Þór Saari

Höfundur er hagfræðingur af góða skólanum þar sem kennd var víðsýni og efahyggja og allar kreddur voru litnar hornauga.

Er fæddur á því annars ágætis ári 1960 á Miami Beach í Flórída fylki í BNA og flutttist til Íslands um sex árum síðar (ef einhver veit hvað kúltúrsjokk er þá er það ég).  Saari nafnið er frá Finnlandi en karl faðir minn var upprunalega þaðan, Þórs nafnið er svo frá Reykjavík en þar áður að hálfu frá Heiðarseli á Síðu og að hinum helmingi úr Eyjum.  Níu ára gömul dóttir mín heitir Hildigunnur og er úr fyrrum hjónabandi.

Restin af lífinu hefur verið spaghettí en gerðu svo vel, lestu bara.

Náms- og starfsferill:

  • Landspróf miðskóla, 1976.
  • Sjómaður (háseti og bátsmaður), Eimskipafélag Íslands, 1977 - 1987.
  • Nám, University of South Carolina, B.N.A., 1988 - 1991 (Markaðsfræði, B.Sc., cum laude)
  • Enskukennari, Barselóna, Spáni, 1991 - 1992.
  • Nám, New York University, 1992 - 1995, (Hagfræði, M.A.; Advanced Certificate)
  • Aðstoðar-hagfræðingur, S.O.M. Economics/The Brenner Group, New York, 1993 - 1995.
  • Hagfræðingur, The Conference Board, New York, 1995 - 1997.
  • Ritstjóri, U.N. Statistical Yearbook (41. ed.), Sameinuðu þjóðunum, New York, 1997.
  • Hagfræðingur (deildarstjóri), Seðlabanka Íslands, 1997 - 2001.
  • Nám, Háskólinn á Akureyri, 1999 - 2000, (kennsluréttindi, framhaldsskólastig).
  • Hagfræðingur (deildarstjóri), Lánasýslu Ríkisins, 2002 - 2007.
  • Ráðgjafi, OECD, París, 2008 - dato.
  • Stundakennari, Resktrarhagfræði og Þjóðhagfræði, Tækniskólinn, 2006 - dato.

Er félagi í Amnesty International, Borgarahreyfingunni, Framtíðarlandinu, Fuglaverndarfélagi Íslands, Náttúruverndarsamtökum Íslands, ReykjavíkurAkademíunni, Samstöðu - bandalagi grasrótarhópa, Samtökum um lýðræði og almannahag, Stangaveiðifélagi Reykjavíkur og að auki gjaldkeri Breiðavíkursamtakanna.

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Þór Saari

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband