Kosningaósigur VG og Samfó og lýðræðismálin

Við skulum ekki gleyma því að frumvörpin um persónukjör sem Alþingi hefur til meðferðar stranda á afstöðu kvenna í VG og Samfó. Andstöðu vegna einhverra mjög einkennilegra jafnréttissjónarmiða sem gera kröfu um fyrirfram frátekin sæti beggja kynja á framboðslistum. Þó jafnrétti og jafréttisbaráttan verði ætíð að vera ofarlega í hugum okkar þá megum við ekki fórna lýðræðislegum valmöguleikum fólks í kosningum vegna þess. Þá hefur jafnréttisbaráttan snúist upp í andhverfu sína og er orðin að baráttu fyrir forréttindum einstakra þjóðfélagshópa. Lýðræðishugsjónir VG og Samfó hafa verið fyrir borð bornar og fylgið er í samræmi við það. Er það vel.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við skulum ekki heldur gleyma því að fyrir rúmu ári stöðvaði Sjálfstæðisflokkurinn frumvarp um stjórnlagaþing, persónukjör og fleira með málþófi. Munum hvoru tveggja.

Friðrik Þór Guðmundsson (IP-tala skráð) 2.6.2010 kl. 12:14

2 identicon

Niðurstaðan er sem sé sú að það er enginn munur á VG / Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki. Mismunandi aðferðir: Sama niðurstaða.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 2.6.2010 kl. 12:31

3 identicon

Bárátta femínista hefur verið á villigötum í lengri tíma og það er erfitt er að skilja þeirra sjónarmið, enda virðast þau oft á tíðum rekast á innbyrðis. Sem bendir til þess að um hagsmunabaráttu sé að ræða ekki hugsjóna. Ég hefði verið mun ánægðari ef Sóley hefði ekki komist inn í borgarstjórn.  

Ólafur (IP-tala skráð) 2.6.2010 kl. 16:29

4 identicon

Einhverja skýringa er eflaust líka að finna í kosningasvikum og frammistöðu VG í ríkisstjórn.   

Ólafur (IP-tala skráð) 2.6.2010 kl. 16:30

5 identicon

Skál fyrir því! Sennilega er það trú feminista að almenningur sé svo uppfullur af karlrembuhugsunum að hann sé ekki tilbúinn til að velja sjálfur þann sem honum þykir hæfastur.

Davíð Rúrik Martinsson (IP-tala skráð) 2.6.2010 kl. 18:27

6 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Við skulum ekki gleyma því að VG valdi að hafa EKKI kynjakvóta í Reykjavíkurkjördæmum í síðustu Alþingiskosningum vegna þess að þá hefðu konur þurft að víkja fyrir körlum. Kynjakvótar voru í öðrum kjördæmum. Það er til orð um þetta: Tvískinnungur.

Tilgangurinn helgar meðalið.

Sigurjón Sveinsson, 2.6.2010 kl. 21:16

7 Smámynd: Benedikt Gunnar Ófeigsson

Þór af hverju skiptir þetta persónukjör svona miklu máli?

Ég er ekki sammála því að það skipti höfuðmáli þetta er hluti af minni skoðun á þessu.

í stuttu máli tel ég að það markaðssetning kosninga sé höfuð vandamálið. Hún snýr kosingum upp í vinsældarkeppni og frasakendar upphrópanir í anda Morfís ásamt því að koma kerfisbundið í veg fyrir rökræður.

Hverju myndi persónukjör breyta?

Það er samt mjög upplýsandi að sjá hvernig flokkarnir reyna að koma í veg fyrir persónukjör. Þeir eru skíthræddir um að missa völd við það.

Benedikt Gunnar Ófeigsson, 2.6.2010 kl. 23:17

8 identicon

Ég má til með að minna á stefnuskrá þá (Úrdrættir úr henni fara hér neðan). Sem Þór og hinir 2 þingmenn Hreyfingarinnar, Margrét Tryggva og Birgitta Jónsdóttir  hafa barist fyrir af alefli. En hafa mætt fádæma lágkúru og  stefnuleysu þegar kemur að 4flokka samspillingunni.

Sem dæmi: Jóhanna Sig. hefur átt 10 frumvörp um Þjóðaratkvæðargreiðslur á Alþingi. Þegar hennar tími loksins kom og hún hafði alla kettina sín megin sem Forsætisráðherra, Þá vildi hún ekki lengur gefa þjóðinni valið og valdið.

Valdið er jú sætt. Og hún henti einnota Þjóðaratkvæðagreiðslu frumvarpi í líðinn fyrir Icesave. Í staðinn fyrir að afgreiða málið í eitt skifti fyrir öll. Þetta var øll lýðræðisást hennar.

Stjórnlagafrumvarp hennar sem hefur dagað uppi á Alþingi er sømu annmørkum brennt. það er frumvarp 4flokksins til að aðlaga stjórnarskrána að sér og sínum. En ekki þjóðinni.

Hvað er að því að þjóðin, sem flokkarnir eiga jú að vinna fyrir, semji sína eigin stjórnarskrá? Er það ekki akkúrat lýðræði? Frekar en að treysta flokkonum sem eru enn gør spilltir, fyrir þessu ábyrgðarmesta hlutverki í søgunni. Um komandi kynslóðir?

Hvar er t.d. Lyklafrumvarpið? Stopp hjá þessum "Lýðræðissinnum"

Nýlegar sveitastjórnarkosningar sýndu það svart á hvítu að þjóðin vill 4flokka samspillinguna burt!  Burt úr vegi fyrir nýju Íslandi.

Og það munu Íslendingar fá, með góðu eða yllu. Burt með þetta pakk sem stendur í veginum fyrir þeim lýðræðis umbótum sem þessi auma Ríkisstjórn lofaði okkur.

Ríkisstjórnin sem myndaði skjaldborg um fjármála pakkið sem knésetti þjóðina. Skjaldborg með bankaleynd. Þeirra verður alla tíð minnst sem svikara í Íslandssøgunni.

" Landsmenn semji sína eigin stjórnarskrá
Þjóðaratkvæðagreiðsla skal fara fram um mál er varða þjóðarhag óski tiltekinn minnihluti þjóðarinnar þess. Sama gildir um að rjúfa þing.

Bera skal alla samninga undir þjóðaratkvæðagreiðslu sem mögulega framselja vald.

Rofin verði óeðlileg hagsmunatengsl milli viðskiptaheims og þingheims.

Viðurkenna skal þau sjálfsögðu mannréttindi sbr. 21. gr. mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna að vægi atkvæða í alþingiskosningum verði jafnt enda væri það í samræmi við hugmyndir um að auka vægi þjóðaratkvæðis um einstök mál enda augljóst að ekki væri hægt að láta suma landsmenn hafa meira vægi en aðra við þjóðaratkvæðagreiðslu.

Fjöldi þingmanna miðist við fjölda á kjörskrá í hlutfallinu 1/4000 sem væri í samræmi við algengt hlutfall í öðrum löndum. Þetta myndi þýða nokkra fækkun þingmanna í dag en hægfara fjölgun þeirra í framtíðinni með vaxandi fólksfjölda sem væri rökrétt.

Kjördæmaskipan verði endurskoðuð og kjördæmum fækkað á suð-vesturhorninu.

Tryggð verði skipting valdsins milli löggjafarvalds og framkvæmda-valds, m.a. þannig að ráðherrar sitji ekki á þingi Ráðherrar, þingmenn og æðstu embættismenn framkvæmdavaldsins, nema dómarar, gegni embætti í mesta lagi í átta ár eða tvö kjörtímabil samfellt. Fyrsta málsgrein 76. greinar stjórnarskrárinnar verði breytt til samræmis við mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna um réttinn til lífskjara sem nauðsynleg eru til verndar heilsu og velliðan allra. Grein 76 muni þá hljóða svona eftir breytingu. „Öllum skal tryggður rétttur til grunn lífskjara sem nauðsynleg eru til verndar heilsu og lífsviðurværi þeirra sjálfra og fjölskyldu þeirra Grunn lífskjör teljast vera nauðsynlegt fæði, hreint vatn, klæði, húsnæði, læknishjálp og nauðsynleg félagsleg þjónusta, svo og réttur til öryggis vegna atvinnuleysis, veikinda, fötlunar, fyrirvinnumissis, elli eða annars sem skorti veldur og menn geta ekki við gert. “ Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi. Börnum skal tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst.

Allar náttúruauðlindir verða í þjóðareigu og óheimilt að framleigja þær nema tímabundið og þá aðeins með viðurkenndum gagnsæjum aðferðum þar sem fyllsta jafnræðis og arðs er gætt.

Og ennfremur:

Lögfest verði fagleg, gegnsæ & réttlát stjórnsýsla
Ráðningatími (skipunartími) og þ.a.l. uppsagnarfrestur allra embættis-manna sé í samræmi við það sem almennt gerist hjá stjórnendum á vinnumarkaði skv. nánari útfærslu sem verði í höndum Kjararáðs.

Tiltekinn minnihluti þingmanna geti boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu um lagafrumvörp sem Alþingi hefur samþykkt.

Hæfi umsækjenda um störf hæstaréttar- og héraðsdómara verði metið af hlutlausri fagnefnd skipaðri af Alþingi eftir tilnefningu hæstaréttar. Fagnefndin geti lagt fyrir umsækjendur próf til að skera úr um þá hæfustu og að ráðherra beri að velja dómara úr hópi þeirra sem fagnefndin telur hæfasta.

Æðstu embættismenn verði valdir á faglegum forsendum.

Fastanefndir þingsins verði efldar. Nefndarfundir verð almennt haldnir í heyranda hljóði. Gerð verði krafa um að fastanefndir afgreiði öll mál og skili niðurstöðu innan ákveðins tíma.

Settar verði siðarreglur fyrir alþingismenn, ráðherra og æðstu embættismenn framkvæmdavaldsins sem m.a. geri grein fyrir eign sinni í fyrirtækjum og stjórnarsetu fyrir kosningar og upplýsi umsvifalaust um allar breytingar á þessu sviði. Við viljum innleiða hugtakið: pólitísk ábyrgð

Lýðræðisumbætur STRAX
• Stjórnlagaþing fólksins í haust
• Persónukjör til Alþingiskosninga
• Afnema 5% þröskuldinn
• Þjóðaratkvæðagreiðslur
• Ný framboð fái sama tíma í fjölmiðlum og sama stuðning og aðrir stjórnmálaflokka
Hreyfingin leggur sig niður og hættir störfum þegar þessum markmiðum hefur verið náð eða augljóst er að þeim verður ekki náð'

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 3.6.2010 kl. 00:25

9 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Við skulum ekki heldur gleyma því að fyrir rúmu ári stöðvaði Sjálfstæðisflokkurinn frumvarp um stjórnlagaþing, persónukjör og fleira með málþófi. Munum hvoru tveggja.

Var ekki inni í því frumvarpi breytingar á stjórnarskrá sem átti að lauma inn, breytingar sem auðvelda breytingar á stjórnarskrá í framtíðinni svo hægt væri að koma okkur inn í ESB án mikilla vandræða fyrir sf og vg.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 3.6.2010 kl. 09:22

10 identicon

Í nýafstöðnum bæjarstjónrarkosningum hafnaði þjóðin pólitískum rétttrúnaði vinstrimanna, öfga femínisma og öfga umhverfisstefnu.

Femínismi er farinn að snúast um að konur eigi að komast í valdastöður og sem slíkur er femínsimi orðinn baráttu fyrir sérréttindum nokkurra útvalinna kvenna úr menntaelítunni. 

Möo. þessar konur í VG og Samfó eru ekki að berjast fyrir bættum kjörum og stöðu kvenna almennt, heldur bættum kjörum sinna sjálfra og pólitíksum vinkonum sínum og það að komast í valdastöður til að vera á spenanum hjá ríkinu.

Konur í VG og Samfó eru ekki að berjast fyrir aukinni ativnnusköpun nema að mjög takmörkuðu leyti og á mjög afmörkuðum sérsviðum.  Enn eru 16.000 manns atvinnulaus í landinu og ekki eru þessar konur í VG né Samfó að berjast fyrir aukinni atvinnuuppbyggingu almennt, ekki frekar en flokkssystkini þeirra.

Þetta er upphafið að falli femínismans í VG og Samfó, enda eru þetta góðærissport hjá þeim að berjast fyrir auknum sérréttindum kvenna sem var lúzussport árin 2006-2007.

Sigfinnur Schiöt (IP-tala skráð) 3.6.2010 kl. 09:46

11 identicon

Femínismi er ekki einn hlutur/fyribæri, það eru til margir armar femínisma þar á meðal þeir sem vilja jákvæða mismunun.

Ég bendi á http://en.wikipedia.org/wiki/Feminism 

Það er því bæði ósanngjarnt og asnalegt að tala um alla femínista eins og þeir heiri allir undir sama hatt. 

Hvað varðar jákvæð mismunun, þá er það mjög hættulgt vopn. Auðvelt er að sjá fyrir settningar sem þessar: "Hún var bara ráðinn til að fylla kvótann..". Það sem verður sorglegast við þetta er að eingum konum verður treyst, eða fá þá virðingu, í starfi sem þeim ber því "allir" munu álykta sem svo að hún sé ekki hæf og hafi ekki "unnið sér inn fyrir" þeirri stöðu/starfi sem hún sinnir. . 
Eins og flestir þekkja þá þarf bara nokkra svarta sauði til að koma óorði á heilan hóp, og þar sem öruggt er að einhverjar konur muni ekki valdi starfi sínu, munu þau dæmi vera næg til að "réttlæta" fyrrgreinda afstöðu um að konum sé ekki treystandi.
Ef allt fer á versta veg mun þetta vera stórt skref afturábak.

Afhverju býðum við ekki með okkar jákvæðu mismunun þar til niðurstaða fæst í árangur slíkra tilraun hjá frændum okkar Norðmönnum?
Það er ekki bara spurning um að "laga" tölfræði heldur að skapa konum jafnan rétt .. þá HLÝTUR réttur þeirra til virðingar að vega meira en tölfræðin, eða hvað?

Gylfi Þór Guðmundsson (IP-tala skráð) 3.6.2010 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband