Hrunið, afsagnir og meðvirkni.

Þegar þetta er skrifað hafa þrír þingmenn sem tengdust Hruninu "tekið sér frí".  Þar sem afsagnir stjórnmálamanna á Íslandi hafa ekki beinlínis verið daglegt brauð þrátt fyrir ýmsar mjög ámælisverðar athafnir þá má e.t.v. líta á það þannig að viðkomandi þingmenn viti einfaldlega ekki hvað þeir eru að gera (frekar en oft áður myndi einhver segja). Þess vegna telja þeir sig geta bara tekið sér frí og halda að það sé að axla ábyrgð. Það var Björgvin G. Sigurðsson sem reið á vaðið með þessa nýsköpun í nálgun á pólitískri ábyrgð og eins og með marga aðra nýsköpun á Íslandi, s.s. laxeldi og loðdýrarækt þá voru aðrir ekki lengi að stökkva á vagnin.

Nú eru Þorgerður Katrín og Illugi líka komin í "frí" og ef fer sem horfir þá vænkast brátt hagur Klöru á Kanarí. Níu til viðbótar þarf til að Alþingi geti svo mikið sem byrjað á að endurheimta æru sína. Það er e.t.v. ráð að niðurgreiða fyrir þá farið svo hægt sé að vinna í friði í þinginu þar sem penir sendiherratitlar eru nefnilega ekki við hæfi við þessar aðstæður. Niðurgreiðslur er aðferð sem t.d. borgaryfirvöld í Hamborg hafa notað til margar áratuga en þar á bæ var stofnuð s.k. rónabúlla niður við einhvern drungalegasta hluta hafnarinnar og bjórinn þar niðurgreiddur umtalsvert af borgaryfirvöldum. Þetta hefur gert það að verkum að rónarnir, óæskilegar persónur á almannafæri að mati Hamborgara, halda allir til á einum og sama staðnum, all fjarri hinum og úr augsýn.

Ef Alþingi á einhvern tíma að verða að trúverðugri stofnun og ef íslensk stjórnmál eiga einhvern tíman að geta starfað í anda alvöru lýðræðis, þá verða þeir sem tengjast þessu Hruni og sitja á Alþingi að víkja. Þau mega kalla það frí ef þau vilja. Vonandi hafa þau þó þá skynsemi til að bera að vera í "fríi" fram að næstu kosningum og leggja þá verk sín hendur kjósenda.

Ég fagna því að þetta þríeyki hafi vikið af þingi vegna þess að það er gott fyrir stjórnmálin og gott fyrir þingið, en ekki vegna þess að þau eru það sem kallað er "pólitískir andstæðingar" í barnalegu lingói þingsins, enda eigum við í Hreyfingunni enga andstæðinga á þingi. Þau eru eins og aðrir þingmenn með margt til síns ágætis, færir þingmenn og ágætis fólk sem vegna aðstæðna, vegna sinna eigin gjörða og vegna gjörða annarra, fóru langt út fyrir allt velsæmi í pólitísku siðferði. Þau eru "menn meiri" eftir ákvörðun sína.

Í umræðum um störf þingsins á föstudaginn gerði ég "frí" Björgvins G. að umræðuefni sem má sjá hér.  Það var athyglisvert að þrátt fyrir þann fordæmalausa atburð sem afsögnin/fríið er var þá þorði enginn annar þingmaður svo mikið sem að minnast á málið einu orði. Það eitt segir meira en margt annað um hugarfar þingmanna og meðvirknina sem er til staðar meðal þeirra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannski þetta sé eitthvað sem dómstólar landsins ættu að athuga ... í staðinn fyrir að dæma menn til varðhalds, fangelsisvistar eða í steininn þá gefa þeir bara sökudólgunum frí.

"Jón Jónsson, þú hefur verið fundinn sekur af þeim sökum sem á þig hafa verið bornar og ert dæmdur í 3 ára óskilorðsbundið frí."

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 00:31

2 identicon

 Ansi ertu mikill maður í dag. Illkvittni og það hlakkar í þér, þú getur illa hamið gleðina í brjósti þér yfir hörmungum kollega þinna. Þeir skulu ekki fá að trappa sig út úr Þinghúsinu, þú vilt sparka í þá líka. Þú reynir ekki að sýna smá nærgætni: Klörubar og rónarnir í Hamborg??

Villi (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 00:34

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvað með þetta? Baráttaþóðarinnar er töpuð. Engin furða að IGS hafi grátið. Það var ekki vegna játningar hennar um augljós svik fortíðarinnar, heldur endanleg uppgjöf sú sem skrifað var undir í skjóli náttúruhamfaranna.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.4.2010 kl. 00:50

4 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Jesús kristur! Þór Saari er hér á trúnó! og ekkert kemur út úr því nema helst það að hann lítur á sjálfan sig sem óspilltasta manninn á þingi?

Guðmundur Júlíusson, 18.4.2010 kl. 01:12

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

Minnz líkar þinnz ...

Steingrímur Helgason, 18.4.2010 kl. 01:30

6 identicon

Gott hjá þér eins og það nær , betur má ef duga skal .Er það vegna æðruleisi Islendinga sem fjórflokkurin  kemst upp með spillinguna og glæpina eða er það vanmat almennings að þeir fara svona hrottalega djöfulega ómerkilega með venjulegar manneskjur Islands ? uppræta hreiðrinn / ekki bara skipta um óværu / hvar eru óværu uppeldisstöðvar glæpa klíku spillingar á Islandi ? hver eru HREIÐRINN ? en auðvita má ræða þetta mjög málefnalega / hvað sega þau , verðum að læra af mistökunum læra af söguni/mistokum ? hafa þessi hámenntuðu kvekindi aldrei litið í bók og aldrei lesið neitt um söguna ? UPPRÆTA aumingja óværu glæpa klíku spillingar sóða langættardólga arðráns HREIÐRIN flokkseigandafélögin / þínglýsa kosningaloforðum/stefnuskrá   reglur dauðans aðhald viðurlög á manneskjurnar gráðugar breiskar / og að eigin sögnn helst þeim öllum tímavél vantar , því aldrei eu þau á réttum stað á réttum tíma

Ásgeir Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 01:51

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Gott hjá þér Þór Saari!

Hvernig í ósköpunum dettur svika-mönnum í hug að fara aftur á launalista alþingis eftir FRÍ, með svona svika-störf í þágu þjóðarinnar á samviskunni???

Ég hefði heldur viljað hverfa af yfirborði jarðar en að láta mér detta í hug að snúa aftur til starfa þar með svona svik og skömm á samviskunni! Ég einfaldlega skil ekki samvisku þessa fólks? M.b.kv. Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.4.2010 kl. 02:46

8 identicon

Og sjáið liðið sem kemur inn fyrir þetta pakk,ekki eykst virðing alþingis við þessi býtti

magnús steinar (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 10:06

9 identicon

hefur einhver reiknað hve Þorgerðu K og c/o þessi sem kom til dyra og skýldi sér með barni , væru leingi og hve margar ferðir hún verða að fara ef þau ættla með vel fengin auð sinn úr landi á tímum gjaldeirishafta ? 1.700.000.000 kr fyrir vel unnin störf + öll fríðindin er til þeirra renna , eiga sennilega fyrir mat , húsaleigu og skólabókum fyrir börninn ? ef Kerlíngin færi með 500.000 kr í hverria ferð sem er víst löglegt , væru það 3400 ferðir og með smá hvíld um helgidaga færi Kerlíngin guðsútvalda ca 290 ferðir á ári og væri þá um 11,7 ár að koma auð sínum úr landi / auðvita er þessu öllu vorkun

Ásgeir Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 14:40

10 identicon

Þetta minnir mig á teiknimyndina af hrægömmunum 3 í trénu sem hlógu og kættust þegar einhverjum hlekktist á.

Ef þið haldið að þetta fólk hafi ætlað að bregða fæti fyrir Íslensku þjóðina til að græða á því persónulega og að þið hefðuð gert eitthvað betur í sömu aðstöðu þá grýtið bara steinunum úr glerhúsunum ykkar. Af hverju fljúgið þið ekki á heim til Jóhönnu Sigurðarsóttur eða Össurar sem sátu á ábyrgðarstólum í hruninu, og það sem verra er sitja enn í hruninu eftir hrun og hafa valdið því með áframhaldandi aðgerðarleysi og sjálfsánægju yfir ráðherranafnbótinni.

Sveinn (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 15:20

11 identicon

Þetta er alla vega spor í rétta átt. Frí er betra en hefðu þau ekki vikið. Svo er spurning hvort þeim verði tekið fagnandi aftur - ég efast um það, en hvað veit ég! Menn hafa komið úr fangelsi eftir að hafa rænt almannafé og fengið uppreisn æru. Má ekki búast við slíku aftur?

Ég vorkenni satt að segja Björgvini mest. Ömurlegt að upplifa eftir á að mikilvægum upplýsingum var haldið leyndu fyrir honum. Ógeðsleg framkoma gagnvart honum og þvílík vanvirðing.

Mér persónulega varð nóg boðið þegar Þorgerður Katrín fór tvisvar til Kína með karlinn á kostnað ríkisins til að sjá handboltann. Það var fyrir hrun. Hún bar enga virðingur fyrir almannafé.

Illugi átti að sjálfsögðu að víkja strax í ljósi þess hve hann nýtti stöðu sína og sambönd. Það voru mikil vonbrigði að heyra það vegna þess að ég hafði mikið álit á honum :-(

Eva Sól (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 16:00

12 identicon

Nú er Þór kominn í hlutverk púkans á fjósbitanum.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 18:51

13 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Mér finnst ekki mikið til koma varðandi þessa frís sem Illugi og Þorgerður taka..eru þau ekki á launum..í staðinn fyrir að þurfa að sitja og gera ekki neitt á þinginu..sitja þau bara heima í staðinn..og á launum, ekki neinum atvinnuleysisbótalaunum..enda myndi þá eitthvað heyrast frá þessu pakki..en vonandi kemur sá dagur að þetta "lið" þarna niður frá fari að átta sig á því að þau eru þjónar almennings!!

Ægir Óskar Hallgrímsson, 18.4.2010 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband