Gagnver handa Björgólfi Thor í boði skattgreiðenda

Síðasta umræðan um gagnver til handa vildarvinum Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks, Björgólfi Thor Björgólfssyni og fleirum var á Alþingi í gærkvöldi. Það var með ólíkindum að hlusta á formann iðnaðarnefndar, Samfylkingarmanninn Skúla Helgason, verja þess ákvörðun sem tekin er í kjölfarið af því að títt nefndur Björgólfur veitti milljónum til einstakra þingmanna og milljónatugum til stjórnmálaflokka sem eigandi Landsbankans fyrir hrun. Sumir þingmanna sem munu samþykkja þetta frumvarp eru þiggjendur þessara peninga.

Ég og Birgitta vorum með ræður gegn þessu en fámennt var í þingsal. Hvað um það, Samfylkingin ræður og VG dinglar með eins og ilmspjaldið sem hangir í baksýnisspeglinum. Lifi lýðræðið og heilindin.

Hér eru ræðurnar okkar.

http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?raeda=rad20100518T231742&horfa=1

http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?raeda=rad20100518T233019&horfa=1

Málið kemur svo til endanlegrar atkvæðagreiðslu þegar þing kemur saman á ný þann 31. maí, fylgist vel með hverjir styðja málið því samþykkt þessa frumvarps mun festa Ísland endanlega í sessi sem bananalýðveldi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Það er búið að vera sorglegt að fylgjast með því hvernig þú hefur sokkið dýpra og dýpra í fen lýðskrums, hártogana og lágkúru.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 19.5.2010 kl. 12:27

2 identicon

Það verður mjög athyglisvert að sjá hvernig "styrk"þegarnir nota atkvæði sitt...

..nóg kostaði það nú.

Kjósandi (IP-tala skráð) 19.5.2010 kl. 12:29

3 identicon

Er það nú orðið lýðskrum að reyna að koma í veg fyrir gjörning sem þennan.

Er það miskilningur hjá mér eða er Björgólfur Thor ekki undir rannsókn hjá sérstökum saksóknara?

Er það eðlilegt að íslenska ríkið standi í viðskiptum við manninn, eftir stærsta bankarán mannkynssögunnar?

Mér sýnist Ólafur vera sokkinn djúpt í fen siðleysis og stuðnings við hvítflibbaglæpamenn. Mér þykir það miður.

..en þetta er nú bara mín skoðun.

Kjósandi (IP-tala skráð) 19.5.2010 kl. 12:31

4 identicon

Takk Þór. Enn og aftur, eruð þið Hreyfingarþingmenn þeir einu sem eruð að vinna fyrir þjóðina þarna á þessu lítilsvirta Alþingi.

Sannarlega höfum við séð það á síðustu dögum að  Alþingi er notað sem aldrei fyrr, sem afgreiðslu batterí fyrir sama glæpa pakkið og stal öllu hér og setti þjóðina á hausinn.

Til að þeir geti haldið áfram óhindrað og með lögum, hafnir yfir alla samkeppni.

Svei ykkur 4flokka samspillingar, landráðalið sem styður svona viðskifti. 

Það eruð þið sem ættuð að dæmast eftir 100 grein hegningarlaga: „Hver, sem ræðst á Alþingi, svo að því eða sjálfræði þess er hætta búin, lætur boð út ganga, sem að því lýtur, eða hlýðir slíku boði, skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár, og getur refsingin orðið ævilangt fangelsi, ef sakir eru mjög miklar".

Það eruð þið sem hafið hópað ykkur saman um að stela Alþingi frá þjóðinni, til að gegna hagsmunum örfárra. Stolið sjálfræði þess.

Landráð í mínum huga.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 19.5.2010 kl. 13:04

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Sá sem stundar lýðskrumið, hártoganirnar og lágkúruna hér á þessum vettvangi er Ólafur en ég tel að við sökkvum seint í því. Hins vegar er raunveruleg hætta á því að við sökkvum öll enn dýpra fyrir það að Alþingi er farið að hampa stórglæpamönnum eins og Björgólfi Thor. Má vera að enn hafi enginn af glæpum hans verið sannaðir á hann með beinum hætti en það má hverjum vera það ljóst að þess er ekki langt að bíða að svo verði. Þingmennirnir sem hann keypti hlut í með beinum eða óbeinum hætti ganga erinda hans af miklum móð. Það má hverjum vera ljóst sem vill horfast í augu við staðreyndir.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 19.5.2010 kl. 13:21

6 identicon

Takk fyrir þetta, Þór.  Ég er búin að merkja við dagsetninguna í dagbókina mína.  

Ásdís Bragadóttir (IP-tala skráð) 19.5.2010 kl. 14:23

7 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þessi Skúli Helgason kemur alls ekki vel undan vetri. Þótt hann hafi haft hægt um sig síðan húsakaup hans voru til umræðu þá var þessi drengur framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar og veit allt um styrkina, hverjir borguðu og hverjir þáðu.  Hann er líka tengdur inn í banka. Sem formaður iðnaðarnefndar er hann bara leppur Katrínar Júl og Vilhjálms Þorsteinssonar sem öllu ráða. Hverjir munu verða að segja af sér ef Alþingi samþykkir þennan makalausa samning?  Mín skoðun er að Verne Holding geti vel klárað þetta verkefni án ívilnana frá íslenska Ríkinu.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 19.5.2010 kl. 14:25

8 identicon

Við skulum ekki vera svona svartsýn. Ef að Landsbankinn vinnur boðaða málssókn sýna við BTB þá fer verðmæti hlutar BTB í gagnaverinu upp í að borga IceSave!

Úlfur (IP-tala skráð) 19.5.2010 kl. 15:02

9 Smámynd: Sævar Finnbogason

Það er alveg makalaust að meðan við sitjum uppi með þetta Icesave mál klæji Samfylkingunni í fingurna að niðurgreiða orku til félags sem er að hluta í eigu Björgólfs.

Það er jafn furðulegt og að fólk skuli hafa geð í sér til að kaupa símaþjónustu af Nova(tor)

Að auki er þetta netþjónabú ekkert annað en stafrænt vöruhús. Hátækistörfin tengja því sem vistað er á netþjónum, og það er gríðarlegur fjöldi starfa. ÞAU verða ekki unnin hérlendis þó einhver vélbúnaður verði settur upp hér til að svína ódýrt rafmagn út úr trúgjörnum Íslandingum. 

Þetta mál er spuni frá upphafi

Sævar Finnbogason, 19.5.2010 kl. 16:33

10 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Hvað segir þú Þór var virkilega þunnskipaður þrettándinn í Þjóðarleikhúsinu - hvernig má slíkt vera ?  Ég sem "trúði" því að þessir "sómakæru" leikarar mættu til sinna starfa , ekki ert þú að segja mér að það þurfi að setja upp stimpilklukku í leikhúsinu eins og er á vinnustöðum þú veist - neinei það gat ekki verið - enga stimpilklukku , því þetta er ekki vinnustaður - þetta er leikskóli .

Hörður B Hjartarson, 19.5.2010 kl. 22:16

11 identicon

Hvers vegna eru ekki sett upp leiktæki fyrir ykkur launþegana á alþingi ?

Það gerist ekkert að vitit þarna !

Ef þið væruð á skipi væri það fyrir löngu sokkið, en því miður er það ekki þannig !

JR (IP-tala skráð) 19.5.2010 kl. 22:48

12 identicon

Þór Þú ert einn af mjög fáum sem er að vinna Fyrir Almenning

Takk Fyrir Að vera Heill ennþá

Sammála það er ábyggilega mjög erfitt að vera innann um alla þessa spilltu Ráðamenn og halda sönsum það hlýtur að vera list.

Ég er enn á þeirri skoðun að það þurfi að hreinsa þarna út því þorri ráðamanna er ekki að vinna fyrir almenning, heldur fyrir sig og sinn flokk.

ótrúlegt er einnig að vinir ráðamanna fái að dæma um vanhæfi ráðamanna.

Látum Vini Kaupþingsmanna dæma Kaupþingsmenn svo jafnræði ríki í sakamálum

Þór Haltu Áfram þú ert von

Kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 19.5.2010 kl. 22:55

13 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

JR ef þú hlustaðir á ræður þeirra Birgittu og Þórs, þú finnur krækjur inn í þær hér að ofan í færslu Þórs, þá myndir þú átta þig á því að ræður beggja eru fullar af viti. Þau eru sem betur fer ekki einustu þingmennirnir sem berjast við að varna því að skipið sökkvi með okkur öllum innanborðs. Þar með töldum þér. En þeir eru því miður alltof, alltof fáir sem líta á það sem sitt hlutverk að varna skipinu þess að það sökkvi enda þykjast margir þeirra vera búnir að taka björgunarbátana frá fyrir sig.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 20.5.2010 kl. 00:33

14 identicon

Enginn útrásarvitleysingur á að fá að eiga eitt né neitt hér á landi; Punktur og basta.

doctore (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 16:08

15 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Alþingi fer að verða einn sóðalegastui vinnustaður sem maður veit um..alltaf að koma viðbjóður upp..og mun koma.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 27.5.2010 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband