Meira um Hrunið, ræða og Kastljós

Umfjöllun um Skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis hét áfram í dag í þinginu. Það var dapurlega fátt um að þingmenn ræddu þá meginmeinsemd dagsins sem er að á Alþingi er talsverður fjöldi þingmanna sem samkvæmt öllum eðlilegum siðferðisviðmiðum ætti að segja af sé og hætta á þingi vegna tengsla sinna við Hrunið.

Ég hef alltaf haft efasemdir um að Alþingi gæti tekið á þeim málum Hrunsins sem snúa að þinginu sjálfu og þingmönnum. Þess vegna lagði Hreyfingin það til að þegar skýrslan kæmi út yrði skipuð nefnda valinkunnra manna utan þingsins sem fjölluðu um þau siðferðilegu og lagalegu álitmál sem vörðuðu þingmenn og Alþingi sjálft. Þeirri tillögu var alfarið hafnað af öllum fjórflokknum. "Við erum Alþingi og við verðum að taka á málinu sjálf" var viðkvæðið. Miðað við umfjöllunina í þinginu í dag og í gær virðist það tækifæri vera að renna mönnum úr greipum.

Hreyfingin gerði í dag enn eina tilraun til að leiða þinginu fyrir sjónir að það sem skiptir miklu máli er að þingmenn sjálfir axli ábyrgð með sjánlegum og afgerandi hætti vegna þeirra tengsla sem þeir hafa haft við hrunið og hrunverja. Margrét hélt frábæra ræðu  í þinginu í dag, einu ræðuna sem í raun fjallaði um kjarna málsins.

Sjálfur var ég í Kastljósinu og upplifði þar sömu tilfinningu og á þinginu, þ.e. afneitun stjórnmálamanna á eigin ábyrgð á Hruninu. Enginn formanna fjórflokksins talaði um siðferðilega ábyrgð þeirra stjórnmálamanna sem með einum eða öðrum hætti tengdust Hruninu, ekki frekar en þegar þeir töluðu í þinginu á mánudaginn.  Ég er hræddur um að það muni aldrei gróa um heilt í íslensku samfélagi ef stjórmálamennirnir og stjórnmálaflokkarnir taka ekki á sig rögg og endurmeti frá grunni hvernig siðvit eigi að vera viðmiðið í stjórnmálum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég bara gat ekki fengið mit til að hlusta á eina einustu ræðu sem var flutt á þinginu í dag nema þá sem Margrét flutti. Ég sá ekki eftir því!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 15.4.2010 kl. 00:02

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Svona afneitunarástand er innanhallt við öll norm. Þetta er huglægur sjúkdómur. Blessað fólkið verður að reyna að koma sér í afvötnun.

Árni Gunnarsson, 15.4.2010 kl. 00:23

3 identicon

Maður eiginlega skilur ekki hvernig t.d. Bjarni Ben getur séð sér sætt áfram. Ótrúlegt.

Annars varst þú góður í Kastljósinu. Skoraðir örugglega mörg prik hjá mörgum.

Halda áfram!

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 00:52

4 identicon

.. eða Össur maður ... og Þorgerður??? Vá!

Alveg Ótrúlegt!!!

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 00:53

5 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Alveg sammála, en hvernig getum við hjálpað þeim til að taka þessa sjálfsögðu ákvörðun?  Þessir samseku alþingismenn virðast ekki kveikja á því sjálfir að nærvera þeirra á þingi og afneitun á eigin eigin ábyrgð rýrir traust almennings á Alþingi. Og hvernig stendur á því að mörkin voru sett við 100 milljónir? Ég vil sjá lista með öllum lánum sem alþingismenn fengu til að braska með hlutabréf fyrir og ekki síst vil ég fá að vita hverjir fyrir utan Össur Skarphéðinsson voru svo heppnir að selja, frá vormánuðum 2008 til þess sem allt hrundi. Það voru nefnilega fleiri í sömu stöðu og Baldur Guðlaugsson, og þeir eiga allir að vera ákærðir fyrir innherjasvik.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 15.4.2010 kl. 01:00

6 identicon

Þór, þú færð fullt hús stiga hjá mér fyrir frammistöðu þína í Kastljósi kvöldsins.  Aðrir þáttakendur þar, ná varla hauskúpunni.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 02:26

7 identicon

Ræða þín á þingi var góð og eins frammistaðan í Kastljósi.  En ábyrgð ykkar þingmanna Hreyfingarinnar er einnig mikil.  Ykkar klúður og hroki eftir kosningarnar í vor varð til þess að öll andstaða gegn fjórflokknum verður ótrúverðug um langa framtíð. 

Þar tókuð þið líka ykkar þingsæti fram yfir allt annað.  Ekki ósvipað og þið gagnrýnið nú aðra fyrir. 

Þau siðferðismörk sem þið settuð ykkur þá voru ef eitthvað er verri en hjá hinum flokkunum (sbr. Bjarni Harðarson). 

Ef þið hefðuð komið fram af einlægni og heiðarleika þegar tækifærið gafst síðasta vor þá væri svo miklu auðveldara að fylgja þessari skýrslu eftir.  En þar tókuð þið eigið egó framyfir á þeim tíma og í raun er öll þjóðn að líða fyrir það núna.

Jon Kr. Arnarson (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 10:11

8 identicon

Jón Kr. Eftir að Hreyfingin sleit sig frá ykkur örfáu óróamönnum í BH. Hafa þingmennirnir loksins fengið vinnu frið. Enda blómstra þau núna og eru eina virka aflið inni á þingi sem hamlar á móti vinnubrögðum og samspillingu 4flokka klíkunnar. Ekki meir um það, orð þín dæma sig sjálf.

Takk þór og Margrét og Birgitta, þið eruð á réttri leið.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 10:59

9 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Þetta snýst ekkert um örfáa óróamenn í BH að öðru leiti en því að vel má vera að einhver sök sé hjá þeim (okkur) einnig.

Málið er að Hreyfingin nýtur einskis traust hjá þjóðinni.  Var ekki fylgi Hreyfingarinnar innan við 1% í síðasta þjóðarpúlsi?  Mest fór fylgið í um 10% áður en hrossakaupin frægu áttu sér stað og sú atburðarrás sem fylgdi á eftir.

Það að þessum þingmönnum skuli hafa mistekist svona hrapalega er einfaldlega mjög slæmt nú þegar við hefðum svo mjög þurft á trúverðugu mótvægivið fjórflokkinn að halda.  Hreyfingin mun aldrei verða það eins og sjá má t.d. í skoðanakönnunum. 

Þingmennirnir þrír njóta ekki trausts eða virðingar meðal þjóðarinnar eftir það sem gekk á í fyrra og munu aldrei njóta.  Samt sitja þau umboðslaus á Alþingi.  Því verða ræður Þórs Saari og gagnrýni á þingið, hversu góðar sem þær annars kunna að vera, aldrei trúverðugar.

Þór Saari bendir réttilega á að margir þingmenn ættu að íhuga stöðu sína en áttar sig ekki á að hann ætti auðvitað að vera í þeim hópi sjálfur.

Jón Kristófer Arnarson, 15.4.2010 kl. 11:22

10 Smámynd: Árni Gunnarsson

Eitt klaufalegasta klúður íslenskra stjórnmála er klofningur þessa hóps. Það var varla við því að búast að stjórnmálaafl sem myndað er í skyndingu í uppnámsástandi og gengur til kosninga í hita leiksins sé með allt innra skipulag í jafnvægi.

Þeir sem utan við standa eiga erfitt með að skilja að ágreiningur milli fólks þurfi að eyðileggja vinnu þeirra sem á Alþingi sátu og stóðu sig oftast með miklum sóma og það svo eftir var tekið. Mín sannfæring segir mér að þjóðin muni taka þremenningunum vel ef þau sækjast eftir umboði til lengri setu á Alþingi.

Minnstu máli skiptir hvað herdeildin heitir sem hvatlegast berst fyrir fósturjörðina.

Svo kunna margir að spyrja: HVer hefur brugðist hverjum?

Hreyfingunni tókst að taka þingheim Alþingis í kennslustund í pólitískri siðfræði stjórnsýslu og það var mikið þarfaverk.

Árni Gunnarsson, 15.4.2010 kl. 22:50

11 Smámynd: IGÞ

Látið ekki svona. Þetta er viturlegasta stjórnmálaalf sem í langan tíma hefur orðið til vegna óstjórnar og óréttlætis í okkar þjóðfélagi.

Áræðni dugnaður og ríkuleg réttlætiskennd er að koma þessum samtökum á hærra plan en fjórflokknum hefur tekist í aldanna rás.

IGÞ, 15.4.2010 kl. 23:21

12 identicon

Jón Kristófer mun ásamt öðrum varaþingmönnum í Borgarahreyfingunni styðja við bak þessarar ríkisstjórnar, því svo lengi sem þessi stjórn hangir uppi, þá fær Borgarahreyfingin 24 milljónir á ári fyrir ekkert.

Um að gera að gagnrýna þá allt sem heitir stjórnarandstaða.

Þú ert svo naive, varaþingmaður:).

sandkassi (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 23:21

13 identicon

Hreyfingin með 5-7% fylgi samkvæmt Reykjavík síðdegis.Til lukku með það.

http://bylgjan.visir.is/?PageID=1312

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 16.4.2010 kl. 02:08

14 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það hefur ekki verið til siðs á íslandi að menn þurfi að bera ábirgð þannig vonast afkomendur hrunsins að það verði áfram. Það er klárlega okkar að koma í veg fyrir að þeir sem báru ábirgð á því hvernig fyrir okkur er komið svari til saka. Þór Saari þú ert okkar málsvari og hefur staðið þig vel láttu aldrei deigan síga stattu á þínu og við munum standa á bak við þig!

Sigurður Haraldsson, 16.4.2010 kl. 10:55

15 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Auðvitað eigum við að fylgja því eftir að þeir sem stýrðu skútunni í hrun svari til saka ekkert annað kemur til greina!

Sigurður Haraldsson, 16.4.2010 kl. 10:58

16 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Ég er á því að það væri best að kjósa sem fyrst.  Nú eru ákveðin skil í íslenskum og því þarf þingið í heild að endurnýja umboð sitt.  Aðeins þannig getur verið sátt um störf þingsins.

Jón Kristófer Arnarson, 16.4.2010 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband