Samfylkingin og Icesave og blekkingar

Alveg er með ólíkindum hvernig komið er fyrir sumum íslenskum fjölmiðlum.  Dæmi er Heimir Már Pétursson titlaður fréttamaður á Stöð 2.  Nú liggur á Vísi.is "frétt" frá Heimi (sem niður á Alþingi er aldrei titlaður annað en fréttamaður Samfylkingarinnar) um framsetningu manns á upplýsingum um Icesave, manns sem Heimir Már kallar forritara og bloggara og heitir Vilhjálmur Þorsteinsson.

Það má örugglega segja ýmislegt um Heimi Má en titlaður fréttamaður sem fer út í rifrildi við viðmælendur sína ef þeir eru ósammála stefnu Samfylkingarinnar (en það gerir hann oft) er náttúrulega ekki titilsins virði.  Það hversu langt hann er tilbúinn að ganga í þágu blekkingarleiks Samfylkingarinnar hefur nú farið yfir ný mörk með þessari frétt hans á Vísi.is og í kvöldfréttum Stöðvar 2.  Í frétt Heimis Más er vísað til bloggfærslu Vilhjálms sem hefur lagt sig fram um það í Icesave umræðunni undanfarna mánuði að setja fram algerlega marklausar og jafnvel villandi upplýsingar um málið.  Nýjasta bloggfærsla hans um skuldastöðuna er enn eitt dæmið um það.  Hann er því að styðja orðræðu Samfylkingarinnar með ráðum og dáð, en hvers vegna skyldi það nú vera.

Téður Vilhjálmur Þorsteinsson, og þetta veit Heimir Már, er ekki einhver venjulegur borgari og "bloggari og forritari" eins og Heimir Már kallar hann heldur stórfjárfestir og innsti koppur í búri Samfylkingarinnar og einn helsti ráðgjafi hennar í iðnaðar- og nýsköpunarmálum.  Téður Vilhjálmur þykir fær og hefur náð hylli margra, ekki síst sumra þingmanna Samfylkingarinnar sem eftir fundi með honum tala ekki lengur um fjárfesta heldur um "viðskiptaengla sem sáldra fjármunum í nýsköpun" og "ömmur sem vilja verja sparifé sínu í uppbygginguna." Slík er firringin orðin að þingmennirnir virðast raunverulega trúa þessu og tókst meira að segja (í þágu þessar sömu engla) að vekja upp óskapnaðinn sjálfann, drauginn sem áður hét "skattaafsláttur af hlutabréfakaupum", og var lagður af fyrir nokkrum árum enda einsdæmi í hagsögu heimsins. Í nýjum lögum um nýsköpunarfyrirtæki sem samþykkt voru á þinginu fyrir jól er þessi óskapnaður aftur kominn inn, fyrir tilstuðlan Samfylkingarinnar.  Þannig að nú fær fjárfestirinn (þ.e. engillinn) Vilhjálmur líka skattaafslátt fyrir að fjárfesta. Til hamingju kjósendur Samfó, skjaldborgin er staðreynd.

Téður Vilhjálmur er einnig einn af eigendum fyrirtækisins (eða fyrirtækjanna því þau eru mörg og eignarhaldið loðið) sem segist vilja reisa gagnaver á fyrrum herstöðvarsvæðinu á Miðnesheiði.  Þar er hann í vinskap með Björgólfi Thor Björgólfssyni, en ef einhverjir íslendingar muna ekki eftir honum þá er hann einn af þeim sem ber höfuð ábyrgð á Icesave.  Fyrirtækja ævintýri Vilhjálms og annarra aðstandenda gagnaversins eru svo sér kapítuli út af fyrir sig en gagnagrunnur Jóns Jósefs sýnir þvílík krosseignatengsl, kennitöluflakk, "makaflakk" og spaghettí af hagsmunatengslum að leitun er að öðru eins.  Gjaldþrotin sáldrast svo inn á milli eins og krydd. Samfylkingin hefur nú lagt fram frumvarp um miklar ívilnanir til handa þessu fyrirtæki Björgólfs og Vilhjálms og vill í raun borga þeim fyrir að koma hingað.  Einnig er verið að ganga frá samningi um orkukaup til þeirra á leynilegu "álversverði", orkukaup sem bent hefur verið á að séu miklu meiri en þarf til að reka gagnaverið.

Hér er því ekki um neina venjulega "frétt" fréttastofu Stöðvar 2 frá "fréttamanninum" Heimi Má um "bloggarann og forritarann" Vilhjálm Þorsteinsson og "upplýsingar" hans um Icesave.  Hér er um að ræða margþætt samkrull viðskiptalífs, stjórnmálaflokks og fjölmiðils sem leggjast á eitt við að blekkja almenning til að stjórnmálaflokkurinn geti haldið völdum, "viðskiptaenglarnir" geti grætt, og fjölmiðillinn og "fréttamaðurinn" verið áfram með.  Þetta er gamalgróin íslensk hefð þar sem braskarar nota, og jafnvel eiga stjórnmálaflokka til að komast að kjötkötlunum sjálfir, í tilviki Vilhjálms þorsteinssonar til að komast að orkuauðlindinni með Björgólfi Thor án þess að greiða fyrir hana.  Sjálfstæði- og framsóknarmenn einka(vina)væddu bankana og kvótann með nákvæmlega sömu aðferðum og það eina sem hefur breyst að nú er það Samfylkingin sem einkavinavæðir orkuauðlindina til sinna manna.

Svo þykist ríkisstjórnin vera að endursemja um Icesave með þetta allt í farteskinu og lætur eins og útlönd hafi ekki hugmynd um hvað fer hér fram.  Það er einmitt hluti af starfsemi allra þeirra erlendu sendiráða sem eru hér á landi að fylgjast með svona löguðu og að sjálfsögðu eru stjórnvöld nágrannaríkja agndofa á þessum fíflagangi. Ég leyfi mér að minna á að danir hafa verið hér í mörg hundruð ár og þekkja Ísland og íslendinga ákaflega vel.

Samfylkinginn með aðstoð Vilhjálms reynir aukinheldur eins og hún getur að velta Icesave glæp Björgólfs Thor yfir á almenning, sem er í raun illskiljanlegt (nema þá að hann hafi einhvers konar hreðjatak á háttsettu fólki þar á bæ) því í þessu samhengi verður ESB áhuginn hálf hjáróma.  Vert er þó að minna á að sumt samfylkingarfólk hefur persónulega þegið milljónir á milljónir ofan frá eigendum Landsbankans og Samfylkingin sjálf fengið tugi ef ekki hundruði milljóna gegnum tíðina frá þeim og að greiði gegn greiða er ekki óalgengt fyrribæri.

Svona gerðust kaupin á eyrinni hér áður fyrr og svona gerast þau enn.  Það sorglega er þó að mitt í þessu eru svo vesalings Vinstri Grænir sem halda að þau séu í vinstri stjórn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Þór !

Afar skýr; sem vönduð umfjöllun, af þinni hálfu, þó; ......... ég hefði gjarnan kosið, að þú nefndir ekki dönsku Drýsil djöflana á nafn; hvar, þeir eru jú 1. hjólið, undir Þýzk - Frakkneska ESB skrifræðis Nazista vagninum, reyndar.

Mátuleg; sem verðug - gusan á þá fjörkálfa, Heimi Má, og Vilhjálm, sannarlega.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi, sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 00:36

2 identicon

Hefði frekar kosið að sjá málefnalegan (og helst tölulegan) rökstuðning á því sem umræddur Vilhjálmur Þorsteinsson var að segja.  Las umfjöllun hans og allar athugasemdirnar við hana.  Greinin hans fannst mér skýrt fram sett og vel rökstudd hjá honum og athugasemdirnar voru óvenju málefnalegar, þar kom líka margt áhugavert fram og langt í frá að allir verið á sama máli.  Gagnrýni þín er hins vegar bara persónuleg, ekki málefnaleg.  Ekki byggð á rökum heldur "tilfinningum".  Mikið vildi ég slíkur málflutningur væri gamla Ísland, en það er sennilega bara óraunsæ draumsýn eins og margt annað, s.s. ný og fersk framboð

ASE (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 01:03

3 identicon

Sælir; á ný !

ASE (nafnleysingja skratti; góður) !

Útskýr þú; fyrir okkur Þór - sem öðrum lesendum hans, og skrifurum, hvaða undirferli sé í gangi - þessi misserin; af hálfu Samfylkingar og Kratavinafélags (VG), hvert; ei þolir dagsljósið, fyrst þú þykist betur vita - en margur annar.

Doðinn; sem slenið og drunginn, í samfélaginu, er ekki einleikinn - sem og, öll sú viðleitni, sem þau Jóhanna og Steingrímur keppast við að sýna, í að farga atvinnu vegunum, hverjum af öðrum.

Dauðyflin; Geir H. Haarde, og Ingibjörg S. Gísladóttir, voru bara nokkuð spræk, í samanburði, við þessar helvítis rolur, sem nú þykjast, með völdin fara.

Með beztu kveðjum; sem þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 01:13

4 Smámynd: Jón Árni Bragason

Helstu rök Vilhjálms fyrir Icesave eru þau að Bretar og Hollendingar hafa hafnað fyrri samningum. Hann hefur ítrekað sagt að þess vegna eigum við að samþykkja núverandi samning. Samningatæknin er sem sagt fólgin í því að svo lengi sem Bretar og Hollendingar hafna þá eigum við að leggjast lægra. Undarlegt og eiginlega frekar lágkúrulegt svo maður tali nú ekki um málefnalegt eða hitt þó heldur.

Jón Árni Bragason, 25.1.2010 kl. 01:16

5 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Sæll Þór.  ASE tók eiginlega af mér ómakið.  Ég ætlaði að spyrja hvort þú hefðir engar efnislegar eða málefnalegar athugasemdir við inntakið í síðustu bloggfærslum mínum.  Aðalpunkturinn í færslunni sem Stöð 2 tók upp, var sá að Icesave er kannski ekki stærsti eða mest aðkallandi vandi okkar akkúrat núna; við þurfum til dæmis að borga kúlulán upp á 1,5 milljarð evra í desember á næsta ári (2011), og hvar ætlum við að fá gjaldeyri til þess ef ekki frá AGS og nágrannalöndum?  Þetta tengist síðan peningamálastefnunni almennt og hvernig við ætlum að fara að því að halda í krónuna, eða er ekki að verða mjög brýnt að finna leið út úr henni - með einum eða öðrum hætti?

Er ekki nær að ræða þessar spurningar heldur en einhverjar fabúleringar um mig persónulega (sem eru reyndar alveg úr lausu lofti gripnar, en ég geri ekki ráð fyrir að þú takir mín orð fyrir því)?  Er ekki verkefnið að reyna að greina vandamálin rétt og finna svo lausnir á þeim?  Til þess er lýðræðisleg rökræða gerð.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 25.1.2010 kl. 01:17

6 identicon

Þór Saarí vísar meðal annars í gagnagrunn Jóns Jóseps, ég geri ráð fyrir að þar séu ekki "fabúleringar" á ferðinni heldur úrvinnsla á opinberum gögnum. Ég myndi vilja fá skýringar.

sandkassi (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 01:27

7 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Já, reyndar ég líka, mér finnst þetta býsna dylgjukennt, sérstaklega frá þingmanni.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 25.1.2010 kl. 01:38

8 identicon

ja, það kemur í ljós geri ég ráð fyrir. En hér fjallar hann um viðskiptatengsl meðal annars við Björgúlf Thor í tengslum við gagnaver á Suðurnesjum sem og segir þig vera einn af helstu ráðgjöfum Samfylkingarinnar í iðnaðar og nýsköpunnarmálum. Þetta hljómar talsvert öðruvísi en yfirskriftin á blogginu þínu Vilhjálmur.

Tengsl manna við hagsmunaaðila eru lykilatriði þegar álitsgjafar eiga í hlut og ekki hvað síst þeirra eigin hagsmunir.

sandkassi (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 01:53

9 identicon

Sælir; enn sem fyrr !

Vilhjálmur Þorsteinsson; reynir allt, til þess að slá ryki, í augu fólks, með flími sínu - sem og útúrsnúningum.

Seg þú okkur; Vilhjálmur ! Hvað; kostar það Landskassann (Ríkissjóð) beint og óbeint, að hafa þig á fóðrum, fyrir ''Samfylkingu'' og Evrópusambands áróður, svo;... frómt sé spurt ?

Með beztu kveðjum; sem öðrum fyrri - tortryggninni blendnum þó, til Vilhjálms /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 02:00

10 identicon

Það er furðulegur málflutningur að gagnrýna menn, þegar þeir benda á lögmætan punkt, fyrir að ræða ekki um eitthvað annað líka.

Það er forkastanleg "fréttamennska" að kynna niðurstöður Vilhjálms Þorsteinssonar sem niðurstöður einhvers óháðs forritara úti í bæ. Hann er fjárfestir sem mögulega á nokkuð undir því að fyrirliggjandi Icesave-samningur verði samþykktur og mjög virkur félagi í Samfylkingunni í þokkabót.

Annað hvort þarf það að koma fram eða þá að það þarf að gera miklu betur grein fyrir forsendunum sem Vilhjálmur notar og helst að bjóða einhverjum að svara, t.d Jóni Daníelssyni sem hefur komist að töluvert ólíkum niðurstöðum.

Ályktunin sem síðuritari dregur af þessum punkti á líka rétt á sér. Hér er um að ræða óþolandi samkrull stjórnmála, viðskiptahagsmuna og "fréttamennsku". 

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 02:08

11 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það er engin furða að þessi Vilhjálmur Þorsteinsson vilji kalla þessa bloggfærslu þína dylgjur, samt kemur hann ekki með rök á móti færslunni þinni. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.1.2010 kl. 02:45

12 identicon

Það er rétt hjá Þór að það er dulítil samfylkingarslagsíða á þessari frétt hjá Stöð 2. Enda hefur Vilhjálmur verið óþreytandi að leiða okkur skattborgurum að við eigum að pikka upp reikninginn fyrir Bjögga vin hans og borga fyrir partýið, Þetta hefur verið gott partý þó okkur hafi nú fæstum verið boðið en einhver verður að borga ekki satt. Síðan hefur Vilhjálmur reiknað þetta út og reikningurinn er ekki hreint svo slæmur.

Bara loka annarri hverri deild á LSH enda algjör óþarfi að vera að sinna þessu liði. Síðan er óþarfi að vera burðast með þennan háskóla enda ætlast AGS til að við verðum með framleiðsludrifið hagkerfi sem útheimtir helling af láglaunastarfsfólki og til hvers að vera að mennta eitthvað lið sem á að hvort sem er á færibandi hjá kvótakóngum eða í keyra lyftara í álveri. 

Síðan er alger óþarfi að vera að tvöfalda suðurlandsveg enda höfum við ekki efni á því að keyra austur fyrir fjall og fyrir utan mengunina

Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 02:46

13 identicon

Jæja Þór minn mér sýnist þú hafa tekið þetta í fyrstu lotu þar sem að ekkert svar berst frá Vilhjálmi. Ég svo sem bjóst ekki við svari.

Er farin að sofa

Hasta luego

sandkassi (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 03:27

14 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Færslur Vilhjálms Þorsteinssonar um skuldastöðu þjóðarbúsins hafa frá upphafi þess er ég fór að fylgjast með þeim eftir hrunið haustið 2008, verið afar málefnalegar, lausar við allann áróður (sem er fátíttú þessarmundir). Þærhafa verið settar fram á einfaldann hátt, útskýrðar afar vel og hafa verið afar trúverðurgar. Hann er sá mður sem ég tek einna mest mark á af þeim sem ég blogga við.

Fagna því sérstaklega að Stöð2 hafi birt þessar niðurstöður hans í kvöld

Hólmfríður Bjarnadóttir, 25.1.2010 kl. 03:52

15 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Mjög áhugavert, að þetta varð að sjónvarps frétt. Sannarlega.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 25.1.2010 kl. 04:05

16 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Geymi mitt fagn þar til ríkisstjórnin er fallin.

Helga Kristjánsdóttir, 25.1.2010 kl. 04:12

17 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Með umfjöllun sinni um hlutfallslega stærð Icesave-klafans, er Vilhjálmur ekki að þjóna hagsmunum almennings. Hvort hann er að þjóna persónulegum hagsmunum eða Samfylkingarinnar skal ég ekki fullyrða, en útskýringar Þórs Saari á hagsmunatengslum Sossanna eru ekki verri en aðrar.

 

Hlutfallsleg stærð Icesave er ekki það sem skiptir máli, heldur hitt að um er að ræða kröfu sem á sér ekki lagalegan grunn og að krafan er stór. Ekkert fjármagn hefur komið inn í hagkerfið sem á lengri tíma gæti skilað sér aftur. Háa lánið sem kemur á gjalddaga 2011 var raunverulegt lán (kúlulán) sem stjórnvöld tóku til að ávaxta í hagkerfinu.

 

Hvort kúlulánið hefur skilað arði er annað mál, því að yfirleitt er lántaka sóun og baggi, hvort sem er fyrir einstaklinga eða samfélög. Seðlabankanum hefur verið sérstaklega umhugað að vernda hag fjármagnseigenda og er það liður í torgreindu peningastefnunni (discretionary monetary policy). Ekki eru samt allir fjármagnseigendur jafnir í augum seðlabanka og ríkisvalds. Oftast eru það erlendir fjármagnseigendur sem njóta mestrar velvildrar.

 

Því má auðvitað halda til haga, að Icesave-málið er ekki síður fullveldis-mál en efnahagslegt. Eigum við að láta erlenda glæpahunda túlka þá samninga sem við höfum undirgengist á þver-öfugan hátt við það sem samningarnir mæla fyrir ? Ekki skiptir máli þótt Íslendska embættiskerfið hafi ekki skilið skuldbindingarnar og réttindin.

 

Hagsmunir Samfylkingarinnar geta ekki ráðið för þjóðarinnar, þótt Sossarnir hafi tímabundna aðstöðu til kúgunar. Vilhjálmur Þorsteinsson er dugmikill gætslumaður þessara hagsmuna, en engin ástæða er til að fara af hjörunum, þótt hann komi fram með litfögur súlurit. Allar hans fullyrðingar um Icesave-málið, hafa fram að þessu reynst rangar og það væru tíðindi mikil ef hann yrði verðmeiri pappír í framtíðinni.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 25.1.2010 kl. 09:22

18 identicon

Eitt gleggsta einkenni um rökþrot er þegar farið er í manninn en ekki málefnið. Hvernig væri að Þór Saari svaraði röksemdum og upplýsingum Vilhjálms?

Tilraunin til að setja samansemmerki á milli Vilhjálms Þorsteinssonar og Björgólfs Thors er gömul og svo skemmtilega vill til að Lára Hanna hefur þegar birt mynd úr gagnagrunni Jóns Jósefs sem staðfestir að allt sem Vilhjálmur hefur sagt um það mál er rétt. Sjá hér:

http://blog.eyjan.is/larahanna/2009/12/22/upplysingar-og-gagnsaei-i-augsyn/#comments

Arnar (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 09:26

19 identicon

Tölur Vilhjálms eru ískyggilegar og sýna svart á hvítu að við getum ekki undir nokkrum kringumstæðum bætt Icesave ofaná.  Segjum NEI við Iceslave og pössum upp á mataröryggi þjóðarinnar!

Björn (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 09:38

20 identicon

Arnar,

Ég fæ engan vegin séð annað af þessari mynd en staðfestingu á orðum Þórs Saarí.

http://blog.eyjan.is/larahanna/files/2009/12/bjorgolfur_thor_og_vilhjalmur_c3beorst.jpg

Hvað varðar vandaða umfjöllun hjá Vilhjálmi þá getur hún litið vel út fyrir ýmsa en ég get ekki tekið undir það hól. Vilhjálmur er vísvitandi með villur í sínum málflutningi og flokkast slíkt í besta falli undir áróður..

sandkassi (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 09:53

21 identicon

Hvað með Samfylkingu og Framsóknarflokk?

http://teton.is/owners.asp?lang=is

Anna (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 09:58

22 identicon

Ég er mjög forvitin að heyra efnisleg svör við færslu Vilhjálms. Það er frekar klént að víkja í engu að staðreyndum málsins heldur vaða beint í persónuna og segja málflutning hans ómarktækan af því að hann er "í vinfengi" við alræmda útrásardólga.

Ég þekki Vilhjálm bara af vönduðum vinnubrögðum og hefði því viljað sjá efnislega og faglega, ekki persónulega, gagnrýni á það sem hann hefur fram að færa.

Gætum við fengið betri pólitíska umræðu takk.

Þórlaug Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 10:02

23 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Rosalega er þetta sorglegur málflutningur hjá þér Þór, að maður sem er titlaður hagfræðingur getur ekki bent á neitt efnislega í því sem Vilhjálmur segir, heldur talar bara um að hann hafi tekið í atvinnulífinu og politík og sé því ekki marktækur? Er maður þá aðeins marktækur ef maður er iðjuleysingi sem hefur aldrei viljað gera samfélaginu gott?

Vonandi líður þér vel með að vera bakkaður upp málefnalega séð af liðsmönnum Heimsýnar og helstu togurum morgunblaðsbloggheima.. ég hef aldrei haft neitt gott um þig að segja, en þú hefur misst alla mína virðingu við skrif eins og að englar sé eitthvað sem Samfylkingin sé að finna upp og að fjárfesting í nýsköpunarfyrirtækjum sé einhver gróðamilla fyrir ákveðna einstaklinga en ekki samfélagið í heild.

Þessi færsla þín hryggði mig mjög mikið.. og mér þykir líka leitt að þetta sé framlag þitt til upplýstrar umræðu.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 25.1.2010 kl. 10:04

24 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

afsakaður Þór, ég ætlaði að segja "ég hef aldrei haft neitt nema gott um þig að segja" hér fyrir ofan.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 25.1.2010 kl. 10:05

25 identicon

hvaða færslu vísar þú í Þórlaug?

Eins myndi ég vilja fá efnislegt svar frá Vilhjálmi sjálfum og held að flestir bíði eftir því.

sandkassi (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 10:06

26 identicon

Jóna,

Menn sem gefa út álit hvað eftir annað þurfa helst að geta talist hlutlausir nema að annað komi fram í kynningu. Er það til of mikils mælst?

sandkassi (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 10:07

27 identicon

s

sandkassi (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 10:08

28 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég hef ekki minnstu ástæðu til að treysta fullyrðingum Vilhjálms, en tek undir það, sem Ögmundur Jónasson sagði fyrir um 1–2 vikum í útvarpsumræðu um erlendar skuldir ríkisins, að séu þær skuldir margfaldar á við Icesave, þá sé enn meiri ástæða til að hafna Icesave!

Fagna ber framkominni tillögu Jóns Steinars Gunnlaugssonar hæstaréttardómara og Sigurðar Líndal lagaprófessors í Morgunblaðsgrein þeirra í dag: Réttur íslensku þjóðarinnar til meðferðar fyrir dómi. Þeir vilja, að málið verði allt sett í hlutlausan dóm, ef Bretar og Hollendingar vilja ekki hlíta íslenzkri dómsúrlausn, og segja þar m.a.:

"[Í]slenska þjóðin er ósátt við að á hana verði lagðar hinar þungu fjárhagsbyrðar án þess að hún hafi fengið að njóta réttar til úrlausnar um skylduna til þess fyrir hlutlausum dómstóli, sem lögsögu hefur í málinu. Við blasir að aldrei muni nást nein sátt um málið á Íslandi nema að undangengnum slíkum dómi. Minnt skal á að rétturinn til dómstólameðferðar er varinn af íslensku stjórnarskránni, mannréttindasáttmála Evrópu og raunar gildir hann einnig hjá þeim ríkjum sem við höfum deilt við í málinu. Allir stjórnmálaflokkar á Íslandi hafa á undanförnum misserum lagt því lið á einn eða annan veg að Íslendingar tækju skuldbindingar þessar á sig án undanfarandi dóms um að þjóðinni sé það skylt að lögum. Við teljum að þeir ættu nú að láta af slíkri afstöðu og sameinast um stefnu sem tryggir Íslandi fyrrgreindan rétt. Þeir ættu því að koma sér saman um að ríkisstjórn Íslands skuli nú tilkynna stjórnvöldum í Bretlandi og Hollandi, að umbeðin ríkisábyrgð á skuldbindingum Tryggingasjóðs innistæðueigenda verði ekki veitt nema að undangenginni niðurstöðu dómstóls, sem lögsögu hefur í málinu, um að ábyrgðin sé fyrir hendi."

Lesið þessa fréttnæmu grein í heild!

Jón Valur Jensson, 25.1.2010 kl. 10:08

29 identicon

Ég er farinn að forðast fréttasíður og svona blogg, asnaðist til að kíkja hérna inn þar sem ég var að eyða úr favorites hjá mér (held ég haldi þessari síðu inni).

Vilhjálmur er með öllu óhæfur til að tjá sig hlutlaust eða veita ráðgjöf varðandi efnahagsástandið í landinu.

Í gegnum sín störf hefur hann að öllum líkindum heilan helling af upplýsingum sem aðrir hafa EKKI og því líklegra er að hann einfaldlega leiki sér að því að beina athygli fólks á aðra staði en þá sem vinir hans og félagar grófu gullið (eða vídeóspóluna úr öryggiskerfinu)...

Það er jafn mikið mark takandi á honum Vilhjálmi og Björgólfi eða Jóni Ásgeiri, Jóhannesi, Hannesi, Hreiðari, Einari eða einhverjum af þessum Hottentottum...

 Staðan er einföld.

 Ef þú varst í braski með þessu fólki þá er þér ekki treystandi í dag.

Mjög einföld staðreynd.

Brennt barn forðast eldinn... ætlum við ekki að læra af reynslunni?

Við erum búin að brenna okkur en ætlum samt að treysta þessu fólki - fyrir einhverju...?

 Ég mundi ekkitreysta þessum mönnum til að slá grasið í garðinum hjá mér, hvað þá fyrirframgreiða þeim fyrir sumarið - glætan.

Í fullri alvöru, hugsið málið... hverjar eru líkurnar á að ef þið munduð greiða þessum mönnum fyrirfram fyrir að slá garðinn ykkar í sumar, hverjar eru líkurnar á að þjónusta þeirra kæmi ykkur á óvart, á góðan hátt?

Hverjar eru líkurnar að þið fenguð betri þjónustu en þið byggust við?

 Þeir kæmu líklega tvisvar yfir sumarið, topps... ef þeir kæmu yfir höfuð...

 Þið vitið í hjarta ykkar að það er sannleikurinn... 

Kjartan Kjartansson (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 10:17

30 identicon

Hverju orði sannara hjá þér Þór Saari. 

Þú hittir greinilega á auman blett hjá Samfylkingarfólki með þessu.  Það reynir með aumu yfirklóri að réttlæta þessar gerðir flokks síns og breiða yfir spillinguna sem þar er að finna.

Þessi frétt á Stöð 2 var einn af spunum Samfylkingarinnar, þar sem einn af miðlum Baugs og Samfylkingarinnar var látin búa til frétt til hagsbóta fyrir Samfylkinguna og Icesave-klafa hennar.

Téður Vilhjálmur er ekki neinn venjulegur forritari eða bloggari, hann er mjög mikið innviklaður í Samfylkinguna og einn af spunameisturum þess auma flokks.

Tengingin við Icesave, Bjögga, og vilja Vilhjálms til þess að þjóðin axli ábyrgð á Icesave, er mjög athyglisverð og segir í raun allt það sem segja þarf.

Já, "Samfylkingin sér um sína" - Þetta slagorð á svo sannarlega við um þetta auma flokksskrýpi.

Eftir að Samfylkingin komst að stjórnakötlunum árið 2007, fór allt á versta veg hér á landi og fer dagversnandi.

Það lagast ekkert hér á efnahagsmálum fyrr en við losnum við þessa ríkisstjórn.

Herrmann G. Margeirsson (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 10:42

31 identicon

Töflur Vilhjálms sýna greiðslubirgði að gefnum ákveðnum forsendum. Nýtilegur hluti ríkisins af viðskiptajöfnuði dugar ekki einu sinni fyrir vöxtum og því auðséð að ríkið þarf að taka lán til að borga lán næstu tugi ára - þetta er ekki í grafinu. Að viðbættu Icesave er vandséð að við komumst nokkurntíma í að greiða niður höfuðstól lánanna, það er raunar vandséð án Icesave, til þess þarf að skera svo nður þjónustu að mannslíf verða í húfi. Sú leið sem ríkisstjórnin velur veldur mun meiri fólksfækkun, minni neyslu og meiri eingayfirfærslu frá almenningi en leið sem þeir hefðu getað farið. Þetta hægir mjög á hagkerfinu - og er arfavitlaus stefna, en hefur tímabundið ekki áhrif á elítuna sem situr undir skjaldborg meirihluta þingmanna.

Ríkisstjórnin hafði pólitískt val og valdi að verja fjármagnseigendur, stjórnmálastéttina, kvótagreifa og bændur með aðgerðum sínum í ríkisfjár- og skattamálum, aðrar leiðir voru færar, skattlagning lífeyrissparnaðar hefði minni áhrif á ráðstöfunartekjur heimilanna, verðbólgu og eignatilfærslu frá almenningi til fjármagnseigenda, innköllun kvóta úthlutun hans er viðurkennt mannréttindabrot siðlaus og spillt og þar er ríkið að gefa frá sem mun hærri upphæð en nemur skattahækkunum, uppstokkun á landbúnaðarkerfinu þar voru útgjöld aukin, 95% niðurskurður í ónýtri utanríkisþjónustu. Aðgerðir sem koma niður á fáum dragbítum og elítunni en koma ekki eins hart niður á almenningi en þær sem ríkisstjórnin valdi.

Á bylgjunni í morgun var rætt við einhvern hjá Toyota umboðinu sem sagði að búið væri að selja haug af Landcruser jeppum sem kosta 9-13 milljónir stykkið. Minna væri keypt af ódýrari bilum. Mér þykir þetta dæmigert fyrir áhrif stefnu ríkisstjórnarinnar.

Muna svo að láta spagettísósuna sjóða í a.m.k. klst. og hafa rauðvín með (helst heimatilbúið) 

Jón Jósef Bjarnason (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 10:59

32 identicon

Án þess að bæta neinu við umræðuna hér vildi ég þó koma einum punkti á framfæri sem er varðandi þennan "viðskiptaengill" titil.

Þetta er ekki eins dramatískt og furðulegt og það kann kannski að hljóma :)

Þetta er hið almenna heiti á fjárfesti sem kemur inn - oft með aðeins minni upphæðir en stórir fjárfestar - og nýtir sína sérþekkingu o.fl. til að aðstoða fyrirtækið úr "start-up" stigi. Viðskiptaenglar eru því oftast meira involveraðir en hinn almenni stórfjárfestir og sannarlega meira en hinn almenni fjárfestir.  Englar eru líka vanalega að nota meira eða minna eigið fé - ekki fjárfesta fyrir sjóði eða slíkt.

Nánar hér ef einhver hefur áhuga:
http://en.wikipedia.org/wiki/Business_angel

Kristján (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 11:38

33 identicon

 Krosseignatengsl Vilhjálms Þorsteinssonar eru sýnileg á fleiri stöðum en í gagnagrunni Jóns Jósefs, t.d á :

http://www.litlaisland.net/corruption/19/landsbanki-islands/

Var ekki annars þetta 1.5 miljarða lán ekki tekið hjá evrópska Seðlabankanum, gengt skilyrðum þess að Ísland yrði komið í ESB árið 2011?

 Eyðilagði Icesave klúðrið ekki þá drauma Samfylkingarinnar?

 

Það er með ólíkindum að hlusta á þennan augljósa áróður Samfylkingarinnar um að lánið frá AGS sé það eina sem komi til greina til að greiða úr skuldum íslendinga. Vandinn er sá að það hangir augljóslega meira á spýtunni og það hefur allt með hagsmuni Samfylkingarinnar að gera. Jóhannes Björn kom inn á þetta i viðtali á útvarpi Sögu sl. fimmtudag. Ef að Icesave fer fyrir dómstóla er hætt við að ormagryfjan opnist og svartur sannleikurinn komi í ljós. Búið sé að raða fólki á ESB jötuna. Árni Páll félagsmálaráðherra rekur heilt fyrirtæki sem kallast Evrópuráðgjöfsamfara þingfarakaupi, hvað gerir þetta fyrirtæki, veit það einhver?

Þann 4. febrúar n.k. munu þrír fulltrúar frá Attac-samtökunum á Íslandi, þeir Einar Már Guðmundsson rithöfundur, Bjarni Guðbjörnsson sagnfræðingur og Gunnar Skúli Ármannsson læknir hitta fulltrúa norsku ríkisstjórnarinnar á opnum fundi í Ósló. Jafnframt munu sitja fundinn fulltrúar norsku Attac-samtakanna, en þau hafa skipulagt fundinn ásamt með íslensku deildinni.

Yfirskrift fundarins er „Á AGS að fara frá Íslandi?“

 Attac-samtökin á Noregi og Íslandi eru að undirbúa sameiginlegar tillögur um hvernig hægt sé að standa að því að endurreisa efnahag Íslands án aðkomu AGS. Mikill hljómgrunnur er fyrir því í Noregi að aðstoða Ísland þannig að Íslendingar geti hafnað afarkostum AGS, Breta, Hollendinga og ESB varðandi Icesave-málið, og án þess að Ísland þurfi að fara að þvingandi skilyrðum AGS fyrir aðstoð. Fundurinn er ætlaður til að ræða möguleika á því og til að kynna tillögur Attac-samtakanna um endurreisn Íslands án aðkomu AGS.

Það hlýtur að vekja upp spurningar af hverju ríkistjórn Íslands neitar með öllu að skoða eða kynna sér aðrar leiðir án aðkomu AGS. Steingrímur talaði árum saman um að við gætum leitað til vina okkar og frændur í Noregi en vill síðan ekkert með þá hafa.Af hverju er rannsóknarnefndininni synjað um 15 miljónir til að rannsaka fjölmiðlana og tengsl þeirra inn í flokkana og viðskiptalífið?

Sigurlaug (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 11:56

34 identicon

Því miður er það landlægur kvilli á íslenskri umræðu að ekki er horft til þess hvað menn segja, heldur hver segir það.

Vilhjálmur á hrós skilið fyrir að taka saman tölur um þetta.  Á sama hátt er skömm að því að ríkisstjórnin, ráðuneytin og Seðlabankinn skuli ekki fyrir löngu hafa sett fram sína mynd af þessu mikilvæga máli.

Það breytir því ekki að varla er á skuldirnar bætandi.  Ef hægt er að lækka greiðslubyrði þjóðarinnar á að vinna öllum árum að því.  Það voru rökræður á bloggi Vilhjálms um fasta vexti vs. fljótandi og fljótandi vextir myndu minnka áhættuna, því eignasafn Landsbankans er allt á fljótandi vöxtum, og minnka greiðslubyrðina og þar með skuldir landsins.  Það væri því strax betri kostur en núverandi samningur.

Hvað varðar lánið sem er á gjalddaga í lok ársins 2011 þá er hægt að brúa það lán með öðrum hætti en með AGS peningum.  Það væri hægt að biðla til Noregs og Kanada, en svo gætu íslensku lífeyrissjóðirnir hæglega selt brot af áhættusömum erlendum hlutabréfaeignum sínum og fjárfest heima fyrir í mun áhættuminna og uppbyggilegra verkefni.

IceSave er 15 ára milliríkjasamningur sem er á dagskrá núna og verður ekki upptekinn eftir undirritun.  Það er fáránlegt að líkja honum saman við umræðu um skattamál, stórframkvæmdir eða annað, sem er innanríkismál og er hægt að taka af og setja á dagskrá hvenær sem er.

Það er jafn gott að betur sé að verki staðið nú hjá stjórnkerfinu og Alþingi, en hingað til, í þessu mikilvæga máli.  Kynning ríkis og stofnana á málinu er fyrir neðan allar hellur og almenningi er ekki treyst fyrir upplýsingum.

Vilhjálmur leggur á sig vinnu við að reyna að greina vandan og á hrós skilið fyrir það.  Hann er líka opinn fyrir málefnalegri umræðu, sem því miður er ekki algengt nú á tímum.

heidar (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 12:03

35 identicon

Hluthafar Verne Holding er Björgólfur Thor Björgólfsson, sem áður var einn aðaleigandi Landsbankans og Straums Burðarás. Minna hefur farið fyrir því að náinn viðskiptafélagi, Björgólfs Thors, Vilhjálmur Þorsteinsson er einn af forvígismönnum fyrirtækisins og er Vilhjálmur áhrifamaður innan Samfylkingarinnar.

Athugið síðan hverja ríkisstjórnin hefur valið sér til fulltingis:

Ingvi Örn Kristinsson er aðstoðarmaður Félagsmálaráðherra Árna Páls Árnasonar, en hann var framkvæmdastjóri Verðbréfasviðs Landsbankans. Einnig starfar hann sem ráðgjafi Forsætisráðherra.

Benedikt Stefánsson var í Greiningardeild Landsbankans og er núna aðstoðarmaður Gylfa Magnússonar Efnahags- og Viðskiptaráðherra.

Björn Rúnar er skrifstofustjóri í Viðskiptaráðuneytinu. Hann var forstöðumaður í Greiningardeild Landsbankans

Edda Rós er núna fulltrúi Íslands í AGS í gegnum Samfylkinguna. Hún var forstöðumaður Greiningardeildar Landsbankans

Arnar Guðmundsson var í Greiningardeild Landsbankans. Hann er núna aðstoðarmaður Katrínar Júlíusdóttur Iðnaðarráðherra.

Með svo marga bankamenn í farteskinu, og einnig hafandi í huga að fyrir kosningar kom í ljós að Samfó var sá flokkur sem hafði fengið næstmest í gjafafé frá bönkunum og eigendum þeirra; er ekki þá einfaldlega ljóst hverra hagsmuna stjórnendur Samfó, eru að leitast til með að vera?

Áhugavert einnig, að allir þessir aðstoðarmenn, eru fyrrum starfsmenn Björgólfsfeðga.

Gæti þetta hafa eitthvað með málið að gera?:

Meðfylgjandi er yfirlit styrkja til Samfylkingarinnar frá lögaðilum árið 2006 sem voru hærri en 500 þúsund

* Actavis hf. 3.000.000
* Baugur Group hf. 3.000.000
* Eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga 1.000.000
* Eimskipafélag Íslands 1.000.000
* Exista ehf. 3.000.000
* Eykt ehf. 1.000.000
* FL-Group hf. 3.000.000
* Glitnir 3.500.000
* Kaupþing 5.000.000
* Ker hf. 3.000.000
* Landsbanki Íslands 4.000.000
* Milestone 1.500.000
* Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis 1.000.000
* Straumur Burðarás fjárfestingabanki 1.500.000
* Teymi ehf. 1.500.000
* Samtals yfir 500.000 36.000.000

S.R (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 12:09

36 identicon

Hér er dæmi um röksemdir Vilhjálms, ég legg til að þið lesið pistilinn og kommentin til enda, myndið ykkur síðan ykkar eigin skoðannir;http://vthorsteinsson.blog.is/blog/vthorsteinsson/entry/973776/

sandkassi (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 12:11

37 identicon

Tengl Vilhjálms og Verne Holdings og Milestone:

http://www.litlaisland.net/corruption/draw/302/65/



Tengsl Vilhjálms, FL - Group og Novator / Novator Credit Luxemburg:

http://www.litlaisland.net/corruption/draw/302/299/

Vilhjálmur og Björgólfur Thor: 

http://www.litlaisland.net/corruption/draw/302/2/

Tengsl Vilhjálms, Jón Ásgeirs, Ocrahópsins og Verne Holdings

http://www.litlaisland.net/corruption/draw/302/247/

Vilhjálmur, Glitnir, Verner Holdings og Geysir Green:

http://www.litlaisland.net/corruption/draw/302/36/

Sigurlaug (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 12:25

38 identicon

Af hverju er þvði alltaf ítt til hliðar,  að það sem er alvarlegast við Icesave að allar lánalínur til landsins eru lokaðar,  með því er ekki lokið,  þettaskiptir kannski ekki mál fryrir þá sem eru í vinnu, hvort það dregst lengur, en fyrir alla atvinnulausa, er brýnt að hefja uppbyggingu,  og það sem fyrst, og það gerist ekki ef Icesave málinu er ekki lokið.  allt þetta að framan er kaffibolla skraf fólks með allt sitt á hreynu,  og þeir sem vilja eygja von um vinnu skipta greinilega engu máli,  eru bara tölur á blaði fyrir þessu fólki,

Guðmundur Ingolfsson (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 12:34

39 identicon

lokaðar lánalínur hafa afskaplega lítið með þetta mál að gera Guðmundur, við fáum lán svo lengi sem við eigum veð. Samfylkingarmenn vilja pumpa öllum veðum á einn stað annars vegar Seðlabanka Evrópu og hins vegar Evrópska Fjárfestingabankann (líka ESB).

Vonin sem menn eru að reyna að hleypa í fólk með afgreiðslu Icesave málsins er því miður bara blekking óábyrgra aðila sem hafa fyrst og fremst sína eigin persónulegu hagsmuni að leiðarljósi.

sandkassi (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 12:40

40 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Skoðið þ.s. Bjarni Kristjánsson segir um útreikninga Vihjálms Þorsteinssonar og Jóns Daíelssonar.

Einar Björn Bjarnason, 25.1.2010 kl. 12:41

41 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Kæri Þór ég hugsaði á nákvæmalega sömu nótum og þú þegar Samspillingin & hennar Spunameistarar komu fram "villandi & blekkjandi upplýsingum á framfæri sem FRÉTT..lol...!"  Þú segir m.a.: "Hér er því ekki um neina venjulega "frétt" fréttastofu Stöðvar 2 frá "fréttamanninum" Heimi Má um "bloggarann og forritarann" Vilhjálm Þorsteinsson og "upplýsingar" hans um Icesave.  Hér er um að ræða margþætt samkrull viðskiptalífs, stjórnmálaflokks og fjölmiðils sem leggjast á eitt við að blekkja almenning til að stjórnmálaflokkurinn geti haldið völdum, "viðskiptaenglarnir" geti grætt, og fjölmiðillinn og "fréttamaðurinn" verið áfram með.  Þetta er gamalgróin íslensk hefð þar sem braskarar nota, og jafnvel eiga stjórnmálaflokka til að komast að kjötkötlunum sjálfir, í tilviki Vilhjálms þorsteinssonar til að komast að orkuauðlindinni með Björgólfi Thor án þess að greiða fyrir hana."  Skjaldborg Samspillingar kom, hún var & er í kringum auðvaldið & fjármagnseigendur.  Almenningur má éta það sem úti frýs og almenningur skal taka á sig IceSLAVE "drápsklyfjar" EF Samspillingin fær sínu fram.  Samfylkingin er stórhættulegur FL-okkur og hefur í langan tíma verið í "RuslFlokki" - ömurlegar lygar & blekkingar sem ítrekað koma frá þeim & þeirra spunameisturum.

Nú er mál að linni...!!!!!!  Svo maður vitni í Sollu stirðu, en þá vilja þeir ekki hlusta á hana. Hún er ekki lengur inn hjá þeim...lol..!

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 25.1.2010 kl. 12:46

42 identicon

Hluthafar Verne Holding er Björgólfur Thor Björgólfsson, sem áður var einn aðaleigandi Landsbankans og Straums Burðarás. Minna hefur farið fyrir því að náinn viðskiptafélagi, Björgólfs Thors, Vilhjálmur Þorsteinsson er einn af forvígismönnum fyrirtækisins og er Vilhjálmur áhrifamaður innan Samfylkingarinnar.Þá er hægt að rekja tengsl Vilhjálms inn í öll þau fyrirtæki sem styrktu Samfylkinguna árið 2007:

Tengl Vilhjálms og Verne Holdings og Milestone:
http://www.litlaisland.net/corruption/draw/302/65/
... Sjá meira
Tengsl Vilhjálms, FL - Group og Novator / Novator Credit Luxemburg: http://www.litlaisland.net/corruption/draw/302/299/

Vilhjálmur og Excista: http://www.litlaisland.net/corruption/draw/302/29/

Vilhjálmur og Straumur Burðarás:http://www.litlaisland.net/corruption/draw/302/22/

Vilhjálmur og Björgólfur Thor: http://www.litlaisland.net/corruption/draw/302/2/

Tengsl Vilhjálms, Jón Ásgeirs, Ocrahópsins og Verne Holdings
http://www.litlaisland.net/corruption/draw/302/247/

Vilhjálmur, Glitnir, Verner Holdings og Geysir Green:
http://www.litlaisland.net/corruption/draw/302/36/

Vilhjálmur og Kaupþing: http://www.litlaisland.net/corruption/draw/302/25/

Vilhjálmur og Teymi: http://www.litlaisland.net/corruption/draw/302/77/

Vilhjálmur og Eimskip: http://www.litlaisland.net/corruption/draw/302/57/

Vilhjálmur og Ker hf: http://www.litlaisland.net/corruption/draw/302/48/

Vilhjálmur og Landsbanki Íslands: http://www.litlaisland.net/corruption/draw/302/19/

Vilhjálmur og Samvinnutryggingar:http://www.litlaisland.net/corruption/draw/302/110/

Vilhjálmur og 365 miðlar: http://www.litlaisland.net/corruption/draw/302/37/

Vilhjálmur og Samfylkingin: http://www.litlaisland.net/corruption/draw/302/18/

Styrkir til Samfylkingarinnar hærri en 500 þúsund

* Actavis hf. 3.000.000
* Baugur Group hf. 3.000.000
* Eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga 1.000.000
* Eimskipafélag Íslands 1.000.000
* Exista ehf. 3.000.000
* Eykt ehf. 1.000.000
* FL-Group hf. 3.000.000
* Glitnir 3.500.000
* Kaupþing 5.000.000
* Ker hf. 3.000.000
* Landsbanki Íslands 4.000.000
* Milestone 1.500.000
* Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis 1.000.000
* Straumur Burðarás fjárfestingabanki 1.500.000
* Teymi ehf. 1.500.000


* Samtals yfir 500.000 36.000.000

Sigurlaug (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 12:54

43 identicon

Takk Þór, fyrir sérlega áhugaverðar tengingar og upplýsingar. Maðurinn er greinilega vanhæfur til að fjalla óhlutdrægt um þessi mál. Hann á alt of mikið í húfi sem partner útrásarglæponanna og Samspillingar. Og hans nafn hlýtur að bera einhverstaðar á góma í nú, enn og aftur, frestaðri hrunskýrslu.

Það sem ergir mig meir og meir er hvað allur fréttaflutningur er einslitur. Og þá alltaf í einhverjum flokkslit. Samanber eftir því hvaða miðill á í hlut.

Hefur þessi þjóð engan áhuga á að brjóta af sér þessa einokunar, einstefnu fjölmiðlun, sem heldur flestum okkar bestu fréttamönnum í gíslingu og ritskoðun? 

Er ekki tímabært að þjóðin og mannauðurinn í fréttastéttinni, sameinist um öflugan frjálsan og óháðan fjölmiðil. Sem hefur ekkert með 4flokkaskrímslið að gera. Eg alla vega væri til í að leggja þannig fjölmiðli nokkur þúsund  á mánuði. Þó ekki væri nema til að tryggja að fjórða valdið liggi ekki hjá  4flokka skrímslinu.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 12:59

44 identicon

Ég er sammála Heiðari hér að ofan, Vilhjálmur er að vinna mun meira starf en Stjórnvöld og Seðlabanki vors. Það er fáranlegt að Þingmaður sé að tala á þessum nótum en ætti frekar að setjast niður með Vilhjálmi og kynna sér hans útreikninga sem eru virikilega vel unnir eins og sjá má á bloggi hans. Nú svo gæti Þingmaðurinn nýtt sér fríið sem hann er í og bjallað í Jón Daníelsson og kynnt sér hans útreikninga.

ragnar (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 13:46

45 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Frábær færsla - Sigurlaus - er búinn að vista hana í Word skjal.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 25.1.2010 kl. 13:51

46 identicon

Þessi færsla Sigurlaugar hér ofan ásamt listanum um aðstoðarfólk Ráðherrana skýrir sig sjálf og spillinguna sem grasserar þar.

Og afhverju "Skjaldborgin um heimilin "  varð að gjaldborginni og skjaldborg um útrásarglæpalið.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 15:13

47 identicon

 Sigurlaug sýnir og sannar hvernið "Nýja Ísland" Samfylkingarinnar er byggt upp.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 15:45

48 identicon

Vilhjálmur Þorsteinsson færir skýr og góð rök fyrir sínu máli. Meira en hægt er að segja um marga hér og ofangreindan þingmann.

Vilhjálmur hefur ekkert reynt að leyna hvaða flokk hann styður. Þá styður hann mál sitt iðulega á bloggsíðunni með skýrum tilvísunum í heimildir. Skrif hans eru efnisleg nokkuð laus frasa og skítkast. Þá er ekki hægt að sjá hvaða hagsmuni hann ætti að hafa af því að fegra skuldastöðuna þó svo hann sé einn af stuðningsmönnum Samfylkingarinnar.

Fylgismenn stjórnarinnar gætu alteins viljað mála myndina dekkri litum til að knýja í gegn meiri kerfisbreytingar. Að setja skrif Vilhjálms í flokkspólitískt samhengi með því skítkasti og dylgjum sem fram kemur í bloggi Þórs Saari er Þór til minnkunar og í raun dapurlegt. Svona er þá málflutningur þeirra þingmanna sem boðuðu breytta og málefnalega umræðu. Þetta er Nýja Ísland.

Kristján (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 17:01

49 identicon

"Það er einmitt hluti af starfsemi allra þeirra erlendu sendiráða sem eru hér á landi að fylgjast með svona löguðu og að sjálfsögðu eru stjórnvöld nágrannaríkja agndofa á þessum fíflagangi."

Ég er ekki viss um að okkar sendiráð vinni svona erlendis, þau virðast ekki fara í gang þegar gerðar eru árásir á Ísland eða islenska hagsmuni, sendiherrar virðast ekki einu sinni vita hver yfirmaður þeirra er og telja sig hafa vald til þess að skammta þeim upplýsingar eftir hentisemi. Ég held að það sem álit þorra Íslendinga að sendiráðin flest séu gríðarleg peningsóun, þau virka sem markaðsskrifstofur fyrir valin hóp manna og hressingarhæli fyrir utbrunna pólitíkusa.

Vissulega væri hægt að finna undantekningar.

Jón Jósef Bjarnason (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 17:32

50 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Þór,

góð færsla hjá þér um vanhæfni fjölmiðlamanna á Íslandi. Eins og þú veist sem fræðimaður

að þegar við höldum fyrirlestra þá er alltaf glæra

númer tvö um öll hagsmunatengsl. Í mínu tilfelli við lyfjaiðnaðinn o. þ.h. Að öðrum kosti er bara hlegið að manni.

Þetta á að vera sjálfsögð regla í fjölmiðlum líka.

Gott að þú tókst þetta upp.

Gunnar Skúli Ármannsson, 25.1.2010 kl. 17:58

51 identicon

Dýrir verða þeir okkur þessir feðgar og þeirra undirlægjur.

Aldrei mun ég sjálfviljug samþykkja að ég og mínir afkomendur borgi þeirra skuldir.

Takk fyrir að benda á tengsl þessa "óháða" álitsgjafa við Samfylkingu og þá sem bera ábyrgð á Icesafe.

Ætli maður taki ekki meira mark á Jóni Daníelssyni.  Held það nú.

Helga (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 18:21

52 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Hans Haraldsson (nr. 10) segir allt sem segja þarf um þessa gæði þessarar færslu. Viðbætur Sigurlaugar rökstyðja réttmæti þess sem Þór bendir á. Innlitskvittun Vilhjálms sjálfs og fleiri klappstýra hans og Samfylkingarinnar undirstrika það enn betur að stungugaffall hans hitti á viðkvæman blett sem ekki þolir dagsljósið.

Takk fyrir færsluna Þór og viðbæturnar Sigurlaug!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 25.1.2010 kl. 20:04

53 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og nú fer ég beina leið í að skoða síðuna hans Bjarna Kristjánssonar, sem Einar Björn vísaði á 25.1. kl. 12:41, en Bjarni er einhver alklárasti maður sem skrifar um Icesave – ég uppgötvaði hann ekki fyrr en nýlega, en t.d. í skrifum á faglegri ensku um málið standa honum engir á sporði, sýnist mér.

Jón Valur Jensson, 26.1.2010 kl. 00:52

54 identicon

tja ég veit ekki Jón Valur, þetta virtist vera ágætis æfing hjá Bjarna, ég hefði nú bara hringt í Jón Dan og Vilhjálm til að fá forsendur uppgefnar og komast síðan að einhverjum niðurstöðum  sem skiptu raunverulegu máli.

Annars ættu menn að fara varlega í að fjalla um mál sem snerta almannahag, persónulega er ég kominn með upp í kok af mönnum sem virðast líta á þetta sem reiknipróf, sjáið hvað ég er klár-dæmi, meðan að allan tíman vakir allt annað fyrir þeim en að upplýsa almenning.

Færið mér heiðarlegt fólk, en ekki tamda apa. Jón Dan er búinn að taka þetta ágætlega fyrir sem og ýmsir aðrir. En síður menn sem fara fyrir hagsmunum fjármagnseigenda gegn almennum borgurum. Þessir trúðar eru nýbúnir að setja fjöldan allann af heiðarlegu og harðduglegu fólki á hausinn með börn sín og allt heila helvítis draslið á leiðinni út á götu.

En þeir skrifa og blaðra, villa á sér heimildir á meðan við leyfum þeim það. Þetta er siðblinda og tími til kominn að segja stopp við svona menn. 

sandkassi (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 01:45

55 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Mér til nokkurar furðu þá fjalla flestir um þetta mál, án þess að koma að meginmálinu. Getur verið að menn átti sig ekki á, að það er ekki útkoman úr töflureikninum sem skiptir máli, heldur hinn lagalegi grundvöllur ? Ber Íslendingum skylda til að greiða Icesave-reikninginn eða ekki ? Ef okkur ber ekki skylda til að greiða, þá gerum við það heldur ekki og málið er dautt. Útreikningar fram og til baka eru þá í bezta falli gestaþraut, til gamans fyrir þá sem þykja talnaleikir skemtilegir.

 

Eins og ég benti á í fyrri athugasemd við færslu Þórs Saari, þá eru þeir Vilhjálmur Sossi Þorsteinsson og Heimir Sossi Pétursson ekki að þjóna hagsmunum almennings með umfjöllun sinni. Þvert á móti eru þeir að villuleiða umræðuna og eyða tíma fólks í umfjöllun sem ekki skiptir ýkja miklu máli. Hlutfallsleg stærð Icesave-klafans er algert aukaatriði, því að hann er of stór hver sem beitir töflureikninum. Meginmálið er að engar lagalegar forsendur eru fyrir kröfum Breta og Hollendinga.

 

Nýlenduveldin bera sjálfir alla ábyrgð á Icesave-málinu, enda sköpuðu þeir það sjálfir með skorti á eftirliti með öllum bönkum í löndunum, ekki bara Íslendsku bönkunum. Samkvæmt regluverki Evrópusambandsins sjálfs, er gisti-ríki útibús sem starfar innan ESB ábyrgt fyrir öllum þáttum eftirlitsins. Innistæðu-tryggingarnar eru ekki undanskildar þessari ábyrgð, þannig að geta Íslendska tryggingasjóðsins til að greiða Icesave-innistæður er orðið aukaatriði.

 

Menn skulu ekki láta villa um fyrir sér, að Íslendskir embættismenn skildu ekki tilskipanir Evrópusambandsins, hvað varðar ábyrgð af útibúum banka með höfuðstöðvar utan ESB. Þessir bankar hljóta allt aðra meðferð en þeir bankar sem eru ESB-bankar. Á þetta hef ég ýtrekað bent og enginn rök hafa komið fram sem benda til þess að ég fari með rangt mál. Þvert á móti hefur Alain Lipietz komið mér til stuðnings, með eftirminnilegum hætti.

 

Nú liggur fyrir það verkefni að kynna umheiminum þessa nýju lagalegu stöðu. Það voru ekki bara Íslendskir embættismenn sem sváfu á verðinum, heldur var þetta líklega regla á öllu Evrópska efnahagssvæðinu. Hins vegar eru örugglega finnanlegir sérfræðingar í ESB sem þekkja málið, eins og Alain Lipietz. Dusta þarf rykið af þessum sérfræðingum og hefja myndarlega sókn fyrir hagsmunum Íslands. Látum af umræðu um aukaatriði sem einungis sóa dýrmætum tíma fámennrar þjóðar.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 26.1.2010 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband