Hrunskýrslan

Skýrslan mikla kom loks í dagsljósið í morgun. Vönduð og vel gerð og mjög ítarleg. Það var þungbær stund að hlusta á þremenninga rannsóknarnefndarinnar fara yfir skýrsluna með forsætisnefnd og formönnum þingflokkana og fyrsta tilfinning manns var hvernig þetta fólk sem stjórnaði hér vogaði sér að láta þetta gerast. Eftir því sem leið á daginn og sérstaklega eftir ræður formannana á þingfundinum klukkan þrjú þar sem spuna-afsögn Björgvins G. Sigurðssonar sem þingflokksformanns varð aðhlátursefni, seig á mig þrúgandi efi sem smám saman er að verða að sannfæringu. Sannfæringu um að Alþingi muni verða ófært að taka almennilega á málinu. Á þingi eru fjölmargir sem tengjast hruninu beint sem gerendur og bera mikla ábyrgð. Þingmenn úr þremur flokkum. Það var hins vegar ekki að heyra á formönnum neins þríflokkana sem málið tilheyrir beint að þeir muni krefjast hreinsunar innan sinna flokka og það vottaði ekki fyrir afsagnar-örðu í máli neins þeirra.

Því var ræða Birgittu sem ferskur andblær. Hún eins og önnur í Hreyfingunni er þess fullviss að hér verður aldrei nein endurreisn og það mun aldrei gróa um heilt ef þeir þingmenn og ráðherrar sem nú sitja og eiga beina aðkomu að hruninu reyna að sitja áfram. Það er einfaldlega skýlaus krafa að sú siðferðilega ábyrgð sem þeir bera leiði til afsagnar þeirra. Við listuðum upp nokkur nafnana í dag og erum að vinna úr honum frekar fyrir ræður morgundagsins. Það verður okkar krafa og hlýtur að teljast fyllilega réttmæt krafa almennings að nú verði hreinsað til á Alþingi íslendinga og að sett verði siðferðisviðmið fyrir þingmenn og ráðherra í fyrsta skipti í lýðveldissögunni. Ef þetta þing sem nú situr gugnar á því má allt eins afskrifa Alþingi sem stofnun og löggjafarvald til frambúðar.

Hér er svo ræða Birgittu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það ræðst næstu daga hvort þingmenn séu menn eða mýs.  Ég vil sjá alla kúlulánsþegana, og þingmenn sem hlóðu undir sjálfa sig og fjölskyldur sínar segja af sér tafarlaust.  Ég held að meirihluti þingmanna sé vanhæfur. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.4.2010 kl. 23:35

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú er spillingin orðin læst inni á þingi því báðum megin borðsins sitja syndaselirnir, svo ekki er von að neinn hafi sig í frammi, lýsi yfir vantrausti eða heimti afsagnir. Framundan eru liggaliggaládagar í sandkassanum. "Ef ég er vanhæfur til að vera á þingi þá ert þú það líka og liggaligga lá. Kjaftaðu ekki meðan þú veist það ekki. Ég má alveg eins og þú..."

Nú þarf að losa okkur við trúðinn og skaðræðisgripinn hann Össur og krefjast dýpri rannsóknar á aðkomu Ingibjargar Sólrúnar. Björgvin gekk á krossinn fyrir hana í dag í annað sinn, en situr þó enn á þingi.  Ekki verður þó stuggað við neinu, ef ég met stöðuna rétt.

Stjórnin verður að fara núna. Draga verður evrópubandalagsdeleríumið til baka, henda AGS út, skipa þjóðstjórn og skella í lás.  Þótt Steingrímur telji sig stikkfrí, þá hefur hann marg sýnt að honum er ekki treystandi til að standa við heit sín. Hann er ómerkingur allra ómerkinga á þingi. 

Það er rétt sem Birgitta mín segir. Hér voru framin landráð. Annað hugtak er ekki til yfir gerninginn. Enn sitja landráðamennirnir í forystu og þeir verða að fara út núna, ef ekki á verra að hljótast af.  Jóhanna getur flutt í evrópubandalagið. Hún er ein um að vilja það. Nú vill þjóðin frið fyrir leynimakki, skrumi og spuna. Lygi, hroka og svikum. Það er löngu komið meira en nóg. Hér vantar fulltrúa, sem hlusta á vilja hennar. 

Hvernig hyggist þið leysa þetta dilemma?

Jón Steinar Ragnarsson, 13.4.2010 kl. 00:05

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Össur verðiur að fara á morgun. Hann er sekur um meinsæri og innherjasvik.  Hann leyndi ásamt IGS, Björgvin, crucial upplýsingum. Hann stakk öllu undir stól. Svo sagði hann tímasetningu sína á sölu bréfa sinni tilviljun eina. Nú liggur það fyrir svart á hvítu að hann laug.  Hann vissi um hætturnar og innleysti peningana án þess að vara þjóðina við hættunni.  Hann á að vera handtekinn, ef allt væri með felldu og væri kominn í steininn, ef hann byggi til dæmis í noregi eða raunar í hverju málsmetandi lýðræðisríki. Ég hvet þig til að brydda á þessu ekki svo litla smáariði.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.4.2010 kl. 00:22

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það þarf vafalaust mikinn styrk og hugrekki til að skrifa þannig um samstarfsfólk sitt en hvert einasta orð þitt á fullan rétt á sér. Ég lagði það á mig að hlusta á ræður formanna stjórnmálaaflanna sem nú sitja á Alþingi og tek undir með öllu því sem þú segir um ræður þeirra.

Ræður formanna gömlu flokkanna voru skelfilega taktlausar. Það er hreinlega eins og þeir hafi gersamlega klippt sig frá þeim raunveruleika sem þeir standa frammi fyrir. Reyndar er svo margt sem mig langar til að segja um þá firringu sem ræður þeirra lýstu að ef ég setti það allt niður hér þá yrði það heil bloggfærsla þannig að ég læt það vera.

Ræða Birgittu var svo sannarlega eina ræðan sem náði út fyrir þann sýndarveruleika sem ráðherrar núverandi ríkisstjórnar hafa a.m.k. byggt í kringum sig og ræður þeirra Bjarna og Sigmundar lýstu líka. Birgitta ein ræddi um viðbrögð við því sem kemur fram í skýrslunni út frá heilbrigðri skynsemi og þeirri einurð sem henni einni er lagið.

Ef það munar einhverju þá stend ég 100% með ykkur í því að velgja þessum ærlega undir uggum með orðum eins og „landráð“ og beinum ábendingum um sekt þeirra sem hana bera. Þessir eiga að sjálfsögðu að víkja! Ef ekki með góðu þá með öðrum aðferðum!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 13.4.2010 kl. 00:33

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

Frímerkilega nokk, & ég nótera ztrax fyrirfram að ég kauz þig ekki né heldur 'Gittu', hvað þá greindarlega 'Margrétarrunnann, nú eða þá 'Þraza.'

En, þetta innzlag þitt er það eina zem að ég hef ennþá athugazemdazt á um þezza yfirklórzzkýrzlu rannzóknarnefndarinnar, & það er af því að þetta er nákvæmilega einz & talað út úr mínu hjarta, frá minni upplifun, á mínum ztað, á þeim tíma.

Takk fyrir að endurreiza trú mína á virkandi mannfólk.

Steingrímur Helgason, 13.4.2010 kl. 00:36

6 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Sæll Þór !

    Svo þú hefur ekki trúa á að Karlabarnið , Skalla-Grímur né Skjaldborg Gjaldborg muni taka á hreinsunum innan síns flokks ,nei væntanlega á súkkulaðidrengurinn af Engeyjarslektinu að vera þarna í staðinn fyrir karlabarnið , ekki trú á því nei SKRÍTIÐ því ég hef sömu tilfinningu SKRÍTIÐ ,ég hef líka þá tilfinningu , að á meðan stórfelldur niðurskurður skekur alþjóð , þá eru 63 stk af leikurum í Þjóðarleikhúsinu , sem virðast keppast við það að gera ekki neitt fyrir heimilin í landinu , það er ekki skert EITT HÁR Á YKKAR HAUS , hvað eru þingnefndirnar margar í dag eru þær á fjórða þúsundinu ? Af hverju eru ekki sendióráðin löggð niður í núverandi mynd og höfð í einu herbergi í utanríkisráðuneytinu , hve margar eru þingnefndirnar starfandi í dag sem aldrei hafa komið saman og út af hverju gjörbreytast menn við það að setjast á þing , fara þeir í hausaskiptaaðgerð , þetta hefur viðgengist svo lengi sem minni mitt rekur til utan nokkrar undantekningar þarna í Þjóðarleikhúsinu . Nei það er sama RASSGATIÐ undir ykkur öllum - eingöngu misvel skeyndir af hinum íslenska lýð og haf þú það .

    Get bætt því við að , því miður , þá er þetta 100% sannleikur .

Hörður B Hjartarson, 13.4.2010 kl. 00:40

7 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Þór ! Get bætt því við , þar eð þú veist örugglega ekki fjölda hinna "bráðnauðsynlegu" þingnefnda , þá var fjöldi þeirra í byrjun árs 2002 þ.e. fyrir rúmum átta árum , en fjöldi þeirra hefur pottþétt margfaldast síðan 930 ?????????????????????????????????

Hörður B Hjartarson, 13.4.2010 kl. 00:48

8 identicon

Tek undir hvert orð Þórs. Það að á Alþingi skuli enn sitja óreiðumenn og konur með allt niður um sig er aumkunarverð staðreynd.  Fólki hér er að sjálfsögðu gjörsamlega misboðið.

Það er lágmarkskrafa að þeir sem sitja á hinu háa Alþingi séu með hreint borð. 

Halda þessir einstaklingar virkilega að þeir séu ómissandi og að maður komi ekki í manns stað ? Eða er eitthvað annað að baki þessari ótrúlegu þrásetu ? 

Er ekki komið nóg að sinni ? 

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 08:16

9 identicon

Sæll Þór.

Takk fyrir góða grein.

Ég vil benda þér á að í skýrslunni er að finna upplýsingar um styrki sem stjórnmálamenn og samtök þáðu af bönkunum.

En það er bara frá þessum þremur bönkum. það er vitað að þeir þáðu meira frá öðrum fyrirtækjum í eigu þessara manna.

ÉG SKORA Á ÞIG ÞÓR að taka fjárstyrki til stjórnmálamanna upp á þingi.

SKORA Á ÞIG.

Þakkir og kveðja  Þetta er algjört siðleysi og skýrir margt.

karl (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 09:44

10 identicon

Þið í Hreyfingunni eruð eina fólkið með viti. Alþingismenn fjórflokksins vilja engar breytingar. Vilja halda áfram að vera áskrifendur að laununum sínum. Flokksræði - alræði. Þjóðin er sorgmædd í dag. Á mínum vinnustað er fólk að rifja upp það sem kom fram og er reitt.

Rósa Halldórs (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 10:59

11 Smámynd: Guðmundur Karl Snæbjörnsson

Takk fyrir innleggið Þór. Án þess að hafa mörg örð um það þá skín í gegnum gærdaginn sú tilfinning að Alþingi sé gersamlega ófært um að taka almennilega á málinu, eins og þú kemur að í pistli þínum.

Hér hefur ekki aðeins orðið bankahrun heldur einnig pólitískt hrun. Það var staðfest og lagt fram undirritað í gær. Ef að óbreyttu þá veldur tilkoma skýrslunnar því að stjórnkerfið verður gersamlega lamað hér á landi á næstunni þar sem afneitunin og ásakanir manna á milli verða í fyrirrúmi.

Nú er aftur komið að forsetanum, við þurfum þjóðstjórn og það strax, leysa upp þingið og koma á fót sérstökum dómstól sem fjallar um og metur niðurstöður rannsóknarnefndarinnar og það án þinghelgis þingmanna.

Þó að það bíði eitthvað með kosningar í bili þá veldur það örugglega ekki meira stjórnleysi eða óvirðingu alls almennings á "stjórnkerfinu" en þegar hefur orðið og verður áfram ef þing og ríkisstjórn þessa lands sitja áfram.

Guðmundur Karl Snæbjörnsson, 13.4.2010 kl. 11:27

12 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Vel mælt Þór! Nú tel ég að tími sé komin til að stjórnmálamenn axli ábyrgð og sýni það og sanni að óreiða og siðleysi á ekki heima á Alþingi okkar Íslendinga. Þeir sem berjast fyrir málefnum þjóðarinnar geta og mega ekki taka þátt í því að grafa undan velferð almennings og setja sig ofar en aðra. Það væri smán við okkur öll ef slíkt fengi að viðgangast nú þegar allir geta séð það svart á hvítu hvernig málum hefur verið háttað hér.

Almenningur hlýtur að krefjast hreinsunar á Alþingi jafnt sem annarsstaðar!

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 13.4.2010 kl. 14:04

13 Smámynd: Gunnlaugur I.

En bíddu við er ekki Björgvin G. orðin alveg axlarsiginn af því að axla ábyrgð á hruninu.

Lét hann sig ekki detta á sverðið í HRUN stjórninni korteri áður en hún féll, afskaplega drengileg og trúverðug afsögn það.

Síðan þegar hann fær harða dóma af Rannsóknarnefndinni þá ætlar hann að hætta sem þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Bíddu hvað hefur þessi staða með þjóðina að gera.

En honum dettur ekki í hug að segja af sér þingmennsku.

Síðan hef ég reyndar frétt að hann ætli að axla enn meiri og víðtækari ábyrgð, því hann ku víst ætla að segja af sér sem varamaður í stjórn Mjólkurbús Flóamanna og einnig varamennsku í stjórn Safnastofnunar Selfoss og svo ætlar hann að segja af sér sem aðalmaður í stjórn Foreldrafélags Grunnskóla Selfoss.

En manninum er auðvitað vorkunn að hafa þurft að hafa HRUN-KERLINGUNA Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur yfir sér sem hélt skipulega og í marga mánuði leyndum fyrir honum grafalvarlegum upplýsingum um þjóðhættulega stöðu alls bankakerfisins.

Hann sem átti að heita kjörinn og æðsta stjórnsýslulegt og stjórnmálalegt yfirvald bankanna og alls bankakerfisins.

Slíkar yfirhilmingar hljóta að teljast glæpsamlegt athæfi og aðför að lýðræðsislegri stjórnsýslu landsins. 

Þennan fyrrverandi formann Samfylkingarinnar á því að sækja til saka fyrir landráð og yfirhylmingar, fyrir landsdómi.  

Gunnlaugur I., 13.4.2010 kl. 15:06

14 Smámynd: hilmar  jónsson

Er að fæstu leyti sammála þér Þór.

En þú færð prik frá mér fyrir góða ræðu á þinginu í dag, þar sem þú fjallaðir um siðferði stjórnmálamanna, ekki síst þeirra sem enn sitja á þingi fyrir hrunflokkanna.

hilmar jónsson, 13.4.2010 kl. 16:15

15 Smámynd: Þórdís Bachmann

Hvað gerum við nú, þegar upp hefur verið kveðinn dómur; lausnarorðið hefur verið sagt.

Sumir fara, aðrir vilja taka þátt í "endurreisninni".

Sjálf er ég nú ekki farin að sjá mikla "reisn" á Íslandi ennþá.

Eftir hálft annað ár. Þeir sem hafa svona 20 - 30 ár sjá þó áreiðanlega endurreisn.

Þangað til næsta kreppa skellur á, út af einhverju öðru.

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Seðlabanka Íslands á skuldavanda heimilanna, voru um 28 þúsund heimili með neikvæða

eiginfjárstöðu í húsnæði í febrúar 2010.

Nú er ég að beina orðum mínum til ykkar, því ef bara helmingur þessara heimila afrekar það, í sinni uppgjöf og svekkelsi,

að taka höndum saman og krefjast skilyrðislausrar leiðréttingar - núna! - á þessum stökkbreyttu lánum okkar

- þá trúi ég því að við fáum það í gegn saman.

En - til þess að mótmæla því óréttlæti sem við erum beitt, verðum við að standa saman.

Það er alveg ljóst að þessi ríkisstjórn ætlar ekki að leiðrétta húsnæðislán frivilligt.

Nú, svo er alltaf verið að hamra á því að ábyrgðin sé okkar kjósenda.

Fyrst reikningurinn á einungis að lenda hjá okkur, þá verðum við bara að taka völdin í okkar hendur.

Við sem áður vorum millistétt, en heitum nú samheitinu: skuldarar.

Er fyrirkomulagið hérna eins og í Þriðja Ríkinu?

Vinum og kunningjum raðað á garðann, glæpsamlega óhæft fólk í flestum lykilstöðum innan embættismannakerfisins.

Hvernig fór nú aftur fyrir Þriðja Ríkinu?

Náði það heimsyfirráðum?

Ég ætla að fá að hringja í vin.

Er einhver af ykkur, 28 þúsund heimilum, til í að hafa samband, til að vita hvaða ráða við eigum að taka til núna?

Eigum við ekki að þrýsta á um að röðin komi núna að okkur?

Láta reyna á Mannréttindasáttmálann ef ekki vill betur?

Pælið í því - gæti þetta ástand orðið verra við að við mótmælum öll í kór - þótt ekki væri nema hjáróma?

Það er alveg ljóst að ekki ætlar ríkisstjórnin að koma okkur til bjargar, okkur íbúðaeigendum, á ég við, hún er náttlega

búin að redda bílaeigendum.

Þessum á hraðskreiðu bílunum, því þeir þurfa að geta haft í við spillinguna.

Sem var að mælast á 200 km hraða!

Þórdís Bachmann, 13.4.2010 kl. 18:11

16 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Því miður þá er ég þér lega sammála Þórdís - eigum við ekki að hringja í vininn Skjaldborg Gjaldborg ÁrnaPálsdóttur , hún reddar þessu með greiðslujöfnun sem virkar eins og lánabreytingarnar , sem fjölmiðlar allir sem einn hömuðust við að lofa , sem fólki stóð til boða og þeim nýju (lánum) breytt árið 1981 - þvílík lygi að þessi greiðslujöfnun bjargi einhverju .

Hörður B Hjartarson, 13.4.2010 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband