Hrunið og þingmenn

Hreyfingin sendi frá sér eftirfarandi yfirlýsingu í dag.

Yfirlýsing frá þingmönnum Hreyfingarinnar

Frá útgáfu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis hefur krafa almennings um afsögn tiltekinna þingmanna orðið háværari með degi hverjum. Um er að ræða sitjandi þingmenn og ráðherra sem voru ráðherrar í ríkisstjórn haustið 2008 og bera ábyrgð beint eða óbeint á hruninu með aðgerðum eða aðgerðaleysi sínu. Einnig eru uppi kröfur um afsögn þingmanna sem náin tengsl höfðu við ýmis fjármálafyrirtæki og ráðamenn í aðdraganda hrunsins sem og þingmenn sem þáðu umtalsverð fjárframlög frá hinum föllnum bönkum. Hér er um að ræða:

Bjarna Benediktsson, alþingismann,

Björgvin G. Sigurðsson, þáverandi viðskiptaráðherra,

Einar K. Guðfinnsson, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Guðlaug Þór Þórðarson, þáverandi heilbrigðisráðherra,

Illuga Gunnarsson, alþingismann,

Jóhönnu Sigurðardóttur, þáverandi félags- og tryggingamálaráðherra,

Kristján L. Möller, fyrrverandi samgönguráðherra,

Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, alþingismann,

Tryggva Þór Herbertsson, alþingismann og fyrrverandi efnahagsráðgjafa forsætisráðherra,

Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, þáverandi menntamálaráðherra,

Þórunni Sveinbjarnardóttur, þáverandi umhverfisráðherra og

Össur Skarphéðinsson, þáverandi iðnaðarráðherra og staðgengill utanríkisráðherra.

Með hliðsjón af þeim áfellisdómi sem skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis felur í sér taka þingmenn Hreyfingarinnar heils hugar undir umræddar kröfur og skora á þá þingmenn sem um ræðir að segja af sér tafarlaust.

Eins ættu þeir þingmenn Samfylkingarinnar sem sátu þingflokksfundi dagana 11. og 18. febrúar 2008 þar sem fram komu upplýsingar um stöðu mála í efnahagslífinu að íhuga stöðu sína, en fundargerðir frá þeim fundum eru á fylgiskjali 10 í gögnum frá Björgvin G. Sigurðsyni í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Hafi samsvarandi upplýsingar komið fram á þingflokksfundum Sjálfstæðisflokksins ber þeim þingmönnum sem þá sátu einnig að íhuga stöðu sína.

Virðingarfyllst, Þór Saari, Margrét Tryggvadóttir og Birgitta Jónsdóttir

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég tek undir þessa yfirlýsingu og hvet viðkomandi aðila til að segja af sér öllum embættisstörfum sem fyrst.

Kjósandi (IP-tala skráð) 16.4.2010 kl. 21:11

2 identicon

Ekki fleiri? 

Hvad med thá sem hafa ekki mótmaelt kvótakerfinu? 

Hve lengi á rán á sameign landsmanna ad vidgangast án thess ad glaepamennirnir á thingi sem thad verja svari til saka?

Undrandi (IP-tala skráð) 16.4.2010 kl. 21:27

3 identicon

Tek undir þetta. Heilshugar.

Það má vera að lög um stjórnmálastarfsemi sé orðin strangari hér en einhverstaðar í heiminum.  En það er samt STAÐREYND að sama hvað á gengur, þingmenn og Ráðherrar segja ekki af sér  hér fyrr en í lengstu lög. Sem sagt ekkert siðferði.

Siðbótin verður að byrja og koma frá Alþingi, annars verður Löggjafaþing okkar, sem við höfum stært okkur af við umheimin, að sé það elsta í heimi. Að aðhlátursefni og okkur og forfeðrum okkar til ævarandi skammar.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 16.4.2010 kl. 21:54

4 identicon

Þið komuð ný inn á þing og teljið ykkur einhverskonar hreinar meyjar og teljið ykkur þess umkomin að lesa yfir þeim sem fyrir eru. Nú eruð þið búin að senda frá ykkur einskonar dauðalista á samþingsmenn ykkar. Þessi popúlismi ykkar er aumkunarverður.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 16.4.2010 kl. 22:27

5 identicon

Svavar ... ef þú kallar þetta populisma, eru þá ekki allar kröfur um allar afsagnir populismi?

Sé ekki betur en að þau Þór, Margrét og Birgitta séu einfaldlega að krefjast þess sama og þorri þjóðarinnar krefst, að hinir ábyrgu axli ábyrgð, og mér finnst þau sýna hugrekki með þessari yfirlýsingu.

Eða ert þú einn af fáum sem vilja að þetta fólk haldi áfram að stýra þjóðarskútunni?

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 16.4.2010 kl. 23:44

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr ég styð þessa yfirlýsingu ykkar heilshugar.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.4.2010 kl. 23:48

7 identicon

Orð í tíma töluð

Björn Stefánsson (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 02:57

8 identicon

uppræta hreiðrinn     /  ekki bara skipta um óværu      / hvar eru óværu uppeldisstöðvar   glæpa klíku spillingar á Islandi ? hver eru HREIÐRINN ? en auðvita má ræða þetta mjög málefnalega / hvað sega þau , verðum að læra af mistökunum læra af söguni ? hafa þessi hámenntuðu kvekindi aldrei litið í bók og aldrei lesið neitt um söguna ?     UPPRÆTA umingja óværu glæpa klíku spillingar sóða langættardólga arðráns HREIÐRIN   // farið svo að sameinast hinir heiðarlegu ógráðugu mennsku Islendingar

Ásgeir Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 14:34

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Svavar Bjarnason. Meðvirkni er sjúkdómur og samfélag sem fordæmir það að fólk standi umbjóðendum sínum reikningssskil gjörða sinna er að senda slæm skilaboð. Enga trú hef ég á því að nokkurt óskemmt foreldri óski börnum sínum þess að búa í samfélagi sem er helsjúkt af siðrænni úrkynjun sem stýrt er af fulltrúum löggjafans.

Svo þekki ég afar marga sem taka sér stöðu gegn öllum þeim sem ónáða forystu þess flokka sem viðkomandi hefur haft að sínu leiðarljósi. Ég hef alltaf verið heldur ókurteis við við það fólk og vænt það um að hafa þróað með sér hundseðlið.- Eðli sem ég kann reyndar vel að meta en aðeins hjá hundum.

Mikið óskaplega hafið þið tríóið unnið mikið starf og þarft þarna inni á Alþingi Þór. Ekki bara þingmenn, heldur varðtíkur þeirra úti í samfélaginu eru farin að skjálfa af hræðslu við ykkur. En eru bjargar-og ráðvana í öllum viðbrögðum.

Árni Gunnarsson, 17.4.2010 kl. 14:45

10 identicon

Ég var ekki að taka afstöðu til þess hvort þessir þingmenn á þessum "dauðalista" Þórs  ættu að segja af sér eða ekki.

Ég var að gagnrýna hroka og hræsni þessa fólks sem telur sig svo hreint og vammlaust að það geti tekið saman lista yfir fólk sem það telur óæskilegt á þingi.

Það er fullt af fólki á þingi sem ég mundi vilja burt þaðan, en mér finnst það ekki sæmandi að þingmenn sendi frá sér slíkan dauðalista.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 16:32

11 identicon

Það eru allir svo vondir við þessa aðila þetta var alls ekki Davíð að kenna....

http://www.youtube.com/watch?v=R7f--yXSuB4

Lagið um Davíð Oddson

http://www.youtube.com/watch?v=5egkmJRikKw&feature=related

húrra húrra.

Eth (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 17:18

12 Smámynd: Haraldur Baldursson

Sammála um alla....enn þó ekki alveg viss um Bjarna Ben. Ég myndi gjarnan vilja sjá röksemdirnar með og á móti.

Haraldur Baldursson, 18.4.2010 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband