þorsteinn, skoðaðu nú fortíð þinna manna áður en þú gagnrýnir aðra fyrir að ráðast að þingmönnum úr öðrum flokkum og reyndu að drullast til að taka þátt í umræðunni á þeim forsendum sem þú sjálfur ert að biðja um að hún sé á, þú átt ekki eitt einasta kopment hér að ofan við þá sem eru að ræða málin.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 26.1.2010 kl. 13:29
Evu Joly hugnast ekki sú framtíðarsýn að Ísland verði bláfátækur útkjálki sem verði eingöngu byggður fáeinum þúsundum fiskimanna. Sjálfsagt yrðu nokkurt framboð af staðkunnugum reddurum og jafnvel feitum þjónum ef marka má umsvif Samfylkingarinnar.
Sigurður Þórðarson, 26.1.2010 kl. 13:43
Þetta er frábært hjá þér Þór að koma fram með þetta. Það er samt ekkert sem kemur á óvart. Það er verið að setja allt gamla spillingarfólkið í toppstöðurnar svo hægt sé að megrgsjúga almúgan enn meira.
Það á að vera forgangsverkefni hjá okkur að koma sjórnmálastéttinni á Íslandi frá völdum svo hægt sé að endurskipuleggja þjóðfélagið og fá framtíðarsýn á nýjan leik.
Burt með spillingarliði og takk fyrir þetta Þór Saari
Ragnar G (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 14:21
Sorgleg umræða hjá Þór Saari. Þessi maður á ekkert erindi á þing. Hann getur ekki tekið þátt í málefnalegri umræðum.
Þvílík vonbrigði er þessi Borgarahreyfing, Hreyfing eða þremenningarnir
Er Þór Saari ekki hagfræðingur. Afhverju svarar hann ekki málefnalega og kemur með aðra útreikninga en Vilhjálmur.
Niður með Borgarahreyfinguna
Lifi málefnaleg umræða,
Gunnar
Gunnar (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 17:24
Það veldur mér vonbrigðum að Vilhjálmur skuli einungis svara fyrir sig með spurningum. Málflutningur hans gengur út á að hann sér ekkert athugavert við að sitja í stjórnum fyrirtækja sem hafa sum hver beinan hag af af þeim álitamálum sem hann fjallar um.
Ég veit ekki hvað Vilhjálmur skilur eða þykist skilja, það er þó ljóst að menn munu taka áliti hans með fyrirvara héðan í frá.
Það er til fullt af fólki sem kann að reikna og til þess notum við þá hlutlausa og viðurkennda aðila og alls ekki menn sem sitja í stjórnum stórfyrirtækja og hvað þá stjórnarformann í fyrirtæki sem reynir um þessar mundir að landa gagnaveri á Suðurnesjum.
Þannig er það nú bara. Mér fyndist nú að Vilhjálmur ætti nú bara að taka þessa skömm í hattinn og fara varlega í framtíðinni í því hvernig hann kemur fyrir, en annars er það ekki mitt vandamál. Samt ágætt að þetta er komið á hreint og á Þór Saarí og Cilla þakkir inni fyrir það
sandkassi (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 17:24
Ég neyðist til að vekja athygli á því sem er skuggalegast í þessu Vilhjálms-tengslamáli, tengsl hans við Davíð Oddson. Sjá hér: http://www.litlaisland.net/corruption/draw/302/144/
Ofanritað er tilraun til gríns. Sé hlekkurinn skoðaður kemur í ljós að rauð lína milli Vilhjálms og Davíðs og hollt að velta fyrir sér hvaða merkingu hún hefur, eða hvaða tengsl eru þetta?
Jú tengslin eru þau s.k.v þessum gagnagrunni á litlaisland.is að Vilhjálmur á 10% hlut í Verne Holdings. Þar með verða til "tengsl" hans við alla sem tengjast því félagi á einhvern hátt og svo aftur og ennfremur - allt sem þeir tengjast annarsstaðar. Þar með er Vilhjálmur karlinn kominn á kaldan tengsla-klakann. Það væri ég líka ef ég ætti þúsund króna hlut í einhverju - já bara einnverju félagi þarna inni. Þá væri hægt að teikna upp fullkomlega merkingalausar myndir um mitt tengslanet.
Eigum við ekki að anda með nefinu?
Ólafur Eiríksson, 26.1.2010 kl. 17:28
Það er alveg nóg að skoða listan yfir þau fyrirtæki sem Vilhjálmur starfar eða hefur starfað fyrir, enginn heilvita maður les út úr þessu eins og þú ert að leggja til Ólafur.
sandkassi (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 17:36
Hef sagt það áður og segi það enn: Þór Saari er einn alframbærilegasti þingmaður þjóðarinnar um þessar mundir.
Ábendingar hans varðandi Vilhjálm Þorsteinsson eiga allar fullkomlega rétt á sér.
Einnig á sú ábending rétt á sér, sem fram hefur komið hér í athugasemdum, að Vilhjálmur Þorsteinsson áttar sig ekki á því hvenær flokkstengsl hans og eiginhagsmunir í gegnum öll fyrirtækin, sem hann tengist, eru farin að byrgja honum sýn.
Hrímfaxi (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 17:56
Það er ekki nóg að benda á allskonar tengsl viðkomandi við spillingu. Það eru alltaf einhverjir sem neita að trúa því að goðin þeirra séu ekki fullkomin. Í því skjóli skálka allir fjandans skálkarnir í dag. Það er okkar óhamingja menn neita að horfast í augu við staðreyndir og halda að kjaftháttur og leynd bjargi þeirra egói. Því miður fyrir slíkt fólk þá erum við að verða ónæm fyrir slíku. Þess vegna á fólk eins og Hreyfingin heiður skilin fyrir að opna augu okkar og fletta ofan af spillinunni. Þess vegna bið ég þig Þór Saari að halda áfram .
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.1.2010 kl. 18:31
Gunnar Waage, hvað lesa heilvita menn út úr þessum 14 hlekkjum á litlaisland.net - annað en það sem ég segi frá hér ofar?
Ólafur Eiríksson, 26.1.2010 kl. 19:10
Þetta er náttúrulega ekki málefnalegt Ólafur.
sandkassi (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 19:18
Jú Gunnar - þetta er akkúrat málið með þessar myndir. Þær segja ekki neitt nema að Þorsteinn tengist Verne, CCP og Auði Capital. Aðrar tengingar eru "tilbúnar" vegna tenginga annarra sem tengjast Verne. Þessir 14 hlekkir á litlaisland.net eru bara bull.
Ásthildur - ég er ekki að segja þetta vegna þess að ég neita að trúa því að "goðið" mitt sé ekki fullkomið. Ég þekki Vilhjálm ekki neitt, né til hans verka. Ég kann hins vegar að lesa út úr grafík.
NN (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 19:46
NN ég viðurkenni að ég kann ekki mikið fyrir mér í að lesa úr grafik. En ég les milli línanna á fólki, og ég tel mig vita hvenær sannleikurinn er uppi á borðinu. Ég treysti til dæmis Þór Saari og hinum þremur í Hreyfingunni miklu betur en öllum öðrum alþingismönnum til samans. Þó viðurkenni ég að Lilja Mósesdóttir og Ögmundur eru ekki í þeim spillingarflokki þó þau láti stundum plata sig til að sitja hjá eða vera heima. En þetta er bara helvítis fokking fokk og komin tími til að hreinsa til.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 20:01
"Ég er hræddur um að enginn hafi sakað þig um "glæp" í þessari umræðu. Ég hef aftur á móti bent þér á að taka meira mið af hagfræðingum, ég gæti bent þér á nokkra slíka, Jón Dan er einn, Lilja Mósesdóttir er annar, Gunnar Tómasson og Þór Saarí eru einnig hagfræðingar með umtalsverða reynslu af skuldastýringarmálum annarra ríkja."
Þetta eru ekki sterk rök. Vilhjálmur gæti líklega bent á hagfræðinga AGS sem væru væntanlega sammála útreikningum hans. Það gerir samt ekki útreikninga Vilhjálms réttari fyrir vikið. Ég sé ekki alveg hvernig tengsl Vilhjálms m.a. við Björgólf Thor gerir útreikninga hans vitlausa. Ef þeir eru það þá ætti ekki að vera mikið mál fyrir menn með reiknikunnáttu að hrekja þá. Hingað til hef ég ekki séð neinn hrekja þá - enn sem komið er. Þannig ég veit ekki alveg hverju Vilhjálmur ætti að svara þegar það er ekki einu sinni lögð fram rök gegn hans eigin útreikningum.
Egill M. Friðriksson, 26.1.2010 kl. 20:04
Jæja fyrst hér eru komnir menn sem kunna að lesa "Grafík" (aldrei heyrt um þá iðju þrátt fyrir þó nokkra reynslu og menntun í kerfisfræði) þá er þetta komið gott.
bkv.
sandkassi (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 20:05
Ásthildur - alveg sammála þér að þetta er helvítis fokking fokk. En slæmt ástand verður ekki gert betra með því að ýta undir vantraust með villandi upplýsingum líkt og Þór Saari er að gera hér að ofan með því að taka gagnrýnislaust upp upplýsingar sem einhver lesandi skildi eftir handa honum í kommentum við færsluna hér að neðan.
Ég geri amk ríkari kröfu á þá þingmenn sem ég vil og nenni að hlusta á en að þeir stundi svona subbuskap eins og Þór gerir í þessu bloggi. Það eina sem þetta segir mér er að annað hvort kann Þór ekki að lesa úr svona grafík (og ætti því kannski ekki að vera að birta slíkar upplýsingar) eða að hann kann það og birtir bullið samt. Ég veit ekki hvort er verra.
NN (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 20:07
p.s. Egill, varðandi tilvitnun í texta frá mér, þá er þetta tekið úr samhengi. Vilhjálmur var að rembast við greiningu 10 min. áður en lagðir voru fram nýir skuldaþolsútreikningar, ég taldi hann nokkuð svalan og benti honum á það á sínum tíma, sama gerð Gunnar Tómasson.
bkv.
sandkassi (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 20:11
Gunnar - jú, til eru konur (og menn, ef fólk vill endilega halda því fram að konur séu líka menn) sem kunna að lesa ÚR grafík.
Hægt er að birta upplýsingar með allskonar grafík og fólk hefur mismikla reynslu og þekkingu til að lesa upplýsingar sem gefnar eru með myndrænum hætti. Það vill þannig til að ég hef mikla reynslu af því að lesa upplýsingar sem gefnar eru með slíkum hætti og ég get því með sanni sagt að ég kunni að lesa úr grafík.
Ég kann líka að búa til grafík sem lætur óvant fólk halda að það sé að lesa eitthvað, sem ekki er til staðar.
NN (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 20:12
Ertu nú farinn að gera grín að kvenfólki líka?
by the way, hver er NN?
sandkassi (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 20:15
Það hlýtur að vefjast fyrir fólki hvað það heitir á stundum, sérstaklega fyrir þá sem kunna að lesa út úr grafík:)?
hasta la vista
sandkassi (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 20:29
Gunnar: Allt í góðu. Skal taka því sem gildu. En það breytir samt ekki þeirri staðreynd að enginn hefur reynt að rökræða við Vilhjálm um útreikninga hans. Reynt að er að gera lítið útreikningum Vilhjálms vegna einhverja mjög óljósra tengsla hans við ýmis fyrirtæki og einstaklinga. Og jafnvel þótt Vilhjálmur væri besti vinur allra útrásarvíkinganna þá gerir það ekki útreikninga hans vitlausa. Það gerir hann án efa ekki jafn trúverðugan en það breytir ekki útreikningum hans. Stærðfræði er bara stærðfræði.
Meirihluta athugasemda sem hann fær á bloggi sínu eru frekar leiðinlegar. Hann er samspillingarmaður, vinur Björgólf Thors, hluti af útrásinni o.s.frv. Hver nennir að standa í að svara þessu rugli? Sem betur fer hafa mjög málefnalegir menn einnig verið að kommenta hjá honum og má þar t.d. nefna Andra Haraldsson og Bjarna Kristjánsson. Þessir menn eru ekki sammála öllu sem Vilhjálmur skrifar en þeir eru kurteisir og færa rök fyrir sínu máli. Þess vegna er virkilega sorglegt að koma inn á blogg hjá þingmanni sem færir nota bene engin rök gegn bloggi Vilhjálms en vísar þess í stað í óljós tengslagröf. Er skrýtið að Vilhjálmur svarar fólki hérna með öðrum spurningum?
Egill M. Friðriksson, 26.1.2010 kl. 20:38
engan vegin Egill,
Maðurinn hefur verið í Silfri Egils, fréttum stöðvar 2 ect. er þar kynntur sem "forritari og bloggari" aka gömul húsmóðir í vesturbænum. Óháður og frjáls sem fuglinn og fólk tekur honum þannig.
Gengur ekki.
sandkassi (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 20:42
Við erum alltaf að óska eftir köldu mati, áháðu mati. Þá er enginn að vefengja reiknikunnáttu Vilhjálms. "Stóra myndin" sem Vilhjálmur fjallar um, eru þau fyrirtæki sem hann starfar hjá sem sækjast eftir endurfjármögnun og er lausn Icesave deilunnar í hans huga því lausn á rekstrarvanda þeirra fyrirtækja.
Þetta er óumflýjanleg staðreynd og gerir Vilhjálm alfarið óhæfan til þess að bjóða upp á hlutlægt mat til handa almenningi á málum er varða með beinum hætti rekstur áðurnefndra fyrirtækja.
Þetta er ekki glæpur, en faglegt er það ekki.
sandkassi (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 20:53
Gunnar: "Það veldur mér vonbrigðum að Vilhjálmur skuli einungis svara fyrir sig með spurningum. Málflutningur hans gengur út á að hann sér ekkert athugavert við að sitja í stjórnum fyrirtækja sem hafa sum hver beinan hag af af þeim álitamálum sem hann fjallar um."
Það er rétt hjá Gunnari að ég er þeirrar skoðunar að við þurfum áfram að hafa öflugt atvinnulíf í landinu og umhverfi sem fyrirtæki geta starfað í. Ekki síst útflutningsfyrirtæki í þekkingariðnaði, sem er það svið sem ég þekki best. Minn málflutningur mótast ekki síst af þessu, enda er ég jafnaðarmaður og tel að heilbrigt atvinnulíf og velferðarþjóðfélag séu tvær hliðar á sama peningi. Ég sé ekki nokkra mótsögn eða eitthvað athugavert við þetta, enda væri nú einkennilegt ástand ef fólk sem tengist atvinnulífi kæmi ekki fram í umræðu og héldi fram sínum sjónarmiðum eins og aðrir.
Menn mega ekki missa sig yfir í almennt hatur á atvinnulífi og fyrirtækjum, þótt hugarfarið, siðferðið, lagaramminn, eftirlitið og stjórnsýslan hafi farið út í móa hér á síðustu árum. Það er vel hægt að byggja gott og heilbrigt atvinnulíf á betri og réttari gildum en hér voru. Það er verkefnið, en ekki að slátra öllum bústofninum og éta útsæðið, þótt menn séu skiljanlega í sjokki eftir áfallið.
Vilhjálmur Þorsteinsson, 26.1.2010 kl. 21:04
Ég er nú ekki haldin hatri á fyrirtækjum, á eitt slíkt sjálfur þótt lítið sé. Ég get þó sagt að það sé óþarfi að gera þessa umræðu jafn harkalega og hún hefur verið. Þór er ákaflega herskár maður en við þurfum á honum að halda.
Lærdómurinn er þó sá af þessu öllu saman að menn vandi sig afskaplega mikið í þeim tilgangi að hefja álit sitt upp fyrir allan vafa. Ég treysti því að framvegis verði vandað til kynningar Vilhjálmur.
Síðan er fullt af fólki sem beitir sér af afli í að skrifa um hlutina og er það vel í þessu árferði. Ég legg til að við völtum nú yfir þessa annars hressandi rimmu og höldum okkar striki, við erum jú öll Íslendingar.
sandkassi (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 21:19
Við verðum að vona að Jón Daníelsson hagfræðiprófessor, sem Vilhjálmur leiðrétti, komi til með að svara fyrir sína útreikninga. Bjarni Kristjánsson hefur mótreiknað Vilhjálm svo að einhverjir hafa lagt í það. Hann gagnrýnir hann jafnframt að nota reiknivél forritaða til að hugnast pólitískum afbrigðilegheitum Samfylkingarinnar. Vissulega er vandmeðfarin öll hugsanleg persónuleg hagsmunatengsl sem ekki óeðlilega verður sett samansem merki við flokkstenginguna. Eitthvað sem hefur verið gert alla tíð, og sennilega aldrei umdeildara en einmitt núna. Gunnar Waage hefur rakið þetta hér að ofan á ágætan hátt, sem er hans von og vísa.
Samstarf Vilhjálms við Björgólf Thor er sennilega það sem fer verst í fólk. Þegar hann er annarsvegar þá er nokkuð klárt að aðvörunarbjöllur fara að hringja hjá almenningi. Ráðherra svaraði svo greindarlega þegar gagnrýnin var sem mest á aðkomu Björgólfs Thors að gagnaverinu, "Það er sama hvaðan gott kemur!" Gruna að þar er þjóðin ekki einhuga að baki þeirri skoðun. Vilhjálmur hefur leyft sér að svar því til "að Landsbankinn var illa rekinn", þegar menn eru að reyna að ná út einhverju um samstarfið við Björgólf Thor. Nú veit ég ekki hvort að hann er um leið að taka undir skoðun mætustu sérfræðinga að Björgólfsfeðgarnir hafi verið verstu eigendur sem hefðu getað eignast bankann og ástæða þess að fór sem fór, var sjálftaka þeirra á ótrúlegum upphæðum. Kaupverð bankans er ógreitt til þjóðarinnar. Er gagnrýni á reksturs Landsbankans þá ekki örugglega á störf feðgana? Spurningunni hvers vegna Björgólfi Thor á að vera treystandi hef ég ekki séð svarað af Vilhjálmi. Eitthvað sem þjóðinni kemur sjálfsagt ekkert við. En auðvitað hefur það ekkert með útreikninga Jóns Daníelssonar prófessors í fjármálum við London School of Economics að gera.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 22:01
Slóð á útreikninga Bjarna Kristjánssonar:
http://bjarnimax.blog.is/blog/bjarnimax/entry/1010045/
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 22:06
ja menn verða að taka þessari gagnrýni, hagfræðingar eru engar rokkstjörnur og það er Vilhjálmur ekki heldur. Það er sjálfsagt mál að komið sé hreint fram; Hver er maðurinn, hverjir eru hans hagsmunir ect. Þetta er bara algjör basic strákar.
Vilhjálmur minn leggðu þig nú og hættu að þverskallast þetta.
bkv.
sandkassi (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 22:14
Háttvirtur þingmaður, Þór Saari,
Nú hefur þú í tveimur bloggfærslum ráðist á tvo nafngreinda menn, Vilhjálm Þorsteinsson og Heimi Má Pétursson. Þann fyrri fyrir að hafa sett fram "marklausar og jafnvel villandi upplýsingar" um Icesave-málið. Og þann síðarnefnda fyrir að hafa flutt frétt um málið.
En þú gleymir alveg að rökstyðja hvað í upplýsingum Vilhjálms er "marklaust og jafnvel villandi". Værirðu til í að koma með eina bloggfærslu um það? Hvað er rangt í súluritinu hjá Vilhjálmi? Þú sem meintur hagfræðingur hlýtur að eiga létt með að sýna það. Þú gætir svo látið fylgja, í sömu bloggfærslu, hvað var rangt í frétt Heimis Más. Er það ekki málið? Eru upplýsingar Vilhjálms réttar? Var frétt Heimis Más rétt? Fyrir mér var það nokkur opinberun að lesa færslu Vilhjálms, því málflutningur ýmissa þingmanna (þú veist kannski við hverja ég á) fékk mig til að halda að ef við losnuðum við Icesave væri vandi þjóðarinnar úr sögunni. En svo kemur í ljós að Icesve er ósköp lítill hluti af heildarvandanum.
Ef þetta er rangt hjá Vilhjálmi, þá endilega bentu á rangfærslurnar. Það er ekki "háttvirtum" þingmanni sæmandi að koma með tómar dylgjur um sendiboðann til að gera skilaboðin tortryggileg. Þú verður að gera betur en þetta.
Og fyrir okkur sem ekki vitum það: Hver eru tengsl Heimis Más við Samfylkinguna?
Með bestu kveðju,
Gísli.
Gísli (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 23:14
Þór Saari, þú ættir að biðjast afsökunar.
Þór Jóhannesson, 26.1.2010 kl. 23:23
Hvað í ósköpunum þýða þessar bleiku línur á "Litla Ísland"?
Dregin er lína frá Vilhjálmi til Verne, svo frá Verne til Novator, frá Novator til Kaupþing, og frá Kaupþing til Exista. Þetta á að sýna "tengsl Vilhjálms við Exista". Og hvað þýðir það? Hvernig sýnir þessi strikahrúga að Vilhjálmur tengist Exista?
Þetta er álíka gáfulegt og að segja að ég sé skyldur Nonna, sem er skyldur Guðrúnu sem er skyld Þór Saari. Aha! Við Þór Saari erum tengdir!
Að þingmaður beri á borð svona gagnslaust bull gengisfellir annað sem frá honum kemur.
Skeggi Skaftason, 26.1.2010 kl. 23:27
Heimir Már Pétursson, sem væri fyrrverandi framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar. Heimir Már gerði athugasemd við þetta og er rétt að leiðrétta þessa missögn að því er hann varðar. Heimir Már Pétursson var ekki framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar heldur Alþýðubandalagsins 1996 til 1999 sem bauð fram undir nafni Samfylkingarinnar það ár. Heimir var svo frambjóðandi til embættis varaformanns Samfylkingarinnar árið 2005 en beið lægri hlut fyrir Ágústi Ólafi Ágústssyni
Íris (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 23:51
Hliðarumræðan hér um augljós hagsmunatengsl Björgúlfs Thors (viðskiptafélaga Vilhjálms í gagngrunnsævintýrinu), við Samfylkinguna er ekki síður athyglisverð og mörgum spurningum ósvarað hvað það varðar. Fulltrúar frá vogunarsjóðnum Boreas Capital fóru með Framsóknarmönnunum Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Höskuldi Þórhallssyni til Noregs í október síðastliðnum, að freista þess að fá lán. Í fréttum Stöðvar 2 á þeim tíma var greint frá því að sjóðurinn hafi átt í miklum viðskiptum við Straum-Burðarás og þar af leiðandi við Björgólf Thor Björgólfsson. Boreas Capital sendu frá sér afar snarpa yfirlýsingu vegna þessa fréttaflutnings Baugs og Samfylkingarmiðilsins, sem segir þetta óhróður hjá „blogglúðrasveit“ Samfylkingarinnar. Ma. kemur meðfylgjandi fram í yfirlýsingunni orðrétt og hefur ekki verið gerð nokkur athugasemd eða leiðrétting við skrifin, sem þóttu afar öflugt rothögg á skrímsladeild Samfylkingarinnar:
Við verðum að trúa og treysta að þessi óvenju mikil tengsl Björgólfs Thors inn í efsta þrep íslenska stjórnkerfisins, í sjálf ráðuneytin, hafi ekki skaðað möguleika Björgúlfs Thors til að halda áfram hérlendis að því sem hann kann ekki neitt í að gera að reka fyrirtæki eins og stórkostlegar hremmingar þjóðarinnar af hans völdum sýna skýrt.
Þessi viðskiptareikningur Samfylkingarinnar sem sýnir styrki (mútugreiðslur?) 2007 segir sennilega allt sem segja þarf:
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 00:07
Guðmundur - þ.e. sérdeilis áhugavert, að valdir séu samstarfsmenn einungis frá Landsbankanum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 27.1.2010 kl. 00:29
Einar. Segðu. Hugsanlega telja stjórnvöld að þau eru að kaupa sér fullnumda "rekstrarsnillinga", eða jafnvel "Liers for Hire" eins og þeir eru kallaðir í Bretalandinu?
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 00:44
Getur "háttvirtur" þingmaðurinn, Þór Saari, virkilega ekki bent á hvað er rangt við upplýsingar Vilhjálms Þorsteinssonar?
Getur þingmaðurinn virkilega ekki bent á hvað var rangt við fréttina á Stöð 2?
Getur ekki einhver af hinum ofvirku kommenterum hérna hjálpað þingmanninum?
Það sem skiptir máli hérna er hvort upplýsingarnar eru réttar, ekki hver meint "tengsl" sendiboðans eru. Ef Morgunblaðið kemur með frétt sem tengist t.d. kvótakerfinu skiptir það höfuðmáli hvort fréttin er rétt, ekki hver tengsl Davíðs Oddssonar og eigenda Morgunblaðsins eru við LÍÚ.
Sem minnir mig á: Hvernig stendur á því að þingmaðurinn bloggar í skjóli Davíðs Oddssonar og LÍÚ?
Getur enginn bent á hvað er rangt hjá Vilhjálmi? Getur verið að þetta sé allt rétt hjá honum, en að það komi vissum þingmönnum illa að sá sannleikur komi fram?
Gísli (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 01:40
@Íris
Það er alveg óþarfi að ljúga. Heimir Már Pétursson var ekki í framboði til varaformanns Samfylkingarinnar árið 2005. Ekki veit ég hvað kemur þér til að bera slíka firru á borð hér í athugasemdakerfi á bloggi herra Såri. Nema þú sért í þeim flokki fólks sem finnst best að láta umræðuna fljóta á hálfsannleik, tilbúnum "staðreyndum" og "hafa skal það sem betur hljómar hverju sinni". En þá ertu líka í ágætum félagsskap herra Såri, Guðmundi tvisti og öðrum sem vilja helst fela eigið getuleysi með því að fara í stríð við ofureflið. Mannkynssagan inniber marga langa og hörmulega kafla um slík smámenni.
@ Guðmundi tvisti. Upptalningin hér að ofan um styrki til Samfylkingarinnar eru gamlar fréttir, því ólíkt öðrum flokkum hafði Samfylkingin frumkvæði að því að birta hann þannig að allt væri upp á borðum. Upptalning þín á fólki sem fengið hefur verið til starfa er einnig ekkifrétt sem byggð er á veikum grunni og hefur verið hrakin annarsstaðar. Það á ekki að vera til of mikils mælst að þú hafir eitthvað fyrir þér í skrifum þínum áður en þú kveikir á viftunni og hendir skítnum í loftið. Það gæti nefnilega eitthvað slest á þig í leiðinni - eitthvað sem þú átt ekki en loðir við þig vegna vænisýki og tortryggni annarra. Heiðarleiki var lykilorðið á Þjóðfundinum. Það er orð sem þú mátt gjarnan temja þér ásamt orðinu Sannleikur.
@ Þór Såri.
Til þingmanna verður að gera þá kröfu að þeir nýti tíma sinn til uppbyggilegrar orðræðu, vel grundaða á staðreyndum og bestu vitneskju á hverjum tíma. Það verður einnig að gera þá kröfu að þeir beiti ekki ofbeldi aðdróttanna og drullumaks á einstaklinga. Í ofangreindu hefur þú brugðist algjörlega og átt ekki skilið að bera virðingarheitið þingmaður. Blessaður taktu þér tíma í að endurmeta þinn vænisjúka málflutning og reyndu að nálgast málin með opnum huga og í samvinnu við fólk.
Hörður J Oddfríðarson, 27.1.2010 kl. 02:17
Gísli. Sem sennilega einn af þeim ofvirku, en ekki haldinn þráhyggju, reyni ég að aðstoða þig aðeins með að sýna fram á að Vilhjálmi hefur verið svarað og það ágætlega. Það hefur gert tölvunarfræðingurinn Bjarni Kristjánsson með hlutlausari reiknivél sem var ótengd Samfylkingunni. Ekki ætla ég að svara hvað var efnislega rangt í útreikningum kerfisfræðingsins Vilhjálms, en einhverra hluta vegna og þá frá öðrum hlutum sem hann leyfir sér að fullyrða og þá án þess að hafa minnstu hugmynd um mál eins lagalegs eðlis, er mér til mikils efa að hann hafi rétt fyrir sér í þessu tilfelli. Hann jú ræðst ekki á garðinn sem hann er lægstur með að ætla að kenna Jóni Daníelssyni prófessor í fjármálum við London School of Economics að reikna Samfylkingar-rétt. Skilst að Jón hafi fengið upplýsingar um þessi skrif Vilhjálms, og efa stórlega að þögn hans stafi að skömm yfir kunnáttuleysi sínu. Segist hugur að hann setji einhver lágmarksmörk hvað er þess virði að eyða tíma í. Skrif Vilhjálms hafa vakið töluverða athygli og ekki síður þáttur Heimis Más og Stöðvar2, og ma. sem hafa skrifað um þau er leiðarahöfundur Morgunblaðsins:
Við þessi skrif varð kerfisfræðingurinn Vilhjálmur að kvitta, og eitthvað virðist mér hann hafa misst niðrum sig hvað trúverðugleika varðar. Einum sólarhringi fyrr hafði ég eytt löngum tíma í að segja honum til í lögfræði, og hann er ekki fyrr búinn að móttaka langan skilmerkilegan póst þess eðlis að hann bókstaflega segir allt þveröfugt við sannleikann. Ótrúlega mikill Samfylkingarbragur á honum, enda einstaklega málefnalegt svar við leiðaranum. Sennilega á ágætu pari við þau sem hann vælir sem mest útaf þessa dagana.
Þessu svarar kerfisfræðingurinn leiðarahöfundi Morgunblaðsins:
Nú hef ég ekki minnstu hugmynd undir hvaða "Letter of Intent" ritstjórinn á að hafa undirritað sem er þjóðinni svo dýrt? Það einfaldlega er vandséð hvernig Seðlabankastjóri eigi að getað komist í þá stöðu að þurfa þess, fyrir utan að varla stenst þá meint ábyrgð á því nokkur lög. Örugglega ekki íslenska stjórnarskrá En þegar minnismiðar og öll meint loforð áttu að hafa verið gefin, þá fóru fremstir í flokki með Sjálfstæðisflokknum hulduflokkurinn horfni, nefnilega Samfylkingin. Þetta hefur formaður Samfylkingarinnar frá þeim tíma að segja um minnismiða og meintar skuldbindingar og loforðamál, sem ég reikna fastlega með að forritarinn er að dylgja um. Sem og hugsanlega undirritun samstarfsvilja Seðlabankans við AGS eftir skipun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, sem var hans embættisleg skylda sem starfsmanns ríkisins. Sem betur fer eru ríkisstarfsmenn ekki ennþá látnir taka ákvarðanir út frá sínum persónulegu skoðunum til mála. Ingibjörg Sólrún segir við fréttamenn:
Að auki ætti hver þokkalega skarpur skólakrakki að vita að engin getur skuldbundið ríkissjóð eins og í tilfelli Icesave ólögvörnum falsreikningi Breta og Hollendinga nema meirihluti Alþingis hefur samþykkt lagafrumvarp til þess og að forsetinnsamþykki þau og ritar undir. Flestir vita að hann neitaði því. All bull um að ráðherrar og embættismenn geti brotið stjórnarskrá til þess að uppfylla einhver loforð, er hrein lygi. Það eina sem þeim hefur hugsanlega tekist er að brjóta hegningarlög, og jafnvel þau sem fjalla um landráð. Allt annað er bull og til skammar að einhverjir eins og þingmenn Samfylkingarinnar og Steingrímur J. hafa leyft sér að fullyrða aðra eins fásinnu.
Sigurður Líndal lagaprófessor afgreiðir málið fyrir byrjendur í frábærlega upplýsandi grein:
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 03:18
Hörður. Þetta er verulega glæsileg innkoma hjá þér og ekki gleymdirðu gamla góða Samfylkingarskítadreifaranum.
Jú, - Heimir Már var í kjöri til varaformanns Samfylkingarinnar.
Hvaða máli skiptir hvað aðrir flokkar gerðu? Hvað máli skiptir þótt Samfylkingin hafi játað á sig mútuþægni þegar ljóst var að ekki tækist að forðast uppljóstrunina? Hvaða máli skiptir að mútufréttin er gömul? Hefurðu nýrri tölur? Það sem skiptir máli er að Björgólfur Thor mokaði peningum í flokkssjóð Samfylkingunnar, sem og einstaka þingmenn og ráðherra Samfylkingarinnar. Að hann skuli vera í þeirri aðstöðu eftir að vera einn aðalleikarinn í hrunsfarsanum, að ganga í að eignast gagnver ásamt frammámanni í Samfylkingunni segir allt sem segja þarf um fáránleika "Nýja Íslands". Svar Samfylkingarráðherra var "Sama hvaðan gott kemur" þegar fréttamenn spurðu í forundran hvort að hann væri þátttakandi í gagnagrunnsverkefninu.
Leggðu fram heimildir sem hrekja þessar fullyrðingar frammámanna í vogunarsjóðnum Boreas Capital sem voru fyrrum samstarfsmenn þeirra sem upp eru taldir hjá Landsbankanum og spunatrúðar og blogglúðrasveit Samfylkingar gerðu í brók með reyna að gera þá tortryggilega vegna tengsla sinna við Björgólfsfeðga. Svarið, - "það er búið að hrekja það" án þess að sýna neitt fram á slíkt dugar ekki nema hjá þá Samfylkingareinfeldningum.
Miðað við fyrstu fullyrðinguna sem ég svaraði býst ég ekki við miklu frá þér í að leysa hin verkefnin þó að nóg er af Samfylkingarskítnum til að dreifa. Þú dundar þér við að leita í íslenskri orðabók hvað þjóðfundar lykilorðin þýða, enda veitir augljóslega ekki af. Og í goðana bænum, ekki segja að þú ert þetta "ofurefli við að eiga" og passaðu þig á getuleysinu. (O:
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 03:57
Þetta er sérdeilis fróðleg lesning.
Sigurður Þórðarson, 27.1.2010 kl. 04:42
Ef þið hafið áhuga, þá er komin ný grein frá Jóni Daníelssyni.
The saga of Icesave
http://www.cepr.org/pubs/PolicyInsights/PolicyInsight44.pdf
http://voxeu.org/index.php?q=node/4527
Hann hefur ákveðið, að hafa hana á tveim stöðum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 27.1.2010 kl. 10:31
@ Íris Bið þig afsökunar á að hafa þig fyrir rangri sök. Það er rétt hjá þér að Heimir Már bauð sig fram til varaformanns Samfylkingarinnar og fékk örfá atkvæði í þerri kosningu.
@ Guðmundur tvistur. Þú verður að vera nákvæmari í málflutningi þínum. Listinn sem þú birtir eru ekki framlög til Samfylkingarinnar árið 2007 heldur árið 2006. Sjá hér: http://www.samfylkingin.is/Flokkurinn/Fj%c3%a1rm%c3%a1l Hins vegar er það svo að Samfylkingin, ein flokka, hafði frumkvæði að því að birta lista yfir öll framlög til flokksins á þessum árum. Þú heldur áfram að henda upp óljósum fullyrðingum um mútuþægni einstaklinga og flokks án þess að til sé innistæða fyrir þeim. Það er einnig ljóst að þú skilur illa merkingu orðanna heiðarleiki og sannleikur úr því þú ætlar í orðabókarhártoganir um þau. Það segir auðvitað miklu meira um þig en flest annað.
@ Þór Saari. Verða að biðja þig afsökunar á að hafa afbakað nafn þitt. Það var óviljaverk og um að kenna stillingum í heimilistölvu minni. Þeim hefur nú verið breytt. Efnislega hvet ég þig áfram til að endurmeta þær ásakanir og hálfsannleik sem þú hefur sett fram og vona að þú munir í framtíðinni standa undir virðingarheitinu þingmaður.
Hörður J. Oddfríðarson (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 10:40
Alveg er þetta rosalega fróðlegt. Takk fyrir þetta Þór. Skil nú ekki alveg afhverju fólk hér er að reyna að fá Þór til að biðjast afsökunar. Þó hann skrifi einn pistil um mann sem hefur sjálfur jarðað menn og málefni á eigin bloggsíðu til langs tíma. Þór linkar á fullt af gögnum sem afar fróðlegt er að skoða. Ég sagði nú bara "Ja, hérna...!" Ég hélt nefnilega að Vilhjálmur væri venjulegur samfylkingarbloggari og bara almennur meðlimur í blogglúðrasveit Samfó en annað hefur svo sannarlega komið á daginn! Nú er ekki lengur nóg að setja upp samfylkingar-síu-gleraugun þegar maður les bloggið hans ..... maður sér bara allt í nýju ljósi. Bara "forritari og bloggari" ! Ha ha ha! Djókið!
Soffía (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 14:11
skrímslabragur á þessu bara, Samspillingarhrúgan fer hér hamförum. Það vantar bara að Sólrún Gísladóttir stingi höfðinu hér undir fallexina til að toppa þetta.
Mér er skemmt, Vilhjálmur Þorsteinsson og lúðrasveit verkalýðsins ætlar bara virkilega að sannfæra okkur um að Vilhjálmur kunni að reikna. big deal.
Ef þetta fjallaði um útreikninga Vilhjálms og Jóns Dan, þá þyrfti ekki allan þennan djöfulgang hér. En þetta fjallar um allt annað, nefnilega "stóru myndina" hans Vilhjálms Þorsteinssonar.
Þetta er nú ekki merkilegt volk sem Vilhjálmur þarf að taka við hér, fremur léttvægt á mælikvarða þess sem gengur og gerist almennt á í samfélagi fræðimanna sem dæmi. Ef að Vilhjálmur hefði eitt meiri tíma í félagi við kollega sína í háskólasamfélaginu sem dæmi, þá hefði hann aldrei kynnt sig sem húsmóður í vesturbænum, heldur sem bissness-mann og stórgróser sem hann svo sannanlega er hvað sem öllu skrýmslakvaki líður.
En Vilhjálmur er bisnessmaður og það ber að taka áliti hans til samræmis við þá staðreynd. Spurningin er ekki hvort útreikningar séu réttir, það er tiltölulega ómerkilegt arguement. Spurningin er aftur á móti hvenær menn velja að nota réttar forsendur í sínum útreikningum og hvenær þeir velja að gera það ekki sínum hjartans málum til framdráttar.
Ég bendi á athugasemd mína nmr. 22 þar sem segir;
",,,,,,Síðast þegar ég kíkti inn á bloggið hjá þér á þessa færslu hér þá undraðist ég að þú skyldir vera tilbúin að gefa út svo afgerandi mat meðan að ekki lágu fyrir góðir og gildir skuldaþolsútreikningar;
http://vthorsteinsson.blog.is/blog/vthorsteinsson/entry/973776/
Eins og sést þá gerðu fleiri athugasemdir meðal annars Gunnar Tómasson hagfræðingur.,,,,,"
Nú í þeim pistli sem ég vísaði í með hlekk hér að ofan fór Vilhjálmur afar óvarlega í sinni gagnaöflun og reikningi. Þetta gerði af ásettu ráði máli sínu til stuðnings sem er "stóra myndin" (hugtakið síðan áðan).
Eins og ég sagði áðan þá er þetta ekki svo ýkja merkileg umræða og má eiginlega segja að þetta sé orðin einskonar framlengd líkvaka bjagaðra og spilltra úrlausna.
Lifið heil.
sandkassi (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 14:41
Gunnar: Mæli með þessari bloggfærslu minni um Myndrænar skuldir, og umræðunni um hana, sem er lífleg og prýðileg rökræða. Allar tölur í bloggfærslunni eru NB beint frá Seðlabankanum.
Vilhjálmur Þorsteinsson, 27.1.2010 kl. 15:02
Ég skal skoða þetta við tækifæri en nú þarf ég að hlaupa í kennslu. Ég ítreka það þó sem ég sagði hér áðan að menn rói sig niður, þetta er ekki ýkja mikill skellur sem þú ert að fá Vilhjálmur og munum við áfram lesa og njóta þinna skrifa, með fyrirvara um hagsmunatengsl þó.
Kíki á þetta í kvöld.
sandkassi (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 15:07
Hörður. Mikil skelfingar ósköp. Mér tókst að misrita 2007 í stað 2006. Gott að þú hafðir eitt strá til að hanga á. Satt að segja hef ég ekki hugsað mér að biðja þig leyfis að réttnefna mútugreiðslur til flokka og stjórnmálamanna sem mútu, í stað þess að ata sannanlega styrkþega og styrkveitendur aur með að blanda svo ósmekklega jafn ólíkum málum saman. Íþróttamenn, atvinnulausir, listmenn os.frv. þiggja styrki og eru vel af þeim komnir. Mútugreiðslur auðróna og fyrirtækja til 4flokkanna er helsta ástæða þess hvernig er komið fyrir þjóðinni í dag. Þjóðin tárast örugglega yfir stórkostlegum "uppljóstrunum" Samfylkingarinnar og "heiðarleikann" sem hún sýndi með að hafa birt bókhaldið á nákvæmlega sama hátt og hinir. En gerði hún það ekki töluvert seinna en aðrir flokkar, eða voru ekki einhverjir vankantar þar á eins og styrkgjafi sem hafði gefið einhverjar milljónir benti á að hann hafði ekki komið fram á listanum? Jafnvel seinastur flokka? Bar við að bókhaldið væri svo flókið og bla .. bla.. bla....
Þetta mátti ma. lesa í fréttafjölmiðlum í apríl 2009:
Þar segir síðan:
Hún virðist kunna að skammast sín fyrir það augljósa, þó svo það þvælist fyrir þér eins og þýðingu orðanna heiðarleiki og sannleikur. Tap og skuldastaða Samfylkingarinnar seg allt sem segja þarf, og rekstrarsnilldin og fjármálhæfnin er augljóslega sótt í smiðju snillingana sem bára á hana peningana og settu þjóðina á höfuðið. Skuldari er aldrei frjáls.
Það væri athyglisvert að fá nánari skýringar varðhunda Samfylkingarnar á gæfu og gjörvuleika þessara fyrirtækja og eigenda þeirra sem reyndust hafa reynst Samfylkingunni og þingmönnum hennar svona afskaplega vel á þessum erfiðu tímum flokksins fyrir hrunið? Það er margsönnuð staðreynd að, "Æ skal gjöf til gjalda!"
Meðfylgjandi er yfirlit styrkja til Samfylkingarinnar frá lögaðilum árið 2006 sem voru hærri en 500 þúsund:
Hver þessara fyrirtækja og eigenda þeirra voru ekki í aðalhlutverkum í hruninu? Einhver?
Góðar stundir.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 15:24
Vilhjálmur Þorsteinsson gengur erinda sinna eigin hagsmuna og hagsmuna Samfylkingarinnar og Bjögganna. Og það eru ekki hagsmunir almennings. Við hlustum ekki lengur á brellur þeirra og lygar. Hér er allt hrunið. Hér þarf að byggja upp af sanngirni og réttlæti, en ekki sérhygli ákveðinna valdaklíkna, sem fela sig á bakvið valdastofnanir ríkisins. Meira hef ég ekki um málið að segja. Jú eitt enn: Vilhjálmur við kærum okkur ekki lengur um Húsbændur þína og enn síður að vera Hjú þeirra.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 21:06
Er að lesa þetta blogg hjá ykkur margt fróðlegt að sjá, hart skotið á milli manna en eitt sérstakt sá ég á bloggi Vilhjálms Þorsteinssonar það var það að við værum í pólitísku stríði við umheiminn já það er rétt smæð okkar er tilfinnanleg og hann segir látum undan hverslags aumingjaskapur er þetta eiginlega hann er langt frá því að vera hæfur í stjórnun mann greyið við megum aldrei gefast upp sama hvað hver segir þá er öllu lokið, við eigum litla sameiningarvon hún er falin í því að eyða spillingunni sem hér viðgengst og ná þeim sem stálu af okkur lífeyrinum peningunum úr kerfinu tryggingarfénu og öllu sem hönd á festi það gerum við ekki með því að láta spillingarflokk eins og Samfylkinguna stjórna hér áfram. Við verðum að fá óháða stjórn strax annars er öllu lokið.
Sigurður Haraldsson, 28.1.2010 kl. 01:32
Sjá færslu 28 hjá Vilhjálmi sorglegt og um leið kaldhæðnislegt að beita börnunum sínum á vinnumarkaðinn til að borga skuldir Björgúlfsfeðga ef þú Vilhjálmur er maður að meiri þá ferð þú persónulega í það að finna peningana sem þeir stálu verðu börnin þín því óréttlæti sem við ætlum að rétta þeim ef við gefumst upp.
Sigurður Haraldsson, 28.1.2010 kl. 02:20
Í ljósi þess viðurstyggilega að Ólafur Ólafsson virðist eiga að fá Samskip frá valdhöfum, svona líka þegjandi og hljóðalaust í gagnsæi þeirra, þá má kannski vera skiljanlegt að Vilhjálmur Þorsteinsson sé að verða óþolinmóður fyrir hönd sinna Húsbænda. Hann sér bara draumsýn Húsbænda sinna um að þeim takist að smygla gamla Íslandi óbreyttu inn á bök okkar Hjúanna. En þá skal hann muna það að við kærum okkur heldur ekki um að vera Hjú framsóknardúddanna og almennt ekki neins af valdstjórnunarliði 4-flokka skrímslisins. Við viljum og munum kremja skítinn úr því skrýmsli, ég tala bara um skítinn, því það er kannski hægt að finna eitthvað heillegt í flestum flokkanna.
Það eru hagsmunir alls almennings, sem verður nú eingöngu að hafa að leiðarljósi. Annars brýst hér út alvarlegur ófriður, því svo mjög hefur allur almenningur verið hæddur, smánaður og niðurlægður að undanförnu. Við hlustum ekki lengur á brellur og lygar 4-flokksins. Og heldur ekki á "agenta" þeirra eins og td. Vilhjálm Þorsteinsson. Munum: Hér er allt hrunið. Ég endurtek: Hér er allt hrunið! Halló! Allt traust til valdastofnana ríkisins er þorrið, það er hrunið.
Allt þetta veit allur meirihluti þjóðarinnar!
Hér þarf að byggja allt upp á nýtt, af sanngirni og réttlæti, en ekki sérhygli ákveðinna valdaklíkna, sem fela sig á bakvið valdastofnanir ríkisins. Meira hef ég ekki um málið að segja. Jú eitt enn: Við kærum okkur ekki lengur um Húsbændurna og enn síður að vera Hjú þeirra. Ég spái því að fljótlega upp úr mánaðamótum fari eldar að loga á Austurvelli og lýsi upp himininn. Venjulegt fólk -við hin skattpíndu og með stökkbreyttu lánin og fleiri sem eiga um sárt að binda - Hjúin - gerum uppreisn gegn Húsbændunum! Og mikið verður það tímabær uppreisn til uppstokkunar á öllu gumsinu! Nú stillum við strengina samnan og förum fram með þá sjálfsögðu og réttlátu og sanngjörnu kröfu: ÍSLENSKUM ALMENNINGI ALLT!
Stjórnvöld gera þetta ekki fyrir okkur, það er öllum augljóst, sem ekki eru staurblindir, múlbundnir á flokksklafa eða með sérhygli sinnar eigin brókar. Við verðum að gera þetta sjálf. Förum nú að mæta af krafti alla laugardaga niður á Austurvelli kl. 15:00. Sjáumst fagnandi og byrjum að gera eitthvað sjálf í málunum. Við eigum það skilið að lyfta okkur upp og leyfa hjörtum okkar að slá í samhljóm, eftir allt það sem á undan er gengið.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 03:54
Frábær baráttuandi Pétur svona eigum við að hugsa ekki er okkur boðið upp á annað. Takk fyrir að meiga koma hér inná blogg þitt Þór Saari og tjá sig.
Sigurður Haraldsson, 28.1.2010 kl. 17:46
Það verður æ skiljanlegra, m.a. af málflutningnum á þessum bloggþræði, af hverju Hreyfingin er með 1,7% fylgi meðal þjóðarinnar - þrátt fyrir kjöraðstæður fyrir nýtt, ferskt og öðruvísi framboð. En Þór Saari er svo sannarlega enginn Vilmundur Gylfason.
Vilhjálmur Þorsteinsson, 2.2.2010 kl. 03:25
Ertu hérna ennþá Vilhjálmur? Var þetta ekki komið á hreint?
sandkassi (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 16:48
Það er greinilega eitthvað sem klórar honum hér. Eitthvað sem svíður e.t.v. undan. Ég fæ alla vega ekki annað út úr þessu.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 2.2.2010 kl. 16:52
Það má allavega segja að það er enginn Vilmundur hjá Samspillingunni.
það er alveg ljóst að þar á bæ, hafa menn svikið það sem Alþýðuflokkurinn og Bandalag jafnaðarmanna stóðu fyrir. Nefnilega Jafnaðarmennsku. Að allir séu jafnir.
Þetta á greinilega ekki heima í Samspillingunni, þar hafa auðsjáanlega sum svín hafa gerst jafnari en önnur. Samanber t.d. framapot Ingibjargar S. Í framboð til öryggisráðs Sameiniðuþjóðanna. Á sama tíma og hún sat í þeirri ríkisstjórn sem hundsaði dóm Mannréttindanefndar sömu stofnunar. Í kvótamálinu gegn ríkinu. Óleyst mál enn í dag.
Og þá grundvallar hugsjón að vinna fyrir fólkið í landinu, sem Ráðherra og alþingismaður.
Sem dæmi: Þegar bankahrunið varð, af hverju fóru ekki Ingibjörg og Geir strax til Breta og Holl og ESB og leituðu hjálpar með að finna og rekja peningana og handsama glæponana? Og af hverju hefur Samspillingin sem er í stjórn, enn ekki handtekið t.d. Landsbankaklíkuna og er til og með í viðskiptaviðræðum við Bjöggana um að rétta þeim orkuna okkar á leyni, slikk prísum. Ásamt skattaívilnunum.
Svei. Vanhæft skítapakk.
Og svo skulum við spyrja að leikslokum, skoðunarkannanir sem eru unnar og pantaðar af Baugsmiðlum eru ekki hátt skrifaðar.
Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 22:01
Vilhjálmur, það er bara kominn sá tími að við köllum hlutina það sem þeir heita, það þarf ekkert andskotans kurteysishjal um það sem þið Samfylkingarmenn eruð að gera nú um þessar mundir kallandi þessa ríkisstjórn vinstri velferðarstjórn, þvílíkt og annað eins kjaftæði, þið keppist við það reyna að ríða þjóðinni til helvítis með því að gera annahvort ekki neitt eða nákvæmlega allt rangt og hvort tveggja skal vera leynimakk, reyndu að átta þig á því maður að þjóðinni svíður undann ykkur fræðingunum sem vissuð allt fyrir hrun um hvað og hvernig skildi gera og ekki minna núna um hvernig þjóðinni skal bjargað og nánast allt sem veltur yfir tennurnar í ykkur er sama helvítis bullið og gengur enn og aftur út á það að nauðga Íslensku þjóðinni sem vill ekkert af ykkur vita.
Fylgi í keyptri skoðannakönnun hefur ekkert með það að gera hvernig þjóðinni líður, það kraumar í Íslenskri meðvitund, það er stutt í að Íslensk sál getur ekki meir, það er stutt í að fjórflokkurinn fær á baukinn og það er stutt í það Vilkjálmur að hrunameistarar og þeirra rágjafar fái á augað, það er víða komið blóðbraggð í munna og þá duga ekki nýhreinsuð jakkaföt og vatnsgreiðsa eða einhver jesúsiska.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 7.2.2010 kl. 13:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.